Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 26. mars 2025 07:00 Í dag og á morgun fara fram rektorskosningar við Háskóla Íslands. Ég býð mig fram til að leiða þessa frábæru stofnun af því ég trúi á kraftinn sem býr í henni og möguleikana sem hún hefur til að móta samfélagið. Ég er stolt af því að vera ein þeirra sem starfa við HÍ, einstakan þjóðskóla sem gegnir lykilhlutverki í þekkingarsköpun á Íslandi. Hér vinnur samhentur hópur fræðafólks og stúdenta, auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu, saman að því að byggja upp betra samfélag á grunni fræða, rannsókna og menntunar. Við höfum á að skipa metnaðarfullum kennurum sem byggja kennslu sína á rannsóknum og miðla þeim þannig til nýrra kynslóða. Þessi hópur leggur sig fram við að þróa og innleiða nýja kennsluhætti og þarf til þess öflugan stuðning og faglega umgjörð sem starfsfólk stjórnsýslu og stoðdeilda veitir. Þetta samstarf er hjartað í starfi háskólans – og það þarf að fá að blómstra. Sem rektor vil ég efla Háskóla Íslands enn frekar. Ég vil draga úr kennsluálagi og tryggja að kennarar hafi tíma og svigrúm til að stunda rannsóknir, þróa nýja hugmyndir og vera í nánum tengslum við stúdenta. Ég vil nýta tækni betur í kennslu, auka sveigjanleika í námi og kanna möguleika á nýtingu gervigreindar með ábyrgum hætti – bæði í kennslu og stjórnsýslu. Við eigum ekki að óttast nýja tækni, heldur kenna nemendum og starfsfólki að nota hana faglega, af skynsemi og gagnrýni. Hagsmunir stúdenta hafa verið leiðarljós mitt í starfi við HÍ. Sem rektor mun ég styðja stúdenta í þeirra hagsmunabaráttu, með það að markmiði að þeir geti stundað nám af fullum krafti óháð efnahagslegum aðstæðum. Það er ekki ásættanlegt á Íslandi að fjárhagsleg staða fólks komi í veg fyrir þekkingarleit og menntun. Ég vil einnig efla þverfaglegt nám og vinna markvisst að því að brjóta niður deildarmúra sem koma í veg fyrir sveigjanlegra og skapandi nám. Það er nauðsynlegt að standa vörð um akademískt frelsi en einnig að skapa heilbrigt, sanngjarnt og öflugt starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk skólans. Háskóli Íslands á að vera vinnustaður þar sem fólk getur notið sín, þróast, deilt hugmyndum og upplifað að það tilheyri samfélagi sem skiptir máli. Hann á að laða til sín fyrir fólk úr öllum áttum, vera fjölbreyttur, opinn og manneskjulegur. Við þurfum að skoða hvers vegna karlar sækja síður í HÍ en fólk af öðrum kynjum. Gerum kjörin samkeppnishæf og breytum því! Til að ná þessum markmiðum þurfum við líka að horfast í augu við raunveruleikann. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt frá því að vera sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Við getum ekki búist við framúrskarandi árangri með ófullnægjandi stuðningi. Sem rektor mun ég beita mér af krafti fyrir því að tryggja sanngjörn og stöðug fjárframlög og leiða samtal við stjórnvöld, tæknigeirann, atvinnulífið, stúdenta og samfélagið í heild. Við höfum einstakt tækifæri til að efla Háskóla Íslands, gera hann að enn metnaðarfyllri, opnari og manneskjulegri stofnun, sem þjónar ekki aðeins nútímanum, heldur mótar framtíðina. Ég býð mig fram til að leiða þá vegferð með stolti og baráttuþreki, í samtali við ykkur öll. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Bára R. Ómarsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun fara fram rektorskosningar við Háskóla Íslands. Ég býð mig fram til að leiða þessa frábæru stofnun af því ég trúi á kraftinn sem býr í henni og möguleikana sem hún hefur til að móta samfélagið. Ég er stolt af því að vera ein þeirra sem starfa við HÍ, einstakan þjóðskóla sem gegnir lykilhlutverki í þekkingarsköpun á Íslandi. Hér vinnur samhentur hópur fræðafólks og stúdenta, auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu, saman að því að byggja upp betra samfélag á grunni fræða, rannsókna og menntunar. Við höfum á að skipa metnaðarfullum kennurum sem byggja kennslu sína á rannsóknum og miðla þeim þannig til nýrra kynslóða. Þessi hópur leggur sig fram við að þróa og innleiða nýja kennsluhætti og þarf til þess öflugan stuðning og faglega umgjörð sem starfsfólk stjórnsýslu og stoðdeilda veitir. Þetta samstarf er hjartað í starfi háskólans – og það þarf að fá að blómstra. Sem rektor vil ég efla Háskóla Íslands enn frekar. Ég vil draga úr kennsluálagi og tryggja að kennarar hafi tíma og svigrúm til að stunda rannsóknir, þróa nýja hugmyndir og vera í nánum tengslum við stúdenta. Ég vil nýta tækni betur í kennslu, auka sveigjanleika í námi og kanna möguleika á nýtingu gervigreindar með ábyrgum hætti – bæði í kennslu og stjórnsýslu. Við eigum ekki að óttast nýja tækni, heldur kenna nemendum og starfsfólki að nota hana faglega, af skynsemi og gagnrýni. Hagsmunir stúdenta hafa verið leiðarljós mitt í starfi við HÍ. Sem rektor mun ég styðja stúdenta í þeirra hagsmunabaráttu, með það að markmiði að þeir geti stundað nám af fullum krafti óháð efnahagslegum aðstæðum. Það er ekki ásættanlegt á Íslandi að fjárhagsleg staða fólks komi í veg fyrir þekkingarleit og menntun. Ég vil einnig efla þverfaglegt nám og vinna markvisst að því að brjóta niður deildarmúra sem koma í veg fyrir sveigjanlegra og skapandi nám. Það er nauðsynlegt að standa vörð um akademískt frelsi en einnig að skapa heilbrigt, sanngjarnt og öflugt starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk skólans. Háskóli Íslands á að vera vinnustaður þar sem fólk getur notið sín, þróast, deilt hugmyndum og upplifað að það tilheyri samfélagi sem skiptir máli. Hann á að laða til sín fyrir fólk úr öllum áttum, vera fjölbreyttur, opinn og manneskjulegur. Við þurfum að skoða hvers vegna karlar sækja síður í HÍ en fólk af öðrum kynjum. Gerum kjörin samkeppnishæf og breytum því! Til að ná þessum markmiðum þurfum við líka að horfast í augu við raunveruleikann. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt frá því að vera sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Við getum ekki búist við framúrskarandi árangri með ófullnægjandi stuðningi. Sem rektor mun ég beita mér af krafti fyrir því að tryggja sanngjörn og stöðug fjárframlög og leiða samtal við stjórnvöld, tæknigeirann, atvinnulífið, stúdenta og samfélagið í heild. Við höfum einstakt tækifæri til að efla Háskóla Íslands, gera hann að enn metnaðarfyllri, opnari og manneskjulegri stofnun, sem þjónar ekki aðeins nútímanum, heldur mótar framtíðina. Ég býð mig fram til að leiða þá vegferð með stolti og baráttuþreki, í samtali við ykkur öll. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun