„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2025 10:32 Sindri Kristinn verður í marki Keflvíkinga í sumar. vísir/ívar Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið. FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagaskipti markvarðarins og er hann á leiðinni aftur í uppeldisfélagið. Sindri Kristinn er 28 ára gamall og kom til FH frá Keflavík fyrir 2023 tímabilið. Hann spilaði 20 leiki með FH í Bestu deildinni 2023 og 23 leiki í Bestu deildinni í fyrra. „Ég hugsaði mikið um það hvort maður vildi halda sér í efstu deild og auðvitað vildi maður það en Keflavík var eina liðið sem kæmi til greina ef ég væri að fara stíga skref aftur á bak,“ segir Sindri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er rétt búinn að ná viku með liðinu og við erum aðeins að reyna slípa okkur saman. Við eigum eftir að taka betri fund allir saman og sjá síðan hver markmiðin eru en ég ætla nú að fá að gefa það út og held að það sé þannig að liðið stefni upp.“ Keflavíkurliðið var einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra en liðið tapaði úrslitaleik um sætið á móti Aftureldingu. Verðum bara að vinna deildina „Það er gríðarlega erfitt að komast upp úr þessari deild því það er bara eitt lið sem fer beint upp og síðan þarft þú að fara í hörku úrslitakeppni. Ég fór nú á þennan leik Keflavík Afturelding í fyrra og sagði nú þá að Keflavík þyrfti bara að drullast til að vinna deildina til að þurfa ekki að standa í þessu, þó þetta hafi verið mjög gaman að fara á Laugardalsvöllinn og horfa á þennan leik, en liðið vill fyrst og fremst bara fara beint upp.“ Síðasta sumar fékk Sindri á sig 39 mörk í 23 leikjum og hélt marki sínu þrisvar hreinu. Hann fékk á sig töluverða gagnrýni á tíma sínum hjá FH og gekk Mathias Rosenörn gekk í raðir FH í byrjun síðasta mánaðar og var þá ljóst að Sindri yrði varamarkvörður í sumar. „Ég er alveg ofboðslega stoltur af því að fengið tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins sem FH er og sakna mjög mikið þess fólks og klúbbsins. En þetta var auðvitað upp og niður tími hjá mér og ég er fullmeðvitaður um það sjálfur. En ég kannski horfi öðruvísi á þetta. Fyrsta tímabilið hjá mér horfi ég á sem ekki nægilega gott. Það er mjög kaflaskipt hjá mér sjálfum en við endum það ágætlega eftir mjög erfitt tímabil árinu á undan hjá FH. En seinna tímabilið horfi ég á fínasta tímabil hjá sjálfum mér og er mjög stoltur af því en þetta fer auðvitað í hausinn á manni, gagnrýnisraddir,“ segir Sindri og heldur áfram. „En það er gott fólk í Krikanum og t.d. má nefna Davíð Viðarsson sem bakkaði mig mikið upp og talaði mikið um það að maður ætti ekki að vera að hlusta á þetta. Ég er líka orðinn reynslumikill leikmaður og maður lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað maður á ekki að hlusta á.“ Lengjudeild karla Besta deild karla Keflavík ÍF FH Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagaskipti markvarðarins og er hann á leiðinni aftur í uppeldisfélagið. Sindri Kristinn er 28 ára gamall og kom til FH frá Keflavík fyrir 2023 tímabilið. Hann spilaði 20 leiki með FH í Bestu deildinni 2023 og 23 leiki í Bestu deildinni í fyrra. „Ég hugsaði mikið um það hvort maður vildi halda sér í efstu deild og auðvitað vildi maður það en Keflavík var eina liðið sem kæmi til greina ef ég væri að fara stíga skref aftur á bak,“ segir Sindri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er rétt búinn að ná viku með liðinu og við erum aðeins að reyna slípa okkur saman. Við eigum eftir að taka betri fund allir saman og sjá síðan hver markmiðin eru en ég ætla nú að fá að gefa það út og held að það sé þannig að liðið stefni upp.“ Keflavíkurliðið var einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra en liðið tapaði úrslitaleik um sætið á móti Aftureldingu. Verðum bara að vinna deildina „Það er gríðarlega erfitt að komast upp úr þessari deild því það er bara eitt lið sem fer beint upp og síðan þarft þú að fara í hörku úrslitakeppni. Ég fór nú á þennan leik Keflavík Afturelding í fyrra og sagði nú þá að Keflavík þyrfti bara að drullast til að vinna deildina til að þurfa ekki að standa í þessu, þó þetta hafi verið mjög gaman að fara á Laugardalsvöllinn og horfa á þennan leik, en liðið vill fyrst og fremst bara fara beint upp.“ Síðasta sumar fékk Sindri á sig 39 mörk í 23 leikjum og hélt marki sínu þrisvar hreinu. Hann fékk á sig töluverða gagnrýni á tíma sínum hjá FH og gekk Mathias Rosenörn gekk í raðir FH í byrjun síðasta mánaðar og var þá ljóst að Sindri yrði varamarkvörður í sumar. „Ég er alveg ofboðslega stoltur af því að fengið tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins sem FH er og sakna mjög mikið þess fólks og klúbbsins. En þetta var auðvitað upp og niður tími hjá mér og ég er fullmeðvitaður um það sjálfur. En ég kannski horfi öðruvísi á þetta. Fyrsta tímabilið hjá mér horfi ég á sem ekki nægilega gott. Það er mjög kaflaskipt hjá mér sjálfum en við endum það ágætlega eftir mjög erfitt tímabil árinu á undan hjá FH. En seinna tímabilið horfi ég á fínasta tímabil hjá sjálfum mér og er mjög stoltur af því en þetta fer auðvitað í hausinn á manni, gagnrýnisraddir,“ segir Sindri og heldur áfram. „En það er gott fólk í Krikanum og t.d. má nefna Davíð Viðarsson sem bakkaði mig mikið upp og talaði mikið um það að maður ætti ekki að vera að hlusta á þetta. Ég er líka orðinn reynslumikill leikmaður og maður lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað maður á ekki að hlusta á.“
Lengjudeild karla Besta deild karla Keflavík ÍF FH Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira