Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2025 10:32 Sá möguleiki er fyrir hendi að tvær af stærstu stjörnum körfuboltaheimsins um þessar mundir mæti Íslandi á EM í D-riðli í sumar. Vísir/Samsett mynd Íslenska karlalandsliðið í körfubolta var í pottinum þegar dregið var í riðla fyrir EM í gær. Riðillinn er snúinn að mati stjörnuleikmannsins Martins Hermannssonar einn af lykilmönnum íslenska liðsins, fékk það lið sem hann vildi helst forðast. EM hefst undir lok ágústmánaðar og þar mun Ísland leika í D-riðli í Katowice í Póllandi sem eins konar samstarfsþjóð heimamanna. Fyrir drátt dagsins var ljóst að Pólland sem og Slóvenía yrðu í riðli Íslands en við riðilinn í dag bættust landslið Belgíu, Ísrael, Frakkland. „Mér hefði alveg litist vel á þetta sama hvað,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Ég var ekki með einhverja óskamótherja þannig séð og það hefði verið erfitt að setja saman einhvern draumariðil upp á að reyna gera einhverja hluti. Mér lýst bara vel á þetta. Þetta verður erfitt, það er alveg vitað og hefði orðið erfitt alveg sama hvað.“ „Það er sérstaklega gaman að fá Slóvenana, maður vissi að þeir væru á leiðinni í okkar riðil. Belgía, Pólland og Ísrael eru allt svona þjóðir sem að henta okkur ekkert fullkomlega en verður gaman að máta sig við þær. Hefði ég svo þurft að velja eitt lið úr efsta styrkleikaflokki þá hefði ég ekki valið Frakkana. Ég skal alveg viðurkenna það. Það var það eina sem ég krossaði fingur yfir að myndi ekki gerast, að við myndum fá Frakkana. Bæði út af þeirra getu í körfubolta en einnig sökum þess að ég á fleiri vini í hinum landsliðunum í efsta styrkleikaflokki. Það hefði verið gaman að hitta þá og spila á móti þeim.“ Geimveran illviðráðanlega „Frakkarnir eru náttúrulega bara ógnarsterkir. Það landslið sem er númer tvö í heiminum í dag á eftir Bandaríkjunum en það verður kannski gaman að geta sagt frá því seinna meir að maður hafi spilað á móti Wembanyama ef hann ákveður að vera með á mótinu.“ Victor Wembanyama í leik með San Antonio SpursVísir/Getty Martin á þar við „geimveruna“ Victor Wembanyama sem er 2,21 metri á hæð og spilar ekki eins og hefðbundinn maður af hans stærð. Wemby hefur komið af miklum krafti inn í NBA deildina með liði San Antonio Spurs og aðeins 21 ára að aldri er búist við miklu frá honum í framtíðinni. Hann er einn af fjölmörgum ógnarsterkum leikmönnum Frakklands en í þessum D-riðli eru Íslendingar mögulega að fara mæta tveimur af mest spennandi leikmönnum í heimi. Wemby og Luka Doncic, leikmanni Los Angeles Lakers í NBA deildinni. „Það er náttúrulega bara mjög mikil spenna ríkjandi gagnvart þeim möguleika og yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum. Við værum þá að spila á móti tveimur af stærstu körfuboltastjörnum í heiminum í dag. Framtíðar meðlimum í frægarhöll NBA deildarinnar ef allt gengur upp hjá þeim. Þrjár stærstu stjörnurnar á þessum móti eru þeir tveir og svo Nikola Jokic í landsliði Serbíu. Við fáum tvær af þeim sem er geggjað og kannski enn skemmtilegra fyrir fólkið sem ætlar að flykkjast til Póllands og styðja við bakið á okkur. Að fá að sjá þessa leikmenn spila körfubolta með berum augum og átta sig á því hversu góðir þeir eru í raun og veru í körfubolta, hvað þeir eru stórir fyrst og fremst. Doncic í leik með Los Angeles Lakers Vísir/Getty Menn virðast vera minni í sjónvarpinu, treystu mér ég fæ að heyra það reglulega. Fólk heldur að ég sé 1,70 metrar á hæð en svo sér það mig úti á götu og sér að ég er stærri en það hélt. Þetta fólk fær líklegast sjokk þegar að það sér þá tvo með eigin augum. Ég hugsa að þetta muni draga enn þá fleiri áhorfendur að okkar riðli. Það eru margir körfubolta áhangendur sem munu koma til Póllands bara til þess eins að sjá þá tvo spila. Það gerir þetta enn þá skemmtilegra.“ „Ætla ekki að búa til einhverjar fyrirsagnir“ Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlakörfunni og er liðið í leit að sínum fyrsta sigri þar. Ertu bjartsýnn á að við náum að landa fyrsta sigrinum? „Ég er alltaf bjartsýnn, það breytist ekkert en ég tel að hófleg væntingastjórnun sé skynsamleg í þessu. Þegar að maður horfir til baka á okkar fyrsta stórmót árið 2015 þá fórum við þangað með engar væntingar inn í mótið og allt annað yrði bara plús. Við stóðum okkur náttúrulega bara frábærlega á því móti. Tveimur árum seinna fórum við á okkar næsta stórmót og ætluðum að sigra heiminn, vinna hvern einasta leik og vorum búnir að skrifa í dagatalið hjá okkur hvaða leikir yrðu auðveldir. Leikur gegn Póllandi yrði öruggur sigur og hitt og þetta. Frá leik íslenska landsliðsinsvísir / anton brink Ég ætla að reyna segja sem minnst núna. Við erum líka bara bestir þegar að við erum ekki með neinar væntingar. Förum bara inn í þetta auðvitað til þess að vinna og gera okkar besta, sjá hvert það kemur okkur. Auðvitað ætlum við að vinna, reyna að vinna allaveganna þennan fyrsta sigur á EM og koma okkur þar með í þann hóp að vera besta íslenska landsliðið í sögunni. Vera eina íslenska landsliðið sem hefur unnið leik á EM, ég held að það muni sjálfkrafa koma okkur á þann stall að vera besta íslenska landslið sögunnar. Við sjáum bara hvað verður en ég ætla ekki að fara búa til einhverjar fyrirsagnir fyrir þig á þá leið að við séum að fara vinna þrjá leiki í þessum riðli. En það eru allavegana þrjú lið í þessum riðli sem við eigum aðeins betri möguleika gegn og ég tel að fólk sem getur unnið smá heimavinnu átti sig á því um hvaða lið ræðir þar.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira
EM hefst undir lok ágústmánaðar og þar mun Ísland leika í D-riðli í Katowice í Póllandi sem eins konar samstarfsþjóð heimamanna. Fyrir drátt dagsins var ljóst að Pólland sem og Slóvenía yrðu í riðli Íslands en við riðilinn í dag bættust landslið Belgíu, Ísrael, Frakkland. „Mér hefði alveg litist vel á þetta sama hvað,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Ég var ekki með einhverja óskamótherja þannig séð og það hefði verið erfitt að setja saman einhvern draumariðil upp á að reyna gera einhverja hluti. Mér lýst bara vel á þetta. Þetta verður erfitt, það er alveg vitað og hefði orðið erfitt alveg sama hvað.“ „Það er sérstaklega gaman að fá Slóvenana, maður vissi að þeir væru á leiðinni í okkar riðil. Belgía, Pólland og Ísrael eru allt svona þjóðir sem að henta okkur ekkert fullkomlega en verður gaman að máta sig við þær. Hefði ég svo þurft að velja eitt lið úr efsta styrkleikaflokki þá hefði ég ekki valið Frakkana. Ég skal alveg viðurkenna það. Það var það eina sem ég krossaði fingur yfir að myndi ekki gerast, að við myndum fá Frakkana. Bæði út af þeirra getu í körfubolta en einnig sökum þess að ég á fleiri vini í hinum landsliðunum í efsta styrkleikaflokki. Það hefði verið gaman að hitta þá og spila á móti þeim.“ Geimveran illviðráðanlega „Frakkarnir eru náttúrulega bara ógnarsterkir. Það landslið sem er númer tvö í heiminum í dag á eftir Bandaríkjunum en það verður kannski gaman að geta sagt frá því seinna meir að maður hafi spilað á móti Wembanyama ef hann ákveður að vera með á mótinu.“ Victor Wembanyama í leik með San Antonio SpursVísir/Getty Martin á þar við „geimveruna“ Victor Wembanyama sem er 2,21 metri á hæð og spilar ekki eins og hefðbundinn maður af hans stærð. Wemby hefur komið af miklum krafti inn í NBA deildina með liði San Antonio Spurs og aðeins 21 ára að aldri er búist við miklu frá honum í framtíðinni. Hann er einn af fjölmörgum ógnarsterkum leikmönnum Frakklands en í þessum D-riðli eru Íslendingar mögulega að fara mæta tveimur af mest spennandi leikmönnum í heimi. Wemby og Luka Doncic, leikmanni Los Angeles Lakers í NBA deildinni. „Það er náttúrulega bara mjög mikil spenna ríkjandi gagnvart þeim möguleika og yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum. Við værum þá að spila á móti tveimur af stærstu körfuboltastjörnum í heiminum í dag. Framtíðar meðlimum í frægarhöll NBA deildarinnar ef allt gengur upp hjá þeim. Þrjár stærstu stjörnurnar á þessum móti eru þeir tveir og svo Nikola Jokic í landsliði Serbíu. Við fáum tvær af þeim sem er geggjað og kannski enn skemmtilegra fyrir fólkið sem ætlar að flykkjast til Póllands og styðja við bakið á okkur. Að fá að sjá þessa leikmenn spila körfubolta með berum augum og átta sig á því hversu góðir þeir eru í raun og veru í körfubolta, hvað þeir eru stórir fyrst og fremst. Doncic í leik með Los Angeles Lakers Vísir/Getty Menn virðast vera minni í sjónvarpinu, treystu mér ég fæ að heyra það reglulega. Fólk heldur að ég sé 1,70 metrar á hæð en svo sér það mig úti á götu og sér að ég er stærri en það hélt. Þetta fólk fær líklegast sjokk þegar að það sér þá tvo með eigin augum. Ég hugsa að þetta muni draga enn þá fleiri áhorfendur að okkar riðli. Það eru margir körfubolta áhangendur sem munu koma til Póllands bara til þess eins að sjá þá tvo spila. Það gerir þetta enn þá skemmtilegra.“ „Ætla ekki að búa til einhverjar fyrirsagnir“ Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlakörfunni og er liðið í leit að sínum fyrsta sigri þar. Ertu bjartsýnn á að við náum að landa fyrsta sigrinum? „Ég er alltaf bjartsýnn, það breytist ekkert en ég tel að hófleg væntingastjórnun sé skynsamleg í þessu. Þegar að maður horfir til baka á okkar fyrsta stórmót árið 2015 þá fórum við þangað með engar væntingar inn í mótið og allt annað yrði bara plús. Við stóðum okkur náttúrulega bara frábærlega á því móti. Tveimur árum seinna fórum við á okkar næsta stórmót og ætluðum að sigra heiminn, vinna hvern einasta leik og vorum búnir að skrifa í dagatalið hjá okkur hvaða leikir yrðu auðveldir. Leikur gegn Póllandi yrði öruggur sigur og hitt og þetta. Frá leik íslenska landsliðsinsvísir / anton brink Ég ætla að reyna segja sem minnst núna. Við erum líka bara bestir þegar að við erum ekki með neinar væntingar. Förum bara inn í þetta auðvitað til þess að vinna og gera okkar besta, sjá hvert það kemur okkur. Auðvitað ætlum við að vinna, reyna að vinna allaveganna þennan fyrsta sigur á EM og koma okkur þar með í þann hóp að vera besta íslenska landsliðið í sögunni. Vera eina íslenska landsliðið sem hefur unnið leik á EM, ég held að það muni sjálfkrafa koma okkur á þann stall að vera besta íslenska landslið sögunnar. Við sjáum bara hvað verður en ég ætla ekki að fara búa til einhverjar fyrirsagnir fyrir þig á þá leið að við séum að fara vinna þrjá leiki í þessum riðli. En það eru allavegana þrjú lið í þessum riðli sem við eigum aðeins betri möguleika gegn og ég tel að fólk sem getur unnið smá heimavinnu átti sig á því um hvaða lið ræðir þar.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira