Fótbolti

Pochettino biður banda­rísku þjóðina um þolin­mæði

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mauricio Pochettino tók við bandaríska landsliðinu síðasta haust og er ætlað stóra hluti á HM á næsta ári.
Mauricio Pochettino tók við bandaríska landsliðinu síðasta haust og er ætlað stóra hluti á HM á næsta ári. Alexis Quiroz/Jam Media/Getty Images

Mauricio Pochettino hefur beðið bandarísku þjóðina um að sýna þolinmæði og hafa ekki áhyggjur af slæmum úrslitum núna, liðið verði klárt þegar keppni hefst á heimsmeistaramótinu á næsta ári.

Bandaríkin töpuðu 1-0 í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar gegn Panama síðasta fimmtudag og töpuðu svo 2-1 gegn Kanada í leiknum um þriðja sætið í gær.

„Ég vil ekki að fólk verði svartsýnt. Við erum öll vonsvikin og aðdáendur mega vel vera það. Ég vil samt ekki að fólk verði svartsýnt því við erum með frábæra leikmenn. Við munum finna leiðir til bæta frammistöðuna og sækja betri úrslit… Mér finnst betra að við séum að gera mistök og sjá slæm úrslit núna en að bíða eftir að það komi í ljós. Við verðum á mun betri stað eftir eitt ár“ sagði Pochettino eftir tapið í gær.

Mexíkó á uppleið eftir erfið ár

Eftir erfið undanfarin ár virðist horfa til bjartari tíma hjá mexíkóska landsliðinu. Liðið datt út í riðlakeppni HM 2022, eftir að hafa sjö sinnum í röð komist áfram í sextán liða úrslit, og rak allt starfslið landsliðsins í kjölfarið.

Liðinu hefur að mestu verið skipt út síðan þá og 2-1 sigur í úrslitaleiknum gegn Panama í gærkvöldi gaf ástæðu til að fagna vel og innilega. 

Bandaríkin, Mexíkó og Kanada halda saman HM 2026. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×