„Gerðum gott úr þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2025 19:26 Halldór á hliðarlínunni í leik dagsins, hann átti eftir að blotna töluvert meira eftir því sem leið á. vísir / hulda margrét Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur. „Þetta var það sem við kölluðum eftir, mjög góð frammistaða við krefjandi aðstæður. Við vorum andlega sterkir, komum okkur í gegnum þetta og spiluðum bara fínan fótbolta á stórum köflum. Ég var mjög ánægður með þetta“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Talið barst þá strax að, því sem hafði hvað mest áhrif á leikinn, veðrinu. Breiðablik var tilbúið að færa leikinn inn í Kórinn, en úr því varð ekki. „Spáin er búin að vera svona í fleiri, fleiri daga og það voru alls konar lausnir til að spila þetta við betri aðstæður. Fyrir tvö lið sem eru að búa sig undir deildina og þetta er síðasti leikur, þá hefði mér fundist allir aðilar mega vera opnari fyrir því að finna annað hvort betri leikvöll eða betri leiktíma, en það er bara eins og það er. Við gerðum gott úr þessu og fengum þokkalegan leik.“ Alvöru svar eftir slakan æfingaleik Um leikinn sjálfan var Halldór ánægður með margt, eftir slaka frammistöðu í síðasta æfingaleik gegn FH. „Það voru allar afsakanir í bókinni þar, nýkomnir úr æfingaferð og menn að passa sig að meiðast ekki og allt þetta, en við vorum ekki nógu góðir á móti FH á grasinu þeirra. Alvöru svar í dag, þetta var mjög kröftugt og öflugt.“ Ósáttur með færanýtinguna í seinni hálfleik? „Tja, ætli ég verði ekki að að vera það. Fáum töluvert fleiri færi í seinni hálfleik þó mörkin hafi öll komið í þeim fyrri. En menn eru auðvitað bara að gera sitt besta, markmaðurinn þeirra varði vel og þeir björguðu á línu. Ég er ánægður með að skapa svona mikið af færum, verður maður ekki að horfa á glasið hálf fullt í því samhengi?“ KA komst inn í leikinn undir lokin KA kemst síðan aðeins inn í leikinn undir lokin, hvað skrifarðu það á? „Ég veit það ekki. Við vorum með algjör tök á þessum leik en þeir skora, rétt eftir að hafa bjargað á línu. Á sama tíma skellur stormur á og hríðbylur í andlitið á okkur. Ég ætla ekki að horfa of mikið í þetta, mér fannst menn bara standa þetta ágætlega af sér þannig lagað. Ég get ekkert verið ósáttur, þetta var bara góð frammistaða við mjög krefjandi aðstæður.“ Halldór var ánægður með það sem hann, eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. Vísir / Hulda Margrét Nýju mennirnir smellpassa Breiðablik var að spila á nokkrum nýjum mönnum í dag, sem komu til félagsins fyrr í vetur. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen, Anton Logi Lúðvíksson og Gabríel Snær Hallsson voru allir í byrjunarliðinu. Ágúst Orri Þorsteinsson kom svo inn á í hálfleik. „Allir smellpassa inn í þetta. Tobias auðvitað búin að vera með okkur styst en hefur aðlagast mjög vel, staðist allar okkar væntingar og er bara mjög öflugur. Getur haldið boltanum uppi og er alltaf vel staðsettur í teignum. Óli, Valli, Anton, Gabríel og Gústi eru allir búnir að spila frábærlega í allan vetur. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þá alla.“ Afturelding næsta laugardag Framundan er fyrsti leikur í Bestu deildinni gegn nýliðum Aftureldingar næsta laugardag. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Spennandi að fá þá, fyrsti leikur þeirra í efstu deild og verða væntanlega mjög gíraðir, bæði í stúkunni og inni á vellinum. Við verðum að taka þá mjög alvarlega og mæta klárir“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
„Þetta var það sem við kölluðum eftir, mjög góð frammistaða við krefjandi aðstæður. Við vorum andlega sterkir, komum okkur í gegnum þetta og spiluðum bara fínan fótbolta á stórum köflum. Ég var mjög ánægður með þetta“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Talið barst þá strax að, því sem hafði hvað mest áhrif á leikinn, veðrinu. Breiðablik var tilbúið að færa leikinn inn í Kórinn, en úr því varð ekki. „Spáin er búin að vera svona í fleiri, fleiri daga og það voru alls konar lausnir til að spila þetta við betri aðstæður. Fyrir tvö lið sem eru að búa sig undir deildina og þetta er síðasti leikur, þá hefði mér fundist allir aðilar mega vera opnari fyrir því að finna annað hvort betri leikvöll eða betri leiktíma, en það er bara eins og það er. Við gerðum gott úr þessu og fengum þokkalegan leik.“ Alvöru svar eftir slakan æfingaleik Um leikinn sjálfan var Halldór ánægður með margt, eftir slaka frammistöðu í síðasta æfingaleik gegn FH. „Það voru allar afsakanir í bókinni þar, nýkomnir úr æfingaferð og menn að passa sig að meiðast ekki og allt þetta, en við vorum ekki nógu góðir á móti FH á grasinu þeirra. Alvöru svar í dag, þetta var mjög kröftugt og öflugt.“ Ósáttur með færanýtinguna í seinni hálfleik? „Tja, ætli ég verði ekki að að vera það. Fáum töluvert fleiri færi í seinni hálfleik þó mörkin hafi öll komið í þeim fyrri. En menn eru auðvitað bara að gera sitt besta, markmaðurinn þeirra varði vel og þeir björguðu á línu. Ég er ánægður með að skapa svona mikið af færum, verður maður ekki að horfa á glasið hálf fullt í því samhengi?“ KA komst inn í leikinn undir lokin KA kemst síðan aðeins inn í leikinn undir lokin, hvað skrifarðu það á? „Ég veit það ekki. Við vorum með algjör tök á þessum leik en þeir skora, rétt eftir að hafa bjargað á línu. Á sama tíma skellur stormur á og hríðbylur í andlitið á okkur. Ég ætla ekki að horfa of mikið í þetta, mér fannst menn bara standa þetta ágætlega af sér þannig lagað. Ég get ekkert verið ósáttur, þetta var bara góð frammistaða við mjög krefjandi aðstæður.“ Halldór var ánægður með það sem hann, eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. Vísir / Hulda Margrét Nýju mennirnir smellpassa Breiðablik var að spila á nokkrum nýjum mönnum í dag, sem komu til félagsins fyrr í vetur. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen, Anton Logi Lúðvíksson og Gabríel Snær Hallsson voru allir í byrjunarliðinu. Ágúst Orri Þorsteinsson kom svo inn á í hálfleik. „Allir smellpassa inn í þetta. Tobias auðvitað búin að vera með okkur styst en hefur aðlagast mjög vel, staðist allar okkar væntingar og er bara mjög öflugur. Getur haldið boltanum uppi og er alltaf vel staðsettur í teignum. Óli, Valli, Anton, Gabríel og Gústi eru allir búnir að spila frábærlega í allan vetur. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þá alla.“ Afturelding næsta laugardag Framundan er fyrsti leikur í Bestu deildinni gegn nýliðum Aftureldingar næsta laugardag. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Spennandi að fá þá, fyrsti leikur þeirra í efstu deild og verða væntanlega mjög gíraðir, bæði í stúkunni og inni á vellinum. Við verðum að taka þá mjög alvarlega og mæta klárir“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira