Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 11:51 Ari Þórðarson er framkvæmdastjóri Hreint ehf. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um að stöðva þvottahússhluta ræstingafyrirtækisins Hreint ehf. í Kópavogi. Fyrirtækið má því áfram starfa um sinn án þess að hafa sótt um starfsleyfi. Heilbrigðiseftirlitið tilkynnti Hreint ehf. fyrr í mánuðinum að ef fyrirtækið hefði ekki sótt um leyfi fyrir daginn í dag yrði þjónustan stöðvuð. Hreint kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar og fór fram á frestun réttaráhrifa, sem eftirlitið mótmælti ekki. Í úrskurði nefndarinnar segir að um sé að ræða íþyngjandi ákvörðun sem beinist eingöngu að Hreint og geti valdið fyrirtækinu tjóni. Þar sem engar knýjandi ástæður liggi fyrir að hefja aðgerðir tafarlaust sé rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Hreint ehf. telur að ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins byggi ekki á skýrum lagagrundvelli og að starfsemi fyrirtækisins falli ekki með ótvíræðum hætti undir skilgreiningu á „þvottahúsi“. Þvottahús sé aðeins lítill hluti starfseminnar. Þá megi, að mati fyrirtækisins, ná markmiðum laganna með vægari úrræðum. Úrskurður nefndarinnar er til bráðabirgða og felur ekki í sér efnislega afstöðu til þess hvort reksturinn sé starfsleyfisskyldur. Niðurstaða í málinu liggur því ekki enn fyrir, en fram að því má Hreint ehf. halda starfseminni ótruflað áfram. Hreint ehf. var stofnað 12. desember 1983 og er ein elsta og stærsta ræstingaþjónusta landsins. Fyrirtækið er til húsa í Auðbrekku í Kópavogi. Ekki náðist í Ara Þórðarson, framkvæmdastjóra Hreint, við vinnslu fréttarinnar. Kópavogur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið tilkynnti Hreint ehf. fyrr í mánuðinum að ef fyrirtækið hefði ekki sótt um leyfi fyrir daginn í dag yrði þjónustan stöðvuð. Hreint kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar og fór fram á frestun réttaráhrifa, sem eftirlitið mótmælti ekki. Í úrskurði nefndarinnar segir að um sé að ræða íþyngjandi ákvörðun sem beinist eingöngu að Hreint og geti valdið fyrirtækinu tjóni. Þar sem engar knýjandi ástæður liggi fyrir að hefja aðgerðir tafarlaust sé rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Hreint ehf. telur að ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins byggi ekki á skýrum lagagrundvelli og að starfsemi fyrirtækisins falli ekki með ótvíræðum hætti undir skilgreiningu á „þvottahúsi“. Þvottahús sé aðeins lítill hluti starfseminnar. Þá megi, að mati fyrirtækisins, ná markmiðum laganna með vægari úrræðum. Úrskurður nefndarinnar er til bráðabirgða og felur ekki í sér efnislega afstöðu til þess hvort reksturinn sé starfsleyfisskyldur. Niðurstaða í málinu liggur því ekki enn fyrir, en fram að því má Hreint ehf. halda starfseminni ótruflað áfram. Hreint ehf. var stofnað 12. desember 1983 og er ein elsta og stærsta ræstingaþjónusta landsins. Fyrirtækið er til húsa í Auðbrekku í Kópavogi. Ekki náðist í Ara Þórðarson, framkvæmdastjóra Hreint, við vinnslu fréttarinnar.
Kópavogur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira