Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 13:19 Polyakov var handtekinn tveimur dögum eftir að hann fór á strönd eyjunnar. Youtube og vísir/Getty Mykhailo Viktorovych Polyakov, bandarískur ferðamaður, var í vikunni handtekinn fyrir að fara upp á strönd eyjunnar North Sentinel í Indlandshafi. Það gerði hann til að hitta Sentinelese-ættbálkinn sem hefur búið þar um þúsundir ára án samskipta við annað fólk. Talið er að ættbálkurinn telji um 150 manns. Í frétt Guardian um málið kemur fram að indverska lögreglan hafi handtekið manninn. Hann hafi laumað sér á eyjuna með kókoshnetu og Diet Coke í dós. Maðurinn er nú í haldi indversku lögreglunnar í þrjá daga svo hægt sé að yfirheyra hann. Samkvæmt upplýsingum frá indversku lögreglunni blés Polyakov í flautu í um klukkustund nærri strönd eyjunnar til að reyna að vekja athygli fólksins á eyjunni. „Hann lenti á eyjunni í um fimm mínútur, skildi eftir fórnargjafir sínar, tók sandsýni og tók myndband áður en hann sneri aftur í bátinn sinn,“ er haft eftir HGS Dhaliwal lögreglustjóra á Andaman og Nicobar-eyjunum. Engum heimilt að heimsækja eyjuna Engum, hvorki Indverjum né útlendingum, er heimilt að fara í allt að fimm kílómetra fjarlægð við eyjuna. Það er til að vernda fólk sem býr á eyjunni við hvers kyns sjúkdómum og til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Polyakov var handtekinn á mánudag, tveimur dögum eftir að hann fór á land. Hann hefur tvisvar á síðustu mánuðum heimsótt svæðið. Í október fannst hann á uppblásnum kajak en var stöðvaður af starfsfólki hótels. Í janúar reyndi hann svo aftur að fara á land en náði því ekki. Á mánudag notaði hann aftur uppblásinn bát til að ferðast um 35 kílómetra frá aðaleyjaklasanum og að North Sentinel. Sentinelese-ættbálkurinn komst síðast í fréttir árið 2018 þegar þau drápu bandaríska sendiboðann John Allen Chau. Lík hans fannst aldrei og fór aldrei fram rannsókn á andláti hans vegna laganna sem eru í gildi um eyjuna. Lítið er vitað um menningu og tungumál ættbálksins en hann er þekktur fyrir fjandskap í garð þeirra sem reyna að komast nálægt þeim. Fyrir um tveimur áratugum birti indverska landhelgisgæslan mynd af karlmanni á eyjunni sem miðaði boga sínum að þyrlu sem flaug yfir eyjuna. Indversk yfirvöld hafa saksótt alla heimamenn sem hafa aðstoðað ferðamenn við að komast á eyjuna. Samkvæmt frétt Guardian vinnur lögreglan að því að bera kennsl á þau sem mögulega aðstoðuðu Polyakov. Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04 Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Í frétt Guardian um málið kemur fram að indverska lögreglan hafi handtekið manninn. Hann hafi laumað sér á eyjuna með kókoshnetu og Diet Coke í dós. Maðurinn er nú í haldi indversku lögreglunnar í þrjá daga svo hægt sé að yfirheyra hann. Samkvæmt upplýsingum frá indversku lögreglunni blés Polyakov í flautu í um klukkustund nærri strönd eyjunnar til að reyna að vekja athygli fólksins á eyjunni. „Hann lenti á eyjunni í um fimm mínútur, skildi eftir fórnargjafir sínar, tók sandsýni og tók myndband áður en hann sneri aftur í bátinn sinn,“ er haft eftir HGS Dhaliwal lögreglustjóra á Andaman og Nicobar-eyjunum. Engum heimilt að heimsækja eyjuna Engum, hvorki Indverjum né útlendingum, er heimilt að fara í allt að fimm kílómetra fjarlægð við eyjuna. Það er til að vernda fólk sem býr á eyjunni við hvers kyns sjúkdómum og til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Polyakov var handtekinn á mánudag, tveimur dögum eftir að hann fór á land. Hann hefur tvisvar á síðustu mánuðum heimsótt svæðið. Í október fannst hann á uppblásnum kajak en var stöðvaður af starfsfólki hótels. Í janúar reyndi hann svo aftur að fara á land en náði því ekki. Á mánudag notaði hann aftur uppblásinn bát til að ferðast um 35 kílómetra frá aðaleyjaklasanum og að North Sentinel. Sentinelese-ættbálkurinn komst síðast í fréttir árið 2018 þegar þau drápu bandaríska sendiboðann John Allen Chau. Lík hans fannst aldrei og fór aldrei fram rannsókn á andláti hans vegna laganna sem eru í gildi um eyjuna. Lítið er vitað um menningu og tungumál ættbálksins en hann er þekktur fyrir fjandskap í garð þeirra sem reyna að komast nálægt þeim. Fyrir um tveimur áratugum birti indverska landhelgisgæslan mynd af karlmanni á eyjunni sem miðaði boga sínum að þyrlu sem flaug yfir eyjuna. Indversk yfirvöld hafa saksótt alla heimamenn sem hafa aðstoðað ferðamenn við að komast á eyjuna. Samkvæmt frétt Guardian vinnur lögreglan að því að bera kennsl á þau sem mögulega aðstoðuðu Polyakov.
Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04 Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04
Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11