Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 13:19 Polyakov var handtekinn tveimur dögum eftir að hann fór á strönd eyjunnar. Youtube og vísir/Getty Mykhailo Viktorovych Polyakov, bandarískur ferðamaður, var í vikunni handtekinn fyrir að fara upp á strönd eyjunnar North Sentinel í Indlandshafi. Það gerði hann til að hitta Sentinelese-ættbálkinn sem hefur búið þar um þúsundir ára án samskipta við annað fólk. Talið er að ættbálkurinn telji um 150 manns. Í frétt Guardian um málið kemur fram að indverska lögreglan hafi handtekið manninn. Hann hafi laumað sér á eyjuna með kókoshnetu og Diet Coke í dós. Maðurinn er nú í haldi indversku lögreglunnar í þrjá daga svo hægt sé að yfirheyra hann. Samkvæmt upplýsingum frá indversku lögreglunni blés Polyakov í flautu í um klukkustund nærri strönd eyjunnar til að reyna að vekja athygli fólksins á eyjunni. „Hann lenti á eyjunni í um fimm mínútur, skildi eftir fórnargjafir sínar, tók sandsýni og tók myndband áður en hann sneri aftur í bátinn sinn,“ er haft eftir HGS Dhaliwal lögreglustjóra á Andaman og Nicobar-eyjunum. Engum heimilt að heimsækja eyjuna Engum, hvorki Indverjum né útlendingum, er heimilt að fara í allt að fimm kílómetra fjarlægð við eyjuna. Það er til að vernda fólk sem býr á eyjunni við hvers kyns sjúkdómum og til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Polyakov var handtekinn á mánudag, tveimur dögum eftir að hann fór á land. Hann hefur tvisvar á síðustu mánuðum heimsótt svæðið. Í október fannst hann á uppblásnum kajak en var stöðvaður af starfsfólki hótels. Í janúar reyndi hann svo aftur að fara á land en náði því ekki. Á mánudag notaði hann aftur uppblásinn bát til að ferðast um 35 kílómetra frá aðaleyjaklasanum og að North Sentinel. Sentinelese-ættbálkurinn komst síðast í fréttir árið 2018 þegar þau drápu bandaríska sendiboðann John Allen Chau. Lík hans fannst aldrei og fór aldrei fram rannsókn á andláti hans vegna laganna sem eru í gildi um eyjuna. Lítið er vitað um menningu og tungumál ættbálksins en hann er þekktur fyrir fjandskap í garð þeirra sem reyna að komast nálægt þeim. Fyrir um tveimur áratugum birti indverska landhelgisgæslan mynd af karlmanni á eyjunni sem miðaði boga sínum að þyrlu sem flaug yfir eyjuna. Indversk yfirvöld hafa saksótt alla heimamenn sem hafa aðstoðað ferðamenn við að komast á eyjuna. Samkvæmt frétt Guardian vinnur lögreglan að því að bera kennsl á þau sem mögulega aðstoðuðu Polyakov. Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04 Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Í frétt Guardian um málið kemur fram að indverska lögreglan hafi handtekið manninn. Hann hafi laumað sér á eyjuna með kókoshnetu og Diet Coke í dós. Maðurinn er nú í haldi indversku lögreglunnar í þrjá daga svo hægt sé að yfirheyra hann. Samkvæmt upplýsingum frá indversku lögreglunni blés Polyakov í flautu í um klukkustund nærri strönd eyjunnar til að reyna að vekja athygli fólksins á eyjunni. „Hann lenti á eyjunni í um fimm mínútur, skildi eftir fórnargjafir sínar, tók sandsýni og tók myndband áður en hann sneri aftur í bátinn sinn,“ er haft eftir HGS Dhaliwal lögreglustjóra á Andaman og Nicobar-eyjunum. Engum heimilt að heimsækja eyjuna Engum, hvorki Indverjum né útlendingum, er heimilt að fara í allt að fimm kílómetra fjarlægð við eyjuna. Það er til að vernda fólk sem býr á eyjunni við hvers kyns sjúkdómum og til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Polyakov var handtekinn á mánudag, tveimur dögum eftir að hann fór á land. Hann hefur tvisvar á síðustu mánuðum heimsótt svæðið. Í október fannst hann á uppblásnum kajak en var stöðvaður af starfsfólki hótels. Í janúar reyndi hann svo aftur að fara á land en náði því ekki. Á mánudag notaði hann aftur uppblásinn bát til að ferðast um 35 kílómetra frá aðaleyjaklasanum og að North Sentinel. Sentinelese-ættbálkurinn komst síðast í fréttir árið 2018 þegar þau drápu bandaríska sendiboðann John Allen Chau. Lík hans fannst aldrei og fór aldrei fram rannsókn á andláti hans vegna laganna sem eru í gildi um eyjuna. Lítið er vitað um menningu og tungumál ættbálksins en hann er þekktur fyrir fjandskap í garð þeirra sem reyna að komast nálægt þeim. Fyrir um tveimur áratugum birti indverska landhelgisgæslan mynd af karlmanni á eyjunni sem miðaði boga sínum að þyrlu sem flaug yfir eyjuna. Indversk yfirvöld hafa saksótt alla heimamenn sem hafa aðstoðað ferðamenn við að komast á eyjuna. Samkvæmt frétt Guardian vinnur lögreglan að því að bera kennsl á þau sem mögulega aðstoðuðu Polyakov.
Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04 Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04
Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11