Lífið

Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mis­mæli Svía­konungs

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Gústaf Svíakonungur hefur mögulega komið af stað óvæntri tískubylgju.
Karl Gústaf Svíakonungur hefur mögulega komið af stað óvæntri tískubylgju. EPA

Stúlkunafnið Inse hefur til þessa verið óþekkt í sænskri mannanafnasögu. Tvö nýfædd stúlkubörn hafa hins vegar fengið nafnið á síðustu vikum og er það rakið til mismæla Karls Gústafs Svíakonungs.

Athygli vakti í síðasta mánuði þegar konungurinn,  allt í samræmi við hefð og venjur, kallaði saman forsætisráðherra landsins og fleiri fyrirmenni, auk fulltrúa fjölmiðla, til að greina frá því að nýr erfingi hefði fæðst inn í sænsku konungsfjölskylduna. Karl Filippus og Sofía prinsessa höfðu þá eignast sitt fjórða barn.

Karl Gústaf konungur mismælti sig hins vegar og sagði að stúlkan hefði fengið nafnið Inse Marie Lilian Silvia. Nokkur ringulreið skapaðist þá, enda var nafnið Inse áður óþekkt.

Síðar kom í ljóst að konungurinn hefði mismælt sig og nafn stúlkunnar Ines.

SVT segir frá því í dag að eftir atvikið hafa tvö nýfædd stúlkubörn verið skráð „Inse“ í opinberum skrám. Þar segir að önnur þeirra hafi fæðst 2024 og fengið nafn sitt skráð 11. mars á þessu ári, fáeinum vikum eftir mismæli konungs. Hitt stúlkubarnið fæddist í ár og fékk nafnið skráð 20. mars samkvæmt göngum frá sænsku skattayfirvöldum.


Tengdar fréttir

Konungurinn miður sín eftir mis­mælin

Karl Gústaf Svíakonungur er miður sín eftir að hann mismælti sig þar sem hann tilkynnti um nafn nýjasta barnabarns síns og prinsessu Svíþjóðar.

Sænska prinsessan komin með nafn

Nýfædd dóttir sænsku prinsessunnar Sofiu og Karls Filippusar Svíaprins hefur fengið nafnið Ines Silvia Marie Lilian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.