Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2025 15:02 Arnór Sigurðsson er mættur aftur til Svíþjóðar en nú með Malmö. Malmö FF Arnór Sigurðsson er talinn vera besti nýliðinn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fyrir komandi tímabil en tveir Íslendingar verma sæti á topp tíu sætum listans. Það er sænski miðilinn Fotbollskanalen sem hefur tekið saman listann en Arnór gekk til liðs við Malmö í síðasta mánuði eftir að hafa losað sig undan samningi hjá enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers. Arnór þekkir vel til í sænsku úrvalsdeildinni eftir tíma hjá Norrköping fyrr á sínum ferli og til mikils er ætlast af honum. „Án efa algjör klassa leikmaður fyrir sænsku úrvalsdeildina,“ segir meðal annars í umsögn Fotbollskanalen sem telur Arnór vera besta nýliðann í sænsku úrvalsdeildinni. „Arnór hefur áður sýnt hvernig hann getur svifið um völlinn og verið nær óstöðvandi. Íslendingurinn mun krydda upp á nú þegar sterka sókn Malmö.“ Júlíus Magnússon í treyju ElfsborgMynd: Elfsborg Arnór er ekki eini Íslendingur á topp tíu sætum listans því miðjumaðurinn Júlíus Magnússon, sem gekk til liðs við Elfsborg frá Fredrikstad er þar einnig. Júlíus var fyrirliði Frederikstad á síðasta tímabili og leiddi liðið til sigurs í norska bikarnum og er talinn vera í áttunda sæti yfir bestu nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar. „Íslenski landsliðsmaðurinn var fyrirliði Fredrikstad og stóð sig með prýði í norsku úrvalsdeildinni. Margt bendir til þess að þessi 26 ára gamli leikmaður, sem hættir aldrei að hlaupa, muni nýtast Elfsborg mjög vel.“ Sænska úrvalsdeildin fer af stað um helgina. Malmö og Arnór heimsækja Djurgården á morgun á meðan að Elfsborg tekur á móti Mjällby AIF. Nú er það þeirra Arnórs og Júlíusar að sýna að þeir eigi heima á þessum lista Fotbollskanalen. Sænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira
Það er sænski miðilinn Fotbollskanalen sem hefur tekið saman listann en Arnór gekk til liðs við Malmö í síðasta mánuði eftir að hafa losað sig undan samningi hjá enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers. Arnór þekkir vel til í sænsku úrvalsdeildinni eftir tíma hjá Norrköping fyrr á sínum ferli og til mikils er ætlast af honum. „Án efa algjör klassa leikmaður fyrir sænsku úrvalsdeildina,“ segir meðal annars í umsögn Fotbollskanalen sem telur Arnór vera besta nýliðann í sænsku úrvalsdeildinni. „Arnór hefur áður sýnt hvernig hann getur svifið um völlinn og verið nær óstöðvandi. Íslendingurinn mun krydda upp á nú þegar sterka sókn Malmö.“ Júlíus Magnússon í treyju ElfsborgMynd: Elfsborg Arnór er ekki eini Íslendingur á topp tíu sætum listans því miðjumaðurinn Júlíus Magnússon, sem gekk til liðs við Elfsborg frá Fredrikstad er þar einnig. Júlíus var fyrirliði Frederikstad á síðasta tímabili og leiddi liðið til sigurs í norska bikarnum og er talinn vera í áttunda sæti yfir bestu nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar. „Íslenski landsliðsmaðurinn var fyrirliði Fredrikstad og stóð sig með prýði í norsku úrvalsdeildinni. Margt bendir til þess að þessi 26 ára gamli leikmaður, sem hættir aldrei að hlaupa, muni nýtast Elfsborg mjög vel.“ Sænska úrvalsdeildin fer af stað um helgina. Malmö og Arnór heimsækja Djurgården á morgun á meðan að Elfsborg tekur á móti Mjällby AIF. Nú er það þeirra Arnórs og Júlíusar að sýna að þeir eigi heima á þessum lista Fotbollskanalen.
Sænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira