Veður

Hlýnandi veður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd úr safni. 
Mynd úr safni.  Vísir/Anton Brink

Í dag gengur í austan og suðaustan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu eftir hádegi og síðar rigningu. Veðurfræðingur spáir rólegri byrjun á deginum, breytilegri átt og frosti um mest allt land. Hlýna tekur í veðri þegar líður á daginn. 

Í textaspá Veðurstofunnar segir að úrkomulitið verði fyrir norðan og austan, en þar snjói öðru hvoru í kvöld. Hlýjast verður á sunnanverðu landinu í dag. 

Gular viðvaranir taka gildi frá klukkan tvö og ná yfir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Síðasta viðvörunin, á Vestfjörðum, fellur úr gildi á miðnætti. 

Á morgun má búast við suðvestan hvassviðri eða stormi með skúrum eða slydduéljum, en draga á úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Snýst í austlæga átt 10-15 seinnipartinn með rigningu eða slyddu, fyrst sunnanlands. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga 

Á mánudag:

Suðvestan 13-20 m/s, hvassast á Norðurlandi. Skúrir eða él, en úrkomulítið norðaustantil. Dregur úr vindi seinnipartinn, en snýst í suðaustlæga átt 5-13 með slyddu eða rigningu S-til um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðjudag:

Sunnan og suðvestan 8-15 og skúrir eða él, en hægari og lengst af þurrt eystra. Hiti 1 til 10 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á miðvikudag:

Vestan og suðvestan 13-20 og dálítil slydda eða snjókoma, hvassast norðantil. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Vestfjörðum. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið og kólnar.

Á fimmtudag:

Suðlæg eða breytileg átt og bjart að mestu, en skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta vestast. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig seinnipartinn.

Á föstudag og laugardag:

Suðlæg átt og yfirleitt bjartviðri, en skýjað með dálítilli rigningu eða súld á vestanverðu landinu. Hiti 5 til 12 stig að deginum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×