Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Árni Jóhannsson skrifar 27. mars 2025 21:49 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var pirraður eftir tapið í kvöld og mátti vel vera það. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar gat ekki glaðst yfir því að hafa náð að hanga á öðru sæti deildarinnar. Hann var pirraður út af tapinu og einnig út af dómurunum. Stjarnan tapaði fyrir Njarðvíkingur 103-107 og það eru mörg atriði sem þarf að hafa áhyggjur af hjá Stjörnunni. Baldur var spurður að því hvaða tilfinningar bærðust innra með honum strax eftir leik hafandi tapað en náð að lenda í öðru sæti deildarinnar. „Ég er bara pirraður yfir því að hafa tapað. Það eru svona helstu tilfinningar mínar eftir leikinn.“ Hann var þá spurður að því hvað hans menn hefðu getað gert betur. Stjarnan var níu stigum yfir í hálfleik og litu mjög vel út, vörðust vel og hittu vel. Annað var upp á teningnum í þeim sinni. „Njarðvík voru bara hrikalega góðir hérna í seinni hálfleik. Hvert einasta skot sem þeir fengu bara rataði rétta leið og það var erfitt. Þeir skoruðu 60 stig og það er ekki sérlega gott. Þetta var ekki nægjanlega gott varnarlega í seinni hálfleik. Við þurfum að gera betur.“ Stjörnumenn hafa tapað tveimur leikjum í deild og einum í bikar undanfarið og var Baldur spurður að því hvort varnarleikurinn væri hans helsta áhyggjuefni farandi inn í úrslitakeppnina. „Það eru mörg áhyggjuefni. Við þurfum að vera betri á mörgum stöðum. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en það þurfa fleiri hlutir að smella fyrir okkur.“ Mikil harka var í leiknum, enda mikið úti, og dómarar leiksins flautuðu mjög mikið á báða bóga. Baldur vatt sér að dómurum leiksins eftir að leik lauk og átti samtal. Hvað var rætt? „Ég er tapsár og allt það. Þetta var bara lélegt. Ég reikna með að hinir leikirnir séu búnir fyrir löngu sem voru spilaðir. Þetta var bara þvílíka „over“ kallið hérna. Missa stjórn á leiknum og þá reyna þeir að verja sig með því að flauta á hverja einustu snertingu. Þetta var bara ekki gott miðað við að þetta var topp slagur. Þetta var vont í alla staði og leikurinn fyrir vikið hundleiðinlegur. Leikurinn stoppaði stanslaust hérna í allt kvöld. Þetta var bara ekki gott fyrir körfuboltann.“ Hvað ætlar Baldur að segja við sína menn eftir leikinn í kvöld? „Bara svipað og alltaf þegar maður tapar. Það má ekki dvelja of lengi við þetta og við þurfum bara að snúa þessu við. Við þurfum að eflast og gera betur og standa saman og allt þetta. Við þurfum bara að halda áfram.“ Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Baldur var spurður að því hvaða tilfinningar bærðust innra með honum strax eftir leik hafandi tapað en náð að lenda í öðru sæti deildarinnar. „Ég er bara pirraður yfir því að hafa tapað. Það eru svona helstu tilfinningar mínar eftir leikinn.“ Hann var þá spurður að því hvað hans menn hefðu getað gert betur. Stjarnan var níu stigum yfir í hálfleik og litu mjög vel út, vörðust vel og hittu vel. Annað var upp á teningnum í þeim sinni. „Njarðvík voru bara hrikalega góðir hérna í seinni hálfleik. Hvert einasta skot sem þeir fengu bara rataði rétta leið og það var erfitt. Þeir skoruðu 60 stig og það er ekki sérlega gott. Þetta var ekki nægjanlega gott varnarlega í seinni hálfleik. Við þurfum að gera betur.“ Stjörnumenn hafa tapað tveimur leikjum í deild og einum í bikar undanfarið og var Baldur spurður að því hvort varnarleikurinn væri hans helsta áhyggjuefni farandi inn í úrslitakeppnina. „Það eru mörg áhyggjuefni. Við þurfum að vera betri á mörgum stöðum. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en það þurfa fleiri hlutir að smella fyrir okkur.“ Mikil harka var í leiknum, enda mikið úti, og dómarar leiksins flautuðu mjög mikið á báða bóga. Baldur vatt sér að dómurum leiksins eftir að leik lauk og átti samtal. Hvað var rætt? „Ég er tapsár og allt það. Þetta var bara lélegt. Ég reikna með að hinir leikirnir séu búnir fyrir löngu sem voru spilaðir. Þetta var bara þvílíka „over“ kallið hérna. Missa stjórn á leiknum og þá reyna þeir að verja sig með því að flauta á hverja einustu snertingu. Þetta var bara ekki gott miðað við að þetta var topp slagur. Þetta var vont í alla staði og leikurinn fyrir vikið hundleiðinlegur. Leikurinn stoppaði stanslaust hérna í allt kvöld. Þetta var bara ekki gott fyrir körfuboltann.“ Hvað ætlar Baldur að segja við sína menn eftir leikinn í kvöld? „Bara svipað og alltaf þegar maður tapar. Það má ekki dvelja of lengi við þetta og við þurfum bara að snúa þessu við. Við þurfum að eflast og gera betur og standa saman og allt þetta. Við þurfum bara að halda áfram.“
Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira