„Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 14:00 Ungir menn á partýrútu stoppuðu í Norðurbænum í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt og skutu upp nokkrum flugeldatertum íbúum til mikillar gremju. Hópur manna skaut upp flugeldatertum á bílaplani rétt hjá Ölstofunni í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Íbúar beindu reiði sinni að barnum á hverfissíðu en eigandi Ölstofunnar segir flugeldana ekki tengjast barnum. Klukkan 2:23 í nótt skrifaði nafnlaus íbúi færslu á hverfisgrúppunni „Norðurbærinn minn - íbúar í Norðurbæ í Hafnarfirði“ um flugeldasýningu í hverfinu. „Hvaða endemis hálfviti ákvað að það væri skynsamlegt að halda flugeldasýningu klukkan 02.20 núna rétt í þessu?“ skrifaði viðkomandi í færslunni og uppskar fjölda reiði-viðbragða og tugi ummæla. Fólk var fljótt að leita að sökudólgum og skrifuðu nokkrir að Ölhúsið bæri þarna ábyrgð og að verið væri að fagna lokun staðarins. Á móti tóku aðrir upp hanskann fyrir Ölstofuna í morgun og sögðu flugeldana ekki tengjast barnum neitt. Fréttastofa hafði samband við Ólaf Guðlaugsson, eiganda Ölhússins, til að forvitnast um málið. Ungir menn á partýrútu beri ábyrgðina „Guð minn góður, það var nú ekki á okkar ábyrgð, segir mér starfsfólkið sem var að vinna í gær,“ sagði Ólafur þegar fréttastofa spurði hann út í flugeldasýninguna í nótt. „Þetta voru bara einhverjir ungir menn að gera sér glaðan dag á partýrútu,“ bætti hann við. Fjólubláir blossar blöstu við Hafnfirðingum sem vöknuðu við flugeldana í nótt og litu út um gluggann sinn. Að sögn Ólafs hafi rútan stoppað fyrir utan Ölhúsið heldur á bílaplani milli barsins og bensínstöðvar Orkunnar. Þar hafi nokkrir ungir menn stokkið út og skotið þar upp tertum. Þannig þetta var ótengt ykkur? „Já, almáttugur. Við myndum aldrei gerast svo djarfir að gera fólki það að sprengja flugelda á nóttunni,“ sagði hann og bætti við: „Þetta er algjör dónaskapur að vera að gera fólki þetta.“ Urðuð þið var við þetta á barnum? Var þetta ekki mikill hávaði? „Nei, veistu það, ég var að spyrja fólk sem var þarna í gær og það tók ekki einu sinni eftir þessu. Þeir fara með þetta til hliðar við húsið,“ sagði Ólafur. „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus af þessu,“ bætti hann við. Hafnarfjörður Flugeldar Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Klukkan 2:23 í nótt skrifaði nafnlaus íbúi færslu á hverfisgrúppunni „Norðurbærinn minn - íbúar í Norðurbæ í Hafnarfirði“ um flugeldasýningu í hverfinu. „Hvaða endemis hálfviti ákvað að það væri skynsamlegt að halda flugeldasýningu klukkan 02.20 núna rétt í þessu?“ skrifaði viðkomandi í færslunni og uppskar fjölda reiði-viðbragða og tugi ummæla. Fólk var fljótt að leita að sökudólgum og skrifuðu nokkrir að Ölhúsið bæri þarna ábyrgð og að verið væri að fagna lokun staðarins. Á móti tóku aðrir upp hanskann fyrir Ölstofuna í morgun og sögðu flugeldana ekki tengjast barnum neitt. Fréttastofa hafði samband við Ólaf Guðlaugsson, eiganda Ölhússins, til að forvitnast um málið. Ungir menn á partýrútu beri ábyrgðina „Guð minn góður, það var nú ekki á okkar ábyrgð, segir mér starfsfólkið sem var að vinna í gær,“ sagði Ólafur þegar fréttastofa spurði hann út í flugeldasýninguna í nótt. „Þetta voru bara einhverjir ungir menn að gera sér glaðan dag á partýrútu,“ bætti hann við. Fjólubláir blossar blöstu við Hafnfirðingum sem vöknuðu við flugeldana í nótt og litu út um gluggann sinn. Að sögn Ólafs hafi rútan stoppað fyrir utan Ölhúsið heldur á bílaplani milli barsins og bensínstöðvar Orkunnar. Þar hafi nokkrir ungir menn stokkið út og skotið þar upp tertum. Þannig þetta var ótengt ykkur? „Já, almáttugur. Við myndum aldrei gerast svo djarfir að gera fólki það að sprengja flugelda á nóttunni,“ sagði hann og bætti við: „Þetta er algjör dónaskapur að vera að gera fólki þetta.“ Urðuð þið var við þetta á barnum? Var þetta ekki mikill hávaði? „Nei, veistu það, ég var að spyrja fólk sem var þarna í gær og það tók ekki einu sinni eftir þessu. Þeir fara með þetta til hliðar við húsið,“ sagði Ólafur. „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus af þessu,“ bætti hann við.
Hafnarfjörður Flugeldar Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira