Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2025 07:02 Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri Íslendinga í The Open í ár en hún endaði í fimmtánda sæti á heimsvísu. @sarasigmunds Öflugasta CrossFit fólk Íslands í dag á enn möguleika á því að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit en það varð endanlega ljóst eftir að CrossFit samtökin staðfestu úrslitin í opna hlutanum. Aðeins eitt prósent af þeim sem tóku þátt í The Open í ár komust áfram í undanúrslitin eða 1201 karl og 1200 konur. Ísland á ellefu fulltrúa í þeim glæsilega hópi, sjö konur og fjóra karla. Sara Sigmundsdóttir náði ekki bara besta árangrinum af íslensku konunum heldur einnig þeim langbesta af öllum Íslendingum. Sara varð í fimmtánda sæti á heimsvísu og í fyrsta sæti meðal kvenna í Asíu. Ef Sara hefði keppt innan Evrópu þá hefði árangur hennar dugað í ellefta sætið þar. Bergrós Björnsdóttir, sem er nýorðin átján ára, komst næst Söru en hún varð í 33. sæti á heimsvísu og í sautjánda sæti í Evrópu. Hún varð efst Íslendinga í Evrópu. Í þriðja sætinu hjá íslensku konunum varð Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir sem varð í 38. sætinu á heimsvísu og í nítjánda sæti meðal evrópskra kvenna. Fjórða varð síðan reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir sem var að taka þátt í sínu fimmtánda Open. Hún endaði í 155. sæti á heimsvísu og í 55. sæti í Evrópu. Þrjár aðrar komust einnig áfram. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 312. sæti á heimsvísu og í 92. sæti í Evrópu og Andrea Ingibjörg Orradóttir varð í 584. sæti á heimsvísu og í 162. sæti í Evrópu. Tvær íslenskar konur komust í gegnum asísku undankeppnina en þær eru búsettar á Arabíuskaganum. Sara er önnur þeirra en hin er Guðbjörg Valdimarsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari. Guðbjörg endaði í 616. sæti á heimsvísu og í 20. sæti í Asíu. Björgvin Karl Guðmundsson var hæstur af íslensku körlunum en hann náði 64. sætinu. Næstur honum varð Haraldur Holgersson í 114. sæti. Þriðji íslenski karlinn varð síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem endaði í 541. sæti á heimsvísu. Björgvin Karl varð í sextánda sæti í Evrópu en Haraldur í því 29. Ægir Björn varð í 149. sæti í Evrópu. Sjá fjórði meðal þeirra tólf hundruð hæstu var síðan Michael Angelo Viedma sem endaði 559. sæti á heimsvísu en í 154. sæti í Evrópu. CrossFit Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira
Aðeins eitt prósent af þeim sem tóku þátt í The Open í ár komust áfram í undanúrslitin eða 1201 karl og 1200 konur. Ísland á ellefu fulltrúa í þeim glæsilega hópi, sjö konur og fjóra karla. Sara Sigmundsdóttir náði ekki bara besta árangrinum af íslensku konunum heldur einnig þeim langbesta af öllum Íslendingum. Sara varð í fimmtánda sæti á heimsvísu og í fyrsta sæti meðal kvenna í Asíu. Ef Sara hefði keppt innan Evrópu þá hefði árangur hennar dugað í ellefta sætið þar. Bergrós Björnsdóttir, sem er nýorðin átján ára, komst næst Söru en hún varð í 33. sæti á heimsvísu og í sautjánda sæti í Evrópu. Hún varð efst Íslendinga í Evrópu. Í þriðja sætinu hjá íslensku konunum varð Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir sem varð í 38. sætinu á heimsvísu og í nítjánda sæti meðal evrópskra kvenna. Fjórða varð síðan reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir sem var að taka þátt í sínu fimmtánda Open. Hún endaði í 155. sæti á heimsvísu og í 55. sæti í Evrópu. Þrjár aðrar komust einnig áfram. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 312. sæti á heimsvísu og í 92. sæti í Evrópu og Andrea Ingibjörg Orradóttir varð í 584. sæti á heimsvísu og í 162. sæti í Evrópu. Tvær íslenskar konur komust í gegnum asísku undankeppnina en þær eru búsettar á Arabíuskaganum. Sara er önnur þeirra en hin er Guðbjörg Valdimarsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari. Guðbjörg endaði í 616. sæti á heimsvísu og í 20. sæti í Asíu. Björgvin Karl Guðmundsson var hæstur af íslensku körlunum en hann náði 64. sætinu. Næstur honum varð Haraldur Holgersson í 114. sæti. Þriðji íslenski karlinn varð síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem endaði í 541. sæti á heimsvísu. Björgvin Karl varð í sextánda sæti í Evrópu en Haraldur í því 29. Ægir Björn varð í 149. sæti í Evrópu. Sjá fjórði meðal þeirra tólf hundruð hæstu var síðan Michael Angelo Viedma sem endaði 559. sæti á heimsvísu en í 154. sæti í Evrópu.
CrossFit Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira