Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 14:00 Fyrirliðlinn Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn á lofti síðasta haust. VÍSIR/VILHELM Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja titilvörn sína í kvöld þegar þeir fá nýliða Aftureldingar í heimsókn í Smárann en þetta er opnunarleikur Bestu deildar karla í fótbolta í ár. Blikar unnu sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í karlaflokki síðasta haust en hina titlana vann liðið 2010 og 2022. Blikar byrjuðu báðar hinar titilvarnir sínar á tapi. Nú er að sjá hvort þeir geta breytt þeirri óvinsælu venju sinni í kvöld. Sumarið 2011 voru Blikar á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 2-3 á móti KR. Blikar voru lentir undir eftir sjö mínútur og voru síðan manni færri frá nítjándu mínútu þegar markvörðurinn Ingvar Þór Kale fékk beint rautt spjald. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrsta mark KR og kom þeim aftur yfir á 36. mínútu eftir að Kristinn Steindórsson hafði jafnaði metin á 15. mínútu. Sjálfsmark Finns Orra Margeirsson kom KR í 3-1 á 57. mínútu en Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn í blálokin. Sumarið 2023 voru Blikar einnig á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 3-4 á móti nágrönnum sínum í HK. HK var komið í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik en Blikar komust seinna yfir í 3-2. HK skoraði tvisvar á lokamínútunum en sigurmarkið skoraði Atli Þór Jónasson á þriðju mínútu í uppbótatíma. Marciano Aziz og Örvar Eggertsson skoruðu tvö fyrstu mörk HK en þriðja mark HK-inga var sjálfsmark fyrirliðans Höskulds Gunnlaugssonar. Gísli Eyjólfsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Höskuldur Gunnlaugsson komu Blikum yfir með þremur mínútum á fjögurra mínútna kafla. Þá stefndi í sigur en allt breyttist á dramatískum lokamínútum. Blikarnir hafa því fengið á sig sjö mörk í þessum tveimur leikjum. Frá árinu 2011 hafa aðeins þrír Íslandsmeistarar byrjað titilvörnina á tapi en níu af fjórtán hafa unnið sinn fyrsta leik. Það eru aðeins bæði Blikaliðin og KR-liðið frá 2014 sem hafa byrjað titilvörn sína á tapleik. Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011 Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Blikar unnu sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í karlaflokki síðasta haust en hina titlana vann liðið 2010 og 2022. Blikar byrjuðu báðar hinar titilvarnir sínar á tapi. Nú er að sjá hvort þeir geta breytt þeirri óvinsælu venju sinni í kvöld. Sumarið 2011 voru Blikar á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 2-3 á móti KR. Blikar voru lentir undir eftir sjö mínútur og voru síðan manni færri frá nítjándu mínútu þegar markvörðurinn Ingvar Þór Kale fékk beint rautt spjald. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrsta mark KR og kom þeim aftur yfir á 36. mínútu eftir að Kristinn Steindórsson hafði jafnaði metin á 15. mínútu. Sjálfsmark Finns Orra Margeirsson kom KR í 3-1 á 57. mínútu en Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn í blálokin. Sumarið 2023 voru Blikar einnig á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 3-4 á móti nágrönnum sínum í HK. HK var komið í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik en Blikar komust seinna yfir í 3-2. HK skoraði tvisvar á lokamínútunum en sigurmarkið skoraði Atli Þór Jónasson á þriðju mínútu í uppbótatíma. Marciano Aziz og Örvar Eggertsson skoruðu tvö fyrstu mörk HK en þriðja mark HK-inga var sjálfsmark fyrirliðans Höskulds Gunnlaugssonar. Gísli Eyjólfsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Höskuldur Gunnlaugsson komu Blikum yfir með þremur mínútum á fjögurra mínútna kafla. Þá stefndi í sigur en allt breyttist á dramatískum lokamínútum. Blikarnir hafa því fengið á sig sjö mörk í þessum tveimur leikjum. Frá árinu 2011 hafa aðeins þrír Íslandsmeistarar byrjað titilvörnina á tapi en níu af fjórtán hafa unnið sinn fyrsta leik. Það eru aðeins bæði Blikaliðin og KR-liðið frá 2014 sem hafa byrjað titilvörn sína á tapleik. Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011
Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira