„Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. apríl 2025 21:46 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, kom ÍR-ingum líklega á óvart í kvöld en hans menn voru öflugir í vörninni í þessum mikilvæga leik. Vísir/Pawel Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með varnarleik sinna manna gegn ÍR í kvöld en var duglegur í klisjunum í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Varnarleikurinn var frábær í dag og við þurfum að halda áfram einbeittir að gera hluti vel þar. Einn leik í einu,“ sagði Baldur pollrólegur eftir nokkuð öruggan sigur sinna manna. Eins og Baldur segir var varnarleikur Garðbæinga góður og fyrir utan Jacob Falko voru ÍR-ingar í stökustu vandræðum oft að skora. „Þetta gekk vel, 83 stig í íslensku deildinni telst held ég ágætt þegar við skorum svona mikið. Ánægður með það.“ Baldur sagði að mögulega hefði það komið ÍR á óvart að Ægir Þór Steinarsson hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko í vörninni hjá Stjörnunni. „En þú sérð það í fyrstu sókn og svo aðlagar þú þig. Þetta gekk vel í dag og við skorum 101 stig sem hjálpar líka. Við þurfum að bæta það sem hægt er að bæta og halda áfram.“ ÍR minnkaði muninn í eitt stig í byrjun þriðja leikhluta en það virðist lítið hafa hrist upp í Baldri. „Ég man ekki einu sinni eftir því. Þeir voru að gera vel í hraðaupphlaupum, fá mikið af sniðskotum sem ég var ekki sáttur með. Falko er líka bara geggjaður leikmaður, skorar 41 stig og það er hrikalega erfitt að eiga við hann. Frábær spilari og verður krefjandi að eiga við hann á mánudag.“ Jacob Falko með boltann.Vísir/Pawel Andri Már nefndi að Stjörnumenn hefðu algjörlega náð að stoppa aðra leikmenn ÍR en Falko, til að mynda Matej Kavas sem skoraði aðeins tvö stig í leiknum. „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp. Við þurfum bara að halda áfram, einhverjir hlutir sem er hægt að bæta. Halda einbeitingu og einn leik í einu og öll klisjan.“ Baldur tjáði sig að lokum um Shaquille Rombley sem var ÍR-ingum afar erfiður með 27 stig og 19 fráköst og sérstaklega voru sóknarfráköstin hans drjúg fyrir Stjörnuna. „Bara geggjaður og mikil orka í honum. Mikilvægt að vera með hann í þessum ham.“ Stjarnan ÍR Bónus-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Sjá meira
„Varnarleikurinn var frábær í dag og við þurfum að halda áfram einbeittir að gera hluti vel þar. Einn leik í einu,“ sagði Baldur pollrólegur eftir nokkuð öruggan sigur sinna manna. Eins og Baldur segir var varnarleikur Garðbæinga góður og fyrir utan Jacob Falko voru ÍR-ingar í stökustu vandræðum oft að skora. „Þetta gekk vel, 83 stig í íslensku deildinni telst held ég ágætt þegar við skorum svona mikið. Ánægður með það.“ Baldur sagði að mögulega hefði það komið ÍR á óvart að Ægir Þór Steinarsson hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko í vörninni hjá Stjörnunni. „En þú sérð það í fyrstu sókn og svo aðlagar þú þig. Þetta gekk vel í dag og við skorum 101 stig sem hjálpar líka. Við þurfum að bæta það sem hægt er að bæta og halda áfram.“ ÍR minnkaði muninn í eitt stig í byrjun þriðja leikhluta en það virðist lítið hafa hrist upp í Baldri. „Ég man ekki einu sinni eftir því. Þeir voru að gera vel í hraðaupphlaupum, fá mikið af sniðskotum sem ég var ekki sáttur með. Falko er líka bara geggjaður leikmaður, skorar 41 stig og það er hrikalega erfitt að eiga við hann. Frábær spilari og verður krefjandi að eiga við hann á mánudag.“ Jacob Falko með boltann.Vísir/Pawel Andri Már nefndi að Stjörnumenn hefðu algjörlega náð að stoppa aðra leikmenn ÍR en Falko, til að mynda Matej Kavas sem skoraði aðeins tvö stig í leiknum. „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp. Við þurfum bara að halda áfram, einhverjir hlutir sem er hægt að bæta. Halda einbeitingu og einn leik í einu og öll klisjan.“ Baldur tjáði sig að lokum um Shaquille Rombley sem var ÍR-ingum afar erfiður með 27 stig og 19 fráköst og sérstaklega voru sóknarfráköstin hans drjúg fyrir Stjörnuna. „Bara geggjaður og mikil orka í honum. Mikilvægt að vera með hann í þessum ham.“
Stjarnan ÍR Bónus-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Sjá meira