Lífið

Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hönnunarmars fer fram í byrjun apríl.
Hönnunarmars fer fram í byrjun apríl.

Góð hönnun og arkitektúr getur bætt líðan bæði andlega og líkamlega. Hönnunarmars hátíð hönnunar og arkitektúrs er haldin í 17. sinn dagana 2. til 6. apríl.

Og endurspeglar hátíðin fjölbreytni íslenskrar hönnunar og sýnir hvernig hún tekur á öllum þáttum hins manngerða umhverfis og þar er sýnileg sköpunargleði og leikgleði í fyrirrúmi.

En á hátíðinni eru mjög margar spennandi sýningar og áhugaverð samtöl og gríðarlega fjölbreyttir viðburðir. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í síðustu viku og kynnti sér dagskrá hátíðarinnar.

99 ár af vörum

„Hátíðin í ár hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og skemmtileg og svo ég nefni eitthvað verður 66 gráður norður með 99 ára afmælissýningu. Þau verða með sýningu af vörum frá stofnun fyrirtækisins. Það verður síðan grafísk sýning sem heitir saltaðar píkur og það verður einnig boðið upp á þörungarmálingu. Svo verður æðisleg tískusýning í Landsbankahúsinu þar sem ungir hönnuður sína fatahönnun og síðan ætlum við að tala um af hverju eigi að fjárfesta í hönnun,“ segir Helga Ólafsdóttir athafnakona og hönnuður.

„Það verða barnasmiðjur og rosalega skemmtileg barnadagskrá,“ segir Helga en einnig verður til sýnis endurnýtt dót frá útihátíðum.

„Um það snýst hönnun líka, að nýta það sem er til. Það eru margar sýningar oft sem fjalla um þetta, hvernig við getum endurnýtt og að þessu sinni er það hátíðarúrgangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.