Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 13:17 Leitað í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í Mandalay. AP/Thein Zaw Fjöldi látinna hefur hækkað í rúmlega 1.700 eftir öflugan jarðskjálfta í Mjanmar á föstudaginn. Skjálftinn var 7,7 stig og olli gífurlegum skaða en óttast er að afleiðingarnar verði langvarandi og fari versnandi með því að ýta frekar undir það slæma ástand sem hafði myndast í Mjanmar fyrir jarðskjálftann. Þá er talið að fjöldi látinna muni reynast mun hærri en búið er að staðfesta. Alþjóðlegar hjálparsveitir eru að störfum í Mjanmar en borgarastyrjöld hefur geisað þar um nokkurra ára skeið. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og margir hafa haft takmarkað aðgengi að mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Sjá einnig: „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sameinuðu þjóðirnar segja um tuttugu milljónir manna í Mjanmar hafa þurft mannúðaraðstoð, áður en jörðin byrjaði að skjálfa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stórum hluta landsins er í raun stjórnað af mismunandi uppreisnarhópum sem hafa verið að berjast gegn herforingjastjórninni sem tók völd í Mjanmar árið 2021. Þessum hópum hefur vaxið ásmegin gegn herforingjastjórninni. Ásigkomulag vega, brúa og almennra innviða er mjög slæmt. Staðan í landinu hefur gert björgunar- og hjálparstarf flóknara en ella. Leiðtogar Hjálparsamtaka sem vinna á svæðinu segja að enn sé ekki búið að ná almennilega utan um umfang skaðans í landinu. Skriður hafi meðal annars leitt til þess að ekki sé búið að ná til hluta landsins. Uppruni skjálftans var skammt frá borginni Mandalay, sem er sú næst stærsta í Mjanmar. Þar urðu skemmdir gífurlega miklar. Mjanmar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37 Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Þá er talið að fjöldi látinna muni reynast mun hærri en búið er að staðfesta. Alþjóðlegar hjálparsveitir eru að störfum í Mjanmar en borgarastyrjöld hefur geisað þar um nokkurra ára skeið. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og margir hafa haft takmarkað aðgengi að mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Sjá einnig: „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sameinuðu þjóðirnar segja um tuttugu milljónir manna í Mjanmar hafa þurft mannúðaraðstoð, áður en jörðin byrjaði að skjálfa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stórum hluta landsins er í raun stjórnað af mismunandi uppreisnarhópum sem hafa verið að berjast gegn herforingjastjórninni sem tók völd í Mjanmar árið 2021. Þessum hópum hefur vaxið ásmegin gegn herforingjastjórninni. Ásigkomulag vega, brúa og almennra innviða er mjög slæmt. Staðan í landinu hefur gert björgunar- og hjálparstarf flóknara en ella. Leiðtogar Hjálparsamtaka sem vinna á svæðinu segja að enn sé ekki búið að ná almennilega utan um umfang skaðans í landinu. Skriður hafi meðal annars leitt til þess að ekki sé búið að ná til hluta landsins. Uppruni skjálftans var skammt frá borginni Mandalay, sem er sú næst stærsta í Mjanmar. Þar urðu skemmdir gífurlega miklar.
Mjanmar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37 Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37
Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent