Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2025 14:31 Ásökunum á hendur Tate fjölgar enn. EPA Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. Brianna Stern fyrirsæta er fyrrverandi kærastan sem um ræðir. Í stefnu sem lögð var fram í Los Angeles-borg í Kaliforníu lýsir hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hans hálfu. Joseph McBride, lögmaður Tate, segir í yfirlýsingu að umbjóðandi hans neiti sök og að ásakanirnar séu tilhæfulaust ráðabrugg sem eigi ekki við rök að styðjast. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Í stefnunni er Tate sakaður um að hafa ráðist að Stern á hóteli í Beverly Hills í mars eftir að þau hófu að sofa saman. Hann hafi byrjað að niðurlægja Stern, eins og hann gerði reglulega, en á verri og ofbeldisfyllri hátt en yfirleitt. Þá hafi hann tekið um háls hennar og þrengt að öndunarvegi hennar. Hún hafi grátið og beðið hann um að hætta en hann tekið fastar um háls hennar með þeim afleiðingum að hún hafi nærri misst meðvitund. Í gögnum úr dómsal sem Guardian hefur undir höndum kemur fram að Tate hafi slegið Stern ítrekað utan undir og í hvirfilinn. Á meðan hafi hann hótað að drepa hana ef hún móðgaði hann aftur. Loks sakar Stern Tate um ítrekað andlegt ofbeldi yfir það tíu mánaða tímabil sem þau voru par, meðal annars með því að kalla hana eign sína og fávita. Leiðir þeirra lágu saman í fyrra þegar Stern ferðaðist til Rúmeníu til að vinna sem fyrirsæta. Tate var handtekinn ásamt bróður sínum, Tristan Tate, í Rúmeníu fyrir þremur árum og voru þeir bræður ákærðir fyrir nauðganir, mansal og peningaþvætti. Þeir eru að auki eftirlýstir í Bretlandi vegna gruns um nauðgun og mansal þar. Þá stefndi kona í Bandaríkjunum þeim í síðasta mánuði fyrir að hafa þvingað sig til kynlífsverka. Mál Andrew Tate Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna. 27. febrúar 2025 07:52 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. 14. janúar 2025 16:55 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Brianna Stern fyrirsæta er fyrrverandi kærastan sem um ræðir. Í stefnu sem lögð var fram í Los Angeles-borg í Kaliforníu lýsir hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hans hálfu. Joseph McBride, lögmaður Tate, segir í yfirlýsingu að umbjóðandi hans neiti sök og að ásakanirnar séu tilhæfulaust ráðabrugg sem eigi ekki við rök að styðjast. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Í stefnunni er Tate sakaður um að hafa ráðist að Stern á hóteli í Beverly Hills í mars eftir að þau hófu að sofa saman. Hann hafi byrjað að niðurlægja Stern, eins og hann gerði reglulega, en á verri og ofbeldisfyllri hátt en yfirleitt. Þá hafi hann tekið um háls hennar og þrengt að öndunarvegi hennar. Hún hafi grátið og beðið hann um að hætta en hann tekið fastar um háls hennar með þeim afleiðingum að hún hafi nærri misst meðvitund. Í gögnum úr dómsal sem Guardian hefur undir höndum kemur fram að Tate hafi slegið Stern ítrekað utan undir og í hvirfilinn. Á meðan hafi hann hótað að drepa hana ef hún móðgaði hann aftur. Loks sakar Stern Tate um ítrekað andlegt ofbeldi yfir það tíu mánaða tímabil sem þau voru par, meðal annars með því að kalla hana eign sína og fávita. Leiðir þeirra lágu saman í fyrra þegar Stern ferðaðist til Rúmeníu til að vinna sem fyrirsæta. Tate var handtekinn ásamt bróður sínum, Tristan Tate, í Rúmeníu fyrir þremur árum og voru þeir bræður ákærðir fyrir nauðganir, mansal og peningaþvætti. Þeir eru að auki eftirlýstir í Bretlandi vegna gruns um nauðgun og mansal þar. Þá stefndi kona í Bandaríkjunum þeim í síðasta mánuði fyrir að hafa þvingað sig til kynlífsverka.
Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Mál Andrew Tate Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna. 27. febrúar 2025 07:52 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. 14. janúar 2025 16:55 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna. 27. febrúar 2025 07:52
Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04
Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. 14. janúar 2025 16:55