Leikmenn Brann fóru á kostum í seinni hálfleiknum og skoruðu þá þrjú mörk.
Brann steinlá 3-0 á móti Fredrikstad í fyrstu umferðinni og var 1-0 undir í hálfleik í þessum fyrsta heimaleik liðsins. Útlitið var ekki bjart og stefni í hræðilega byrjun á þjálfaraferli Freys í Bergen.
Freyr náði hins vegar að tala sína menn til í hálfleik og liðið sneri leiknum við í seinni hálfleiknum.
Eggert Aron Guðmundsson lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Aune Selland Heggebö á 62. minútu og Heggebö fiskaði svo vítaspyrnu á 74. mínútu sem Niklas Castro skoraði úr.
Heggebö bætti við sínu öðru marki á 78. mínútu og kom Brann í 3-1. Heggebö skoraði þá með skalla eftir fyrirgjöf frá Castro.