Umrætt samband er nýstofnað og var fyrsti aðalfundur þess haldinn í Prag í Tékklandi á dögunum en þar mættu fulltrúar tuttugu og þriggja landssambanda og staðfestu formlega stofnun Evrópska hnefaleikasambandsins.
Í tilkynningu frá Hnefaleikasambandi Íslands segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Íslendingur gegnir jafn háu embætti innan evrópskra hnefaleikasambanda og að um sé að ræða tímamót fyrir Ísland í alþjóðlegu samstarfi á sviði hnefaleika.
Almar hefur verið virkur í þróun og uppbyggingu hnefaleika á Íslandi og Evrópu síðustu ár og mun hann nú gegna lykilhlutverki í framkvæmdastjórn hins nýja sambands.
„Mun hann þar hafa beint aðgengi að stefnumótun og ákvarðanatöku um framtíð hnefaleikaíþróttarinnar í álfunni,“ segir í tilkynningu Hnefaleikasambands Íslands.
Það var hinn danski Lars Brovil sem var kjörinn fyrsti forseti Evrópska hnefaleikasambandsins og auk Arnars eru þeir Marketa Haindlova frá Tékklandi og Len Huard frá Hollandi einnig varaforsetar sambandsins.
Evrópska hnefaleikasambandið stefnir að því að vinna náið með World Boxing, landssamböndum, ólympíunefndum sem og öðrum álfusamtökum í því að tryggja gagnsæi, góða stjórnsýslu, þróun íþróttafólks og sjálfbæra fjármálastjórn.