„Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Aron Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 12:01 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands og Kristófer Acox, leikmaður Vals Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið. Segja má að deildarkeppninni hafi verið ansi kaflaskipt hjá liði Vals sem byrjaði mótið herfilega og var um tíma í fallsæti en eins og hefur sannast svo oft áður í körfuboltanum snýst þetta um að toppa á réttum tíma og er Valur eitt þeirra liða sem kemur á hvað mestu skriði inn í úrslitakeppnina þar sem að bíður einvígi gegn Grindavík. Þessi lið, sem mættust í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra sem fór alla leið í oddaleik og lauk með sigri Vals, enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þetta árið og ætti þeirra einvígi í átta liða úrslitunum fyrir fram að vera eitt það mest spennandi. Klippa: Spáð í einvígi Vals og Grindavíkur En það var mál manna í Bónus körfuboltakvöldi, sem stýrt var af Stefáni Árna Pálssyni og í sérfræðinga sætunum voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar, að tímabilið hjá Valsmönnum hafi snúist almennilega við þegar að Kristófer Acox sneri til baka úr meiðslum sem hann varð einmitt fyrir í oddaleik úrslitaeinvígisins á síðasta tímabili gegn Grindavík. „Mér finnst þetta dálítið stórt núna fyrir Kristófer, þessi úrslitakeppni,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn Teitur Örlygs. „Líka bara upp á EM næsta haust. Getur hann sannfært þjálfarann um að það sé vert að taka hann með til Póllands. Ég held að þetta skipti Kristófer líka máli,“ bætti Teitur við og Sævar brást við þessum orðum með því að setja upp sviðsmynd fyrir hann. Kristófer Acox, fyrirliði Vals, lyfti bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir sigur gegn KR í úrslitaleiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz „Segjum að Kristófer endi á að verða Íslandsmeistari með Val, setji tuttugu stig í leik og taki tólf fráköst, myndir þú, sem fyrrverandi þjálfari, taka hann með eftir það sem á undan er gengið?“ Teitur sagðist ekki vita hvað hefði á undan gengið milli Kristófers og Craig Pedersen landsliðsþjálfara en þegar landsliðsþjálfarinn var spurður að því í viðtali hér á Vísi fyrir mánuði síðan af hverju Kristófer væri ekki valinn í landsliðið vildi hann ekki svara því hvort ósætti þeirra á milli væri ástæðan. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ sagði Pedersen á þeim tíma en viðtalið má finna hér fyrir ofan. Teitur Örlygs trúir á fyrirgefninguna. „Ég veit að Kristófer er betri en sumir gæjar í liðinu. Ég held það séu allir sammála því. Ég veit ekkert hvað gerðist þarna en ég trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri.“ Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta Körfuboltakvöld Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
Segja má að deildarkeppninni hafi verið ansi kaflaskipt hjá liði Vals sem byrjaði mótið herfilega og var um tíma í fallsæti en eins og hefur sannast svo oft áður í körfuboltanum snýst þetta um að toppa á réttum tíma og er Valur eitt þeirra liða sem kemur á hvað mestu skriði inn í úrslitakeppnina þar sem að bíður einvígi gegn Grindavík. Þessi lið, sem mættust í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra sem fór alla leið í oddaleik og lauk með sigri Vals, enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þetta árið og ætti þeirra einvígi í átta liða úrslitunum fyrir fram að vera eitt það mest spennandi. Klippa: Spáð í einvígi Vals og Grindavíkur En það var mál manna í Bónus körfuboltakvöldi, sem stýrt var af Stefáni Árna Pálssyni og í sérfræðinga sætunum voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar, að tímabilið hjá Valsmönnum hafi snúist almennilega við þegar að Kristófer Acox sneri til baka úr meiðslum sem hann varð einmitt fyrir í oddaleik úrslitaeinvígisins á síðasta tímabili gegn Grindavík. „Mér finnst þetta dálítið stórt núna fyrir Kristófer, þessi úrslitakeppni,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn Teitur Örlygs. „Líka bara upp á EM næsta haust. Getur hann sannfært þjálfarann um að það sé vert að taka hann með til Póllands. Ég held að þetta skipti Kristófer líka máli,“ bætti Teitur við og Sævar brást við þessum orðum með því að setja upp sviðsmynd fyrir hann. Kristófer Acox, fyrirliði Vals, lyfti bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir sigur gegn KR í úrslitaleiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz „Segjum að Kristófer endi á að verða Íslandsmeistari með Val, setji tuttugu stig í leik og taki tólf fráköst, myndir þú, sem fyrrverandi þjálfari, taka hann með eftir það sem á undan er gengið?“ Teitur sagðist ekki vita hvað hefði á undan gengið milli Kristófers og Craig Pedersen landsliðsþjálfara en þegar landsliðsþjálfarinn var spurður að því í viðtali hér á Vísi fyrir mánuði síðan af hverju Kristófer væri ekki valinn í landsliðið vildi hann ekki svara því hvort ósætti þeirra á milli væri ástæðan. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ sagði Pedersen á þeim tíma en viðtalið má finna hér fyrir ofan. Teitur Örlygs trúir á fyrirgefninguna. „Ég veit að Kristófer er betri en sumir gæjar í liðinu. Ég held það séu allir sammála því. Ég veit ekkert hvað gerðist þarna en ég trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri.“
Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta Körfuboltakvöld Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira