Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 12:02 Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar. árnastofnun/vilhelm Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga. Jón Gnarr og sjö aðrir þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, sem rýmkar heimild til að taka upp ættarnöfn. Ef frumvarpið yrði samþykkt væri mögulegt að taka upp nýtt kenninafn án þess að eiga til þess eiginlegt eða huglægt tilkall. Hafi eftirnafn gengið mann fram af manni í þrjár kynslóðir telst það ættarnafn. „Fyrir þessu geta legið ótal persónulegar og menningarlegar ástæður. Þannig geta einstaklingar viljað kenna sig við sérstakan stað á landinu, eins og fordæmi eru fyrir, svo sem Fossberg, Reykfjörð, Vestmann eða Laxness svo að nokkur dæmi séu nefnd,“ segir í frumvarpinu. Menningararfur sérstakur á heimsmæliskvarða Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, segir frumvarpið vera áhugaverða tilraun þó hann efist um að hún yrði til góðs. „Mér líst samt ekki á það að ætla að breyta þessu grunnkerfi okkar, þessu föður- og móðurnafnakerfi. Þetta er sú leið sem við höfum valið með kenninöfnin, að kenna okkur til föður eða móður.“ Um sé að ræða mikinn menningararf sem sé sérstakur á heimsmælikvarða. Jóhannes óttast að ef ákvarðanir um eftirnöfn verði gefnar frjálsar hér á landi, muni núverandi kerfi láta undan síga og föðurnöfn snögglega heyra sögunni til. „Þetta grafi mjög fljótt undan okkar kerfi og það yrði menningarslys, finnst mér. Svo er þetta eins og umferðarlög. Við höfum hérna hægri umferð en það væri ekki gott að hafa bæði vinstri og hægri umferð. Það yrði fljótt mikill ruglingur.“ Ekki aftursnúið ef grafið er undan núverandi kerfi Hann bendir á að í Danmörku hvíli vernd á ýmsum ættarnöfnum sem afmarkaður fjöldi fólks ber. Það sé með öllu óljóst í frumvarpinu hvernig þessu yrði háttað og frumvarpið skortir frekari ramma að mati Jóhannesar. Ef núverandi kerfi myndi frá hverfa væri ekki aftursnúið. „Auðvitað segja sumir á móti að aftuhaldsseggir og þeir sem vilja halda í nafnasiðinn og okkar menningarhefð vantreysti fólki og það eigi að treysta fólki til að vernda okkar gamla sið. Á móti má segja að ef þeir svartsýnustu eins og ég hafa rétt fyrir sér og nýtt ættar- og eftirnafnakerfi tekur við, þá er hitt að eilífu horfið, getum við sagt. Þá er mjög erfitt að taka það upp aftur eins og við sjáum í öðrum löndum. Þetta er mjög merkileg hefð og ég held að við ættum ekki að kasta þessu á glæ.“ Mannanöfn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Jón Gnarr og sjö aðrir þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, sem rýmkar heimild til að taka upp ættarnöfn. Ef frumvarpið yrði samþykkt væri mögulegt að taka upp nýtt kenninafn án þess að eiga til þess eiginlegt eða huglægt tilkall. Hafi eftirnafn gengið mann fram af manni í þrjár kynslóðir telst það ættarnafn. „Fyrir þessu geta legið ótal persónulegar og menningarlegar ástæður. Þannig geta einstaklingar viljað kenna sig við sérstakan stað á landinu, eins og fordæmi eru fyrir, svo sem Fossberg, Reykfjörð, Vestmann eða Laxness svo að nokkur dæmi séu nefnd,“ segir í frumvarpinu. Menningararfur sérstakur á heimsmæliskvarða Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, segir frumvarpið vera áhugaverða tilraun þó hann efist um að hún yrði til góðs. „Mér líst samt ekki á það að ætla að breyta þessu grunnkerfi okkar, þessu föður- og móðurnafnakerfi. Þetta er sú leið sem við höfum valið með kenninöfnin, að kenna okkur til föður eða móður.“ Um sé að ræða mikinn menningararf sem sé sérstakur á heimsmælikvarða. Jóhannes óttast að ef ákvarðanir um eftirnöfn verði gefnar frjálsar hér á landi, muni núverandi kerfi láta undan síga og föðurnöfn snögglega heyra sögunni til. „Þetta grafi mjög fljótt undan okkar kerfi og það yrði menningarslys, finnst mér. Svo er þetta eins og umferðarlög. Við höfum hérna hægri umferð en það væri ekki gott að hafa bæði vinstri og hægri umferð. Það yrði fljótt mikill ruglingur.“ Ekki aftursnúið ef grafið er undan núverandi kerfi Hann bendir á að í Danmörku hvíli vernd á ýmsum ættarnöfnum sem afmarkaður fjöldi fólks ber. Það sé með öllu óljóst í frumvarpinu hvernig þessu yrði háttað og frumvarpið skortir frekari ramma að mati Jóhannesar. Ef núverandi kerfi myndi frá hverfa væri ekki aftursnúið. „Auðvitað segja sumir á móti að aftuhaldsseggir og þeir sem vilja halda í nafnasiðinn og okkar menningarhefð vantreysti fólki og það eigi að treysta fólki til að vernda okkar gamla sið. Á móti má segja að ef þeir svartsýnustu eins og ég hafa rétt fyrir sér og nýtt ættar- og eftirnafnakerfi tekur við, þá er hitt að eilífu horfið, getum við sagt. Þá er mjög erfitt að taka það upp aftur eins og við sjáum í öðrum löndum. Þetta er mjög merkileg hefð og ég held að við ættum ekki að kasta þessu á glæ.“
Mannanöfn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent