Í sjokki eftir tilnefninguna Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2025 09:30 Eygló Fanndal Sturludóttir er í hörkustandi og klár í komandi Evrópumót. Vísir/Ívar Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur farið vel af stað á nýju ári. Hún var tilnefnd sem besta lyftingakona Evrópu og vann til verðlauna með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum um helgina. Næst er Evrópumótið þar sem hún stefnir á pall. Eygló vann ásamt íslensku föruneyti á Smáþjóðamótinu í Ólympíuskum lyftingum á Möltu um helgina. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að spila í svona liði, sem heild fyrir landið sitt. Líka frábært að við unnum,“ segir Eygló í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gott að stressa sig ekki á þyngdinni Eygló var einnig stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að vera þyngdarflokki ofar en venjulega. EM forgangsatriði og vigtin því aukaatriði Hún ákvað að létta sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. „Vanalega keppir maður við ströng skilyrði, að passa inn í flokkinn þinn. En vegna þess að við keppum sem heild erum við bara að keppa upp á stig. Þú mátt vigtast eins þungur og þú vilt og stigin reiknast út frá því,“ „Við ákváðum að vera ekki að pressa vigtina niður núna af því það er svo stutt í EM. Ég ætla að vera tilbúin í EM og ekki rugla í þeim undirbúningi. Ég ákvað bara að vigtast eins og ég vaknaði þann dag og ég var um kílói yfir en ég er vanalega sem er svo sem bara eðlilegt,“ segir Eygló. Tvö vatnsglös til eða frá Það geta verið snúin fræði að bæta sig í lyftingunum, að lyfta þyngra en halda sjálfum sér léttum og í réttum þyngdarflokki á sama tíma. Þar geta minnstu smáatriði skipt máli. „Þetta snýst um hvort maður fái sér tvö vatnsglös fyrir svefninn kvöldið áður eða ekki. Þetta er í rauninni eitthvað svoleiðis. Þetta breytir engu og þess vegna einmitt ákváðum við ekki að pressa á þetta,“ „Það var bara þægilegt að fá að keppa einu sinni án þess að vera í líkamsþyngdar stressi. Auðvitað er þetta aukið stress, að bæði passa inn í flokkinn og lyfta þyngdunum. Það var bara næs að fá að keppa eins og maður er vanalega, án þess að pæla neitt í neinu,“ segir Eygló. Tilnefningin ánægjulegt sjokk Eygló náði frábærum árangri á síðasta ári. Hún varð meðal annars í 4. sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu, varð Evrópumeistari ungmenna og Norðurlandameistari. Hún var einnig hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París. Árið 2025 fer ekki síður vel af stað. „Árið er að byrja helvíti vel,“ segir Eygló um árið í ár en hún er staðráðin í því að fylgja þeim árangri eftir á nýju ári, sem fer vel af stað. Eftir gullið á Smáþjóðaleikunum um helgina var hún í vikunni var hún tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu. „Ég var hissa. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þau létu mann ekkert vita. Þetta var bara birt og ég var bara: „Ertu að grínast?“ Það er ótrúlega gaman að sjá allar stelpurnar sem eru tilnefndar líka. Þetta eru stór nöfn í íþróttinni og að fá að vera þarna með þeim er galið. Og mikill heiður líka,“ segir Eygló. Stefnir á pall Öll hennar einbeiting er á komandi Evrópumóti. Þar vill hún komast á pall eftir fjórða sæti í fyrra. „Það eru stór markmið. Ég eiginlega þori ekki að segja það upphátt og jinxa neitt. Ég er skráð inn með hæsta totalið. Við vitum að þetta verða slagsmál og barátta. Þetta er ekki gefins. Ég vil ná pallinum, ég missti af því á síðasta ári og vil ekki lenda í því aftur. Ég vil komast á þennan pall,“ segir Eygló. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni. Lyftingar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira
Eygló vann ásamt íslensku föruneyti á Smáþjóðamótinu í Ólympíuskum lyftingum á Möltu um helgina. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að spila í svona liði, sem heild fyrir landið sitt. Líka frábært að við unnum,“ segir Eygló í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gott að stressa sig ekki á þyngdinni Eygló var einnig stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að vera þyngdarflokki ofar en venjulega. EM forgangsatriði og vigtin því aukaatriði Hún ákvað að létta sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. „Vanalega keppir maður við ströng skilyrði, að passa inn í flokkinn þinn. En vegna þess að við keppum sem heild erum við bara að keppa upp á stig. Þú mátt vigtast eins þungur og þú vilt og stigin reiknast út frá því,“ „Við ákváðum að vera ekki að pressa vigtina niður núna af því það er svo stutt í EM. Ég ætla að vera tilbúin í EM og ekki rugla í þeim undirbúningi. Ég ákvað bara að vigtast eins og ég vaknaði þann dag og ég var um kílói yfir en ég er vanalega sem er svo sem bara eðlilegt,“ segir Eygló. Tvö vatnsglös til eða frá Það geta verið snúin fræði að bæta sig í lyftingunum, að lyfta þyngra en halda sjálfum sér léttum og í réttum þyngdarflokki á sama tíma. Þar geta minnstu smáatriði skipt máli. „Þetta snýst um hvort maður fái sér tvö vatnsglös fyrir svefninn kvöldið áður eða ekki. Þetta er í rauninni eitthvað svoleiðis. Þetta breytir engu og þess vegna einmitt ákváðum við ekki að pressa á þetta,“ „Það var bara þægilegt að fá að keppa einu sinni án þess að vera í líkamsþyngdar stressi. Auðvitað er þetta aukið stress, að bæði passa inn í flokkinn og lyfta þyngdunum. Það var bara næs að fá að keppa eins og maður er vanalega, án þess að pæla neitt í neinu,“ segir Eygló. Tilnefningin ánægjulegt sjokk Eygló náði frábærum árangri á síðasta ári. Hún varð meðal annars í 4. sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu, varð Evrópumeistari ungmenna og Norðurlandameistari. Hún var einnig hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París. Árið 2025 fer ekki síður vel af stað. „Árið er að byrja helvíti vel,“ segir Eygló um árið í ár en hún er staðráðin í því að fylgja þeim árangri eftir á nýju ári, sem fer vel af stað. Eftir gullið á Smáþjóðaleikunum um helgina var hún í vikunni var hún tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu. „Ég var hissa. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þau létu mann ekkert vita. Þetta var bara birt og ég var bara: „Ertu að grínast?“ Það er ótrúlega gaman að sjá allar stelpurnar sem eru tilnefndar líka. Þetta eru stór nöfn í íþróttinni og að fá að vera þarna með þeim er galið. Og mikill heiður líka,“ segir Eygló. Stefnir á pall Öll hennar einbeiting er á komandi Evrópumóti. Þar vill hún komast á pall eftir fjórða sæti í fyrra. „Það eru stór markmið. Ég eiginlega þori ekki að segja það upphátt og jinxa neitt. Ég er skráð inn með hæsta totalið. Við vitum að þetta verða slagsmál og barátta. Þetta er ekki gefins. Ég vil ná pallinum, ég missti af því á síðasta ári og vil ekki lenda í því aftur. Ég vil komast á þennan pall,“ segir Eygló. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni.
Lyftingar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn