Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 18:09 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur þegið sáttarboð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna lögbrots í tengslum við birtingu upplýsinga um minni tekjuöflun félagsins. Í sáttinni felst að félagið greiðir 15.800.000 í sekt. Rannsóknin sneri að því hvort Play hefði brotið gegn lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum með því að senda upplýsingar um rekstrarafkomu og tekjuöflun félagsins nokkrum dögum of seint á markaðinn. Í fyrra sagði Birgir Jónsson, þáverandi forstjóri Play, að málið hefði ekki snúist um viðskipti heldur aðeins upplýsingagjöf. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ sagði Birgir í fyrra. „En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki.“ Þá sagði hann að svona mál endi oft með sekt en stundum ekki með neinu. Innherjaupplýsingar eða almennar væntingar Fram kemur í tilkynningu Play til Kauphallarinanr að Play hefði haldið því fram að upplýsingarnar sem um ræðir hafi ekki verið innherjaupplýsingar, því að upphafleg spá félagsins hafi verið tiltölulega opin og falið í sér fremur almennt orðaðar væntingar. „Þá taldi félagið upplýsingarnar, í þeirri mynd sem um ræðir, ekki verðmótandi. Fjármálaeftirlitið tók þó ekki undir þá afstöðu.“ Þá segir að Play hafi frá upphafi athugunar fjármálaeftirlitsins verið samstarfsfúst og veitt eftirlitinu aðgang að öllum gögnum sem leiddu til þessarar sáttaniðurstöðu. „Í sáttinni felst að félagið greiðir kr. 15.800.000 í sekt og gengst við þeirri niðurstöðu fjármálaeftirlitsins að félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 17. gr. MAR. Málinu er þar með lokið að fullu.“ Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira
Rannsóknin sneri að því hvort Play hefði brotið gegn lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum með því að senda upplýsingar um rekstrarafkomu og tekjuöflun félagsins nokkrum dögum of seint á markaðinn. Í fyrra sagði Birgir Jónsson, þáverandi forstjóri Play, að málið hefði ekki snúist um viðskipti heldur aðeins upplýsingagjöf. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ sagði Birgir í fyrra. „En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki.“ Þá sagði hann að svona mál endi oft með sekt en stundum ekki með neinu. Innherjaupplýsingar eða almennar væntingar Fram kemur í tilkynningu Play til Kauphallarinanr að Play hefði haldið því fram að upplýsingarnar sem um ræðir hafi ekki verið innherjaupplýsingar, því að upphafleg spá félagsins hafi verið tiltölulega opin og falið í sér fremur almennt orðaðar væntingar. „Þá taldi félagið upplýsingarnar, í þeirri mynd sem um ræðir, ekki verðmótandi. Fjármálaeftirlitið tók þó ekki undir þá afstöðu.“ Þá segir að Play hafi frá upphafi athugunar fjármálaeftirlitsins verið samstarfsfúst og veitt eftirlitinu aðgang að öllum gögnum sem leiddu til þessarar sáttaniðurstöðu. „Í sáttinni felst að félagið greiðir kr. 15.800.000 í sekt og gengst við þeirri niðurstöðu fjármálaeftirlitsins að félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 17. gr. MAR. Málinu er þar með lokið að fullu.“
Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira
Play gefur ekkert upp um rannsókn FME á mögulegri markaðsmisnotkun Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana. 13. febrúar 2024 17:07