Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 15:17 Nadia Nadim er farin frá AC Milan, að láni til Hammarby, eftir að henni og þjálfara liðsins lenti saman. Getty/Giuseppe Cottini Það er óhætt að segja að danska fótboltastjarnan Nadia Nadim sé ekki hrifin af þjálfaranum sem hún var með hjá AC Milan. Hún segist hafa fengið betri æfingar í flóttamannabúðunum á sínum tíma. Nadim er 37 ára og fædd í Afganistan en kom með fjölskyldu sinni sem flóttamaður til Danmerkur þegar hún var 11 ára og hefur spilað yfir hundrað A-landsleiki fyrir Danmörku. Á löngum ferli sínum hefur hún spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og nú síðast með Milan á Ítalíu áður en hún fékk óvænt að fara að láni til Hammarby í Svíþjóð nýverið. Í viðtali við Aftonbladet kemur skýrt fram að Nadim hafi ekki viljað vera áfram hjá Milan vegna þjálfarans, hinnar hollensku Suzanne Bakker sem er ári eldri en Nadim. Miðað við orð Nadim veit Bakker ekkert hvað hún er að gera. „Ég hef á mínum ferli alltaf verið með þjálfara sem hafa unnið titla svo það var sjokk að kynnast henni. Ég get fullyrt það að æfingarnar í flóttamannabúðunum voru betri, svo ég held að hún sé haldin einhverri minnimáttarkennd,“ sagði Nadim. Suzanne Bakker fær lægstu einkunn hjá Nadiu Nadim.Getty/Giuseppe Cottini Hún segir þær Bakker ekki eiga skap saman og að Bakker sé hreinlega ekki vel við hana. „Ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki“ „Við áttum fundi saman og ég sagði henni að ég botnaði ekkert í hennar hegðun. Ég vildi gjarnan leysa hlutina svo ég sagði henni mína hlið. En fyrst hún heldur áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur, og við höfum ólíkar væntingar, þá er þetta erfitt. Hún er líklega ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki. Bara akademíuleikmönnum sem beygja sig undir hennar vald. Við vorum með meiri metnað,“ sagði Nadim. Nadim er eins og fyrr segir 37 ára og farin að huga að lokum ferilsins. Hún vill sérstaklega ljúka landsliðsferlinum með viðeigandi hætti. „Ég hef gert margt fyrir landsliðið. Eitt helsta markmið mitt er að hætta þar með besta mögulega hætti. Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að hætta í landsliðinu en ég er að reyna að finna rétta tímapunktinn. Ég er tilbúin að hætta en það þarf að vera með réttum hætti og EM væri fullkomið,“ sagði Nadim en EM fer fram í Sviss í júlí. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Nadim er 37 ára og fædd í Afganistan en kom með fjölskyldu sinni sem flóttamaður til Danmerkur þegar hún var 11 ára og hefur spilað yfir hundrað A-landsleiki fyrir Danmörku. Á löngum ferli sínum hefur hún spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og nú síðast með Milan á Ítalíu áður en hún fékk óvænt að fara að láni til Hammarby í Svíþjóð nýverið. Í viðtali við Aftonbladet kemur skýrt fram að Nadim hafi ekki viljað vera áfram hjá Milan vegna þjálfarans, hinnar hollensku Suzanne Bakker sem er ári eldri en Nadim. Miðað við orð Nadim veit Bakker ekkert hvað hún er að gera. „Ég hef á mínum ferli alltaf verið með þjálfara sem hafa unnið titla svo það var sjokk að kynnast henni. Ég get fullyrt það að æfingarnar í flóttamannabúðunum voru betri, svo ég held að hún sé haldin einhverri minnimáttarkennd,“ sagði Nadim. Suzanne Bakker fær lægstu einkunn hjá Nadiu Nadim.Getty/Giuseppe Cottini Hún segir þær Bakker ekki eiga skap saman og að Bakker sé hreinlega ekki vel við hana. „Ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki“ „Við áttum fundi saman og ég sagði henni að ég botnaði ekkert í hennar hegðun. Ég vildi gjarnan leysa hlutina svo ég sagði henni mína hlið. En fyrst hún heldur áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur, og við höfum ólíkar væntingar, þá er þetta erfitt. Hún er líklega ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki. Bara akademíuleikmönnum sem beygja sig undir hennar vald. Við vorum með meiri metnað,“ sagði Nadim. Nadim er eins og fyrr segir 37 ára og farin að huga að lokum ferilsins. Hún vill sérstaklega ljúka landsliðsferlinum með viðeigandi hætti. „Ég hef gert margt fyrir landsliðið. Eitt helsta markmið mitt er að hætta þar með besta mögulega hætti. Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að hætta í landsliðinu en ég er að reyna að finna rétta tímapunktinn. Ég er tilbúin að hætta en það þarf að vera með réttum hætti og EM væri fullkomið,“ sagði Nadim en EM fer fram í Sviss í júlí.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti