Keppni í Bestu deild karla hefst á morgun þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar.
Blikar reyndu að fá að Gylfa þegar ljóst var að hann yrði ekki áfram hjá Val en hann valdi að fara til Víkinga.
Gylfi er í stóru hlutvekri í nýjustu auglýsingunni fyrir Bestu deildina. Eftir viðtal á Stöð 2 gengur hann inn í garðinn sinn. Þar mætir honum grænmálað grindverk og nokkrir leikmenn Breiðabliks vopnaðir málningargræjum.
Sem frægt var máluðu stuðningsmenn Breiðabliks skilti á Víkingsvelli græn fyrir úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Og í auglýsingunni tóku Blikar hlutina enn lengra og nutu meðal annars liðssinnis málarans og Blikans Hrafnkels Freys Ágústssonar.
Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.