Körfubolti

„Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“

Arnar Skúli Atlason skrifar
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, segir deildarmeistaratitilinn hafa litla þýðingu nema þegar komið er í oddaleik. 
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, segir deildarmeistaratitilinn hafa litla þýðingu nema þegar komið er í oddaleik.  Vísir/Anton Brink

Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var að vonum ánægður í leikslok með sigur sinna manna og fyrsta deildarmeistaratitil Tindastóls. 

„Ánægður að vinna. Maður hafði áhyggjur eftir þetta bikarstopp að það væri lítill rythmi og svona, sem betur fer vorum við í fínasta gír megnið af leiknum. Ég er nokkuð ánægður með frammistöðuna.“

Benedikt var ánægður með stemninguna og framlagið hjá sínum mönnum í kvöld.

„Eflaust erfitt fyrir Valsara að gíra sig upp í svona leik. Voru bikarmeistarar fyrir örfáum dögum og klukkutímum. Meira öryggi hjá okkur og meira undir. Stemmningin var geggjuð. Vonandi verður stemmningin áfram svona það mun hjálpa. Við erum á leiðinni inn í erfitt verkefni strax í 8 liða úrslitum. Ég vona innilega að stemmningin verði svona það sem eftir er.“

Benedikt finnst allir leikir erfiðir hvort sem þeir eru heima, málið er að bara að leggja sig fram í alla leiki.

„Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra. Þú færð að spila fyrir framan fólkið þitt í Oddaleik ef það verður oddaleikur, annars hefur þetta litla þýðingu. Bara performa og spila vel, vera á góðum stað og gefa allt í þetta. Allir leikir eru erfiðir. Það erfitt að vinna heima og það er erfitt að vinna úti, þú þarft bara að vera klár og skila þínu.“

Tindastóll vill taka þann stóra aftur heim eins og þeir gerðu 2023.

„Við erum eitt af þessum liðum sem eru að berjast um þennan stóra, því miður eru fleiri sem ætla að vinna hann líka. Við erum klárlega að stefna á hann og ætlum að gera það alltaf.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×