Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 27. mars 2025 15:31 Fjölskyldusameiningar eru forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig í nýju landi. Þetta er staðreynd sem flestallt stjórnmálafólk hlýtur að vera meðvitað um. Fjölskyldan er jú eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, ekki satt? Það gildir alveg óháð því hvaðan fólk kemur. Það kom mér þess vegna í opna skjöldu um daginn að heyra af því að ríkisstjórn Íslands hefði á fundi sínum 14. mars sl. ákveðið að endurnýja ekki samstarfssamning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) vegna fjölskyldusameininga - að því er virðist án nokkurrar pólitískrar eða samfélagslegrar umræðu. Auk þess má nefna að samningur Rauða krossins við ríkið um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga rennur út í júní 2025 og ekki virðist standa til að endurnýja hann. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur áhrif á fólk sem tekist hefur að flýja hörmungar en á fjölskyldu sem er enn í hættu erlendis. Hér er um að ræða fylgdarlaus börn, örvæntingarfulla foreldra. Fólk sem hefur stöðu flóttamanns og er í þjónustu sveitarfélaga eins og Garðabæjar, sem gera sitt besta til að styðja við nýja íbúa sína. Hingað til hafa sveitarfélög getað leitað til ríkisins, sem fyrir tilstilli flutningssamningsins við IOM hefur getað haft uppi á fjölskyldum fólks, skipulagt og greitt ferðalög þeirra. Þetta úrræði hefur nýst því fólki sem ekki hefur haft bolmagn til þess að gera slíkt sjálft og þeim sem eiga fjölskyldur sem búa við stríðsástand. M.ö.o. hefur þetta nýst fólkinu sem er í mestri þörf. Þessi óskiljanlega ákvörðun stjórnvalda hefur vitanlega áhrif á fólkið sjálft, sem ekki mun geta sameinast fjölskyldum sínum líkt og áður, en ekki síður á samfélögin sem fólk flytur í. Að mínu mati er um að ræða aðför að því metnaðarfulla starfi sem unnið er í sveitarfélögum. Þetta þýðir fyrir okkur sem störfum á sveitarstjórnarstiginu að ríkið bindur hendur starfsfólks okkar og dregur úr þeim stuðningi sem hægt er að veita flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum. Ég endurtek: Fjölskyldusameiningar, sem strangar reglur gilda um nú þegar, eru alger forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig á nýjum stað. Ég veit að ég væri ófær um að vera virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu ef ég væri alein í nýju landi og vissi af fjölskyldunni minni, börnunum mínum, í stöðugri hættu. Við getum öll sett okkur í þau spor. Sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Garðabæjar og í velferðarráði kalla ég eftir því að ríkisstjórnin útskýri hvað eigi nú að taka við. Því eins og staðan er núna grefur ríkið hreinlega undan nauðsynlegum stuðningi við fólk sem þarf sárlega á honum að halda og þar með undan þeim samfélögum sem taka á móti fólki á flótta. Ég trúi því ekki að það sé ætlunin. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Fjölskyldusameiningar eru forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig í nýju landi. Þetta er staðreynd sem flestallt stjórnmálafólk hlýtur að vera meðvitað um. Fjölskyldan er jú eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, ekki satt? Það gildir alveg óháð því hvaðan fólk kemur. Það kom mér þess vegna í opna skjöldu um daginn að heyra af því að ríkisstjórn Íslands hefði á fundi sínum 14. mars sl. ákveðið að endurnýja ekki samstarfssamning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) vegna fjölskyldusameininga - að því er virðist án nokkurrar pólitískrar eða samfélagslegrar umræðu. Auk þess má nefna að samningur Rauða krossins við ríkið um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga rennur út í júní 2025 og ekki virðist standa til að endurnýja hann. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur áhrif á fólk sem tekist hefur að flýja hörmungar en á fjölskyldu sem er enn í hættu erlendis. Hér er um að ræða fylgdarlaus börn, örvæntingarfulla foreldra. Fólk sem hefur stöðu flóttamanns og er í þjónustu sveitarfélaga eins og Garðabæjar, sem gera sitt besta til að styðja við nýja íbúa sína. Hingað til hafa sveitarfélög getað leitað til ríkisins, sem fyrir tilstilli flutningssamningsins við IOM hefur getað haft uppi á fjölskyldum fólks, skipulagt og greitt ferðalög þeirra. Þetta úrræði hefur nýst því fólki sem ekki hefur haft bolmagn til þess að gera slíkt sjálft og þeim sem eiga fjölskyldur sem búa við stríðsástand. M.ö.o. hefur þetta nýst fólkinu sem er í mestri þörf. Þessi óskiljanlega ákvörðun stjórnvalda hefur vitanlega áhrif á fólkið sjálft, sem ekki mun geta sameinast fjölskyldum sínum líkt og áður, en ekki síður á samfélögin sem fólk flytur í. Að mínu mati er um að ræða aðför að því metnaðarfulla starfi sem unnið er í sveitarfélögum. Þetta þýðir fyrir okkur sem störfum á sveitarstjórnarstiginu að ríkið bindur hendur starfsfólks okkar og dregur úr þeim stuðningi sem hægt er að veita flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum. Ég endurtek: Fjölskyldusameiningar, sem strangar reglur gilda um nú þegar, eru alger forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig á nýjum stað. Ég veit að ég væri ófær um að vera virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu ef ég væri alein í nýju landi og vissi af fjölskyldunni minni, börnunum mínum, í stöðugri hættu. Við getum öll sett okkur í þau spor. Sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Garðabæjar og í velferðarráði kalla ég eftir því að ríkisstjórnin útskýri hvað eigi nú að taka við. Því eins og staðan er núna grefur ríkið hreinlega undan nauðsynlegum stuðningi við fólk sem þarf sárlega á honum að halda og þar með undan þeim samfélögum sem taka á móti fólki á flótta. Ég trúi því ekki að það sé ætlunin. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun