Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2025 23:01 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Bjarni Fjöldi kínverskra ferðamanna sem heimsækir Ísland á hverju ári nálgast óðfluga hundrað þúsund talsins. Vonir standa til að beint flug hefjist á milli landanna innan næstu tveggja ára. Árið 2023 heimsóttu 53 þúsund kínverskir ferðamenn Ísland. Ári síðar var sá fjöldi kominn upp í 96 þúsund. He Rulong sendiherra Kína á Íslandi ræddi þessa þróun á pallborði um samstarf Kína og Íslands. Hann segir ástæður vinsælda landsins meðal Kínverja augljósar. „Kínverska þjóðin elskar Ísland, þeir koma hingað til að sjá fallega landslagið og kunna líka að meta íslenska menningu. Hvers vegna koma svona margir til Íslands, það er vegna þess að þeir elska norðurljósin en líka náttúruna sem er ein sú fegursta í heimi.“ Beint flug fyrir árið 2027 Sökum þessara gríðarlegu vinsælda Íslands hjá kínverskum ferðamönnum telja forsvarsmenn Isavia nú allar líkur á að beint flug hefjist á milli Íslands og Asíu von bráðar. Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia hefur undanfarin ár átt í viðræðum við kínversk flugfélög um flug hingað til lands. „Þetta er orðinn stærsti einstaki markaðurinn þar sem við erum ekki með beint flug þannig að við erum búin að vera að vinna mjög markvisst að því síðustu tvö árin að eiga góð samtöl í Asíu við flugfélög og flugvelli og teljum að þetta sé raunhæft fyrir árið 2027.“ Málið snúist ekki bara um að ferja hingað ferðamenn frá Asíu heldur líka um fragtflug þar sem íslenskum og kínverskum kaupmönnum bjóðist kostur á að ferja vörur á milli landanna á mun styttri tíma en áður. „Við teljum að efnahagsleg áhrif af beinu flugi til Kína yrðu alveg gríðarlega mikil og að þetta yrði ein sú allra verðmætasta einstaka tengingin frá Íslandi til umheimsins.“ Kína Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Árið 2023 heimsóttu 53 þúsund kínverskir ferðamenn Ísland. Ári síðar var sá fjöldi kominn upp í 96 þúsund. He Rulong sendiherra Kína á Íslandi ræddi þessa þróun á pallborði um samstarf Kína og Íslands. Hann segir ástæður vinsælda landsins meðal Kínverja augljósar. „Kínverska þjóðin elskar Ísland, þeir koma hingað til að sjá fallega landslagið og kunna líka að meta íslenska menningu. Hvers vegna koma svona margir til Íslands, það er vegna þess að þeir elska norðurljósin en líka náttúruna sem er ein sú fegursta í heimi.“ Beint flug fyrir árið 2027 Sökum þessara gríðarlegu vinsælda Íslands hjá kínverskum ferðamönnum telja forsvarsmenn Isavia nú allar líkur á að beint flug hefjist á milli Íslands og Asíu von bráðar. Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia hefur undanfarin ár átt í viðræðum við kínversk flugfélög um flug hingað til lands. „Þetta er orðinn stærsti einstaki markaðurinn þar sem við erum ekki með beint flug þannig að við erum búin að vera að vinna mjög markvisst að því síðustu tvö árin að eiga góð samtöl í Asíu við flugfélög og flugvelli og teljum að þetta sé raunhæft fyrir árið 2027.“ Málið snúist ekki bara um að ferja hingað ferðamenn frá Asíu heldur líka um fragtflug þar sem íslenskum og kínverskum kaupmönnum bjóðist kostur á að ferja vörur á milli landanna á mun styttri tíma en áður. „Við teljum að efnahagsleg áhrif af beinu flugi til Kína yrðu alveg gríðarlega mikil og að þetta yrði ein sú allra verðmætasta einstaka tengingin frá Íslandi til umheimsins.“
Kína Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira