„Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Gunnar Gunnarsson skrifar 28. mars 2025 07:02 Sigmar lék sinn fyrsta leik fyrir Hött árið 2010 og kveður sem leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. gunnar gunnarsson Sigmar Hákonarson lék í gærkvöldi sinn síðasta leik fyrir meistaraflokk Hattar í körfuknattleik þegar liðið vann Álftanes, 99-95, í lokaumferð úrvalsdeildar karla. Sigmar tók þátt í sínum 340. leik en hann varð í vetur leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Hattar. Sigmar fór í vetur fram úr Hannibal Guðmundssyni sem spilaði 324 leiki fyrir félagið. Sigmar hefur glímt við meiðsli síðustu ár, sem eiga sinn þátt í ákvörðuninni, en að ná metinu hélt honum gangandi. „Mér finnst mikill heiður að hafa náð þessum áfanga. Ég setti mér þetta markmið fyrir nokkrum árum og það er frábært að hafa náð því. Vonandi nær því enginn því mig langar til að eiga það. En ég fann með hækkandi aldri og miklum meiðslum undanfarin þrjú ár að þau tóku mikið á andlegu hliðina. Stundum þarf maður aðeins að láta hana stjórna ferðinni. Ég er líka kominn með fjölskyldu sem breytir forgangsröðuninni aðeins. Þá er ekki alltaf hægt að setja körfuboltann í fyrsta sæti. Tilfinningin núna er súrsæt. Það verður gott að fá meiri frítíma og frið en það verður mikils að sakna, góðra minninga og hitta strákana til að æfa og spila. En það er kominn tími á þetta.“ Sigmar var heiðraður með blómvendi fyrir leik. gunnar gunnarsson Undanúrslitin í bikarnum standa upp úr Sigmar er fæddur árið 1992 og lék sinn fyrsta leik gegn Skallagrími haustið 2010. „Félagsskapurinn er það sem stendur upp úr fyrir utan hvað það er gaman að vinna. Það var geggjað þegar við fórum í undanúrslit bikarsins í Laugardalshöll (2023). Það var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður sem íþróttamaður. Eins var mjög gaman að keppa á móti mönnum sem voru hetjurnar manns þegar maður var yngri.“ Sigmar í Laugardalshöll árið 2023. vísir / bára dröfn Sigmar kom inn á í átta af 22 deildarleikjum Hattar í vetur. Hann hafði til þessa leikið mest þrjár og hálfa mínútu en var inn á í rúmar 12 mínútur í gærkvöld. Hann skoraði eina körfu auk þess að taka frákast, senda stoðsendingu, stela bolta – og fá dæma á sig villu. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við sýna hvað í okkur býr. Það er gott að hafa endað þetta vel.“ Höttur var fallinn fyrir leikinn en Sigmar hefur trú á að liðið fari beint upp aftur. „Já – það er bara beint upp!“ Bónus-deild karla Höttur Tengdar fréttir Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Sigmar fór í vetur fram úr Hannibal Guðmundssyni sem spilaði 324 leiki fyrir félagið. Sigmar hefur glímt við meiðsli síðustu ár, sem eiga sinn þátt í ákvörðuninni, en að ná metinu hélt honum gangandi. „Mér finnst mikill heiður að hafa náð þessum áfanga. Ég setti mér þetta markmið fyrir nokkrum árum og það er frábært að hafa náð því. Vonandi nær því enginn því mig langar til að eiga það. En ég fann með hækkandi aldri og miklum meiðslum undanfarin þrjú ár að þau tóku mikið á andlegu hliðina. Stundum þarf maður aðeins að láta hana stjórna ferðinni. Ég er líka kominn með fjölskyldu sem breytir forgangsröðuninni aðeins. Þá er ekki alltaf hægt að setja körfuboltann í fyrsta sæti. Tilfinningin núna er súrsæt. Það verður gott að fá meiri frítíma og frið en það verður mikils að sakna, góðra minninga og hitta strákana til að æfa og spila. En það er kominn tími á þetta.“ Sigmar var heiðraður með blómvendi fyrir leik. gunnar gunnarsson Undanúrslitin í bikarnum standa upp úr Sigmar er fæddur árið 1992 og lék sinn fyrsta leik gegn Skallagrími haustið 2010. „Félagsskapurinn er það sem stendur upp úr fyrir utan hvað það er gaman að vinna. Það var geggjað þegar við fórum í undanúrslit bikarsins í Laugardalshöll (2023). Það var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður sem íþróttamaður. Eins var mjög gaman að keppa á móti mönnum sem voru hetjurnar manns þegar maður var yngri.“ Sigmar í Laugardalshöll árið 2023. vísir / bára dröfn Sigmar kom inn á í átta af 22 deildarleikjum Hattar í vetur. Hann hafði til þessa leikið mest þrjár og hálfa mínútu en var inn á í rúmar 12 mínútur í gærkvöld. Hann skoraði eina körfu auk þess að taka frákast, senda stoðsendingu, stela bolta – og fá dæma á sig villu. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við sýna hvað í okkur býr. Það er gott að hafa endað þetta vel.“ Höttur var fallinn fyrir leikinn en Sigmar hefur trú á að liðið fari beint upp aftur. „Já – það er bara beint upp!“
Bónus-deild karla Höttur Tengdar fréttir Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02