Midtjylland tapaði þá 2-1 á útivelli á móti Randers og toppliðið var þarna að tapa öðrum leiknum sínum í röð.
Midtjylland vann þrjá síðustu leiki sína fyrir úrslitakeppnina en hefur byrjað hana á tveimur tapleikjum.
Wessel Dammers skoraði bæði mörk Randers með því að skalla boltann framhjá Elíasi Rafni í marki Midtjylland. Fyrra markið kom á 15. mínútu en það síðara á 68. mínútu.
Oliver Sørensen skoraði mark Midtjylland úr vítaspyrnu. Midtjylland skoraði reyndar á tíundu mínútu í uppbótatíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Elías Rafn varði þrisvar frá sóknarmönnum Randers í leiknum þar af tvisvar úr góðum færum. Hann réði aftur á móti ekki við skallana frá Dammers.