„Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Kári Mímisson skrifar 6. apríl 2025 16:45 Davíð Smári fylgist íbygginn með af hliðarlínunni. Vísir/Anton Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sáttur með leik sinna mann í dag gegn Val á Hlíðarenda. Vestri sótt þar gott stig á erfiðum útivelli. „Ég er gríðarlega sáttur með karakter liðsins hér í dag. Varnarlega fannst mér við vera frábærir, fórnuðum okkur í alla bolta og sýndum mikla liðsheild. Ég er aftur á móti ekkert rosalega sáttur með hvernig við vorum á boltanum í dag, mér fannst við eiga of mikið af skítugum sendingum sem við þurfum að hreinsa betur til í. Annars er ég bara sáttur með stigið sem við sóttum hér í dag,“ sagði Davíð Smári við Vísi eftir leik. En má ekki segja að þetta hafi verið sterkt stig í þessari fallbaráttu sem ykkur er spáð í? „Menn geta svo sem horft á það þannig en ég hef auðvitað mjög mikla trú á þessu liði mínu og á auðvitað stóran þátt í að setja það saman. Við erum með mikið af leikmönnum sem ætla að gera mikið við sýna ferla sem myndar ákveðið samband inn í þetta lið. Ég hef mikla trú á þessu liði þó svo að aðrir hafi hana ekki, þannig að það er bara mitt svar við þessu.“ Spurður út í markið sem Vestri skoraði í dag segist Davíð ekki getað eignað sér það og segir að það hafi verið ákveðinn heppni yfir þessu stigi í dag. Heppni getur vissulega verið sköpuð og það má segja að Vestri hafi gert það í dag. Davíð Smári segir sínum mönnum til.Vísir/Anton „Ég ætla ekki að eigna mér það að við höfum skorað þetta mark. Við ætluðum okkur auðvitað að byrja seinni hálfleikinn af krafti og halda aðeins betur í boltann. Svo skorum við þetta mark á hálfgerðri tombólu. Þetta var ákveðinn heppni og það var heppni með okkur í dag, það er alveg klárt en stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi.“ Daði Berg Jónsson byrjaði í dag fyrir Vestra og var sprækur, hann þurfti aftur á móti að fara meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka. Davíð segir að það hafi ekki verið alvarlegt og hrósar Daða fyrir sinn leik í dag. „Ég held að hann hafi bara fengið smá krampa en ekkert alvarlegt. Hann var gríðarlega duglegur og flottur í leiknum.“ Glugginn enn opinn, eru þið að leita eftir nýjum leikmönnum áður en hann lokar? „Við erum alltaf opnir fyrir því að fá inn góða leikmenn. Það verða líka að vera leikmenn sem passa inn í það sem við erum að gera, ekki bara gæðalega heldur líka andlega. Við þurfum ákveðnar týpur af leikmönnum og ég er með fullan hóp af þannig týpum, þannig að ef við ætlum að fá okkur nýja leikmenn þurfa þeir að passa eins og flís við rass við það sem við erum að gera.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur með karakter liðsins hér í dag. Varnarlega fannst mér við vera frábærir, fórnuðum okkur í alla bolta og sýndum mikla liðsheild. Ég er aftur á móti ekkert rosalega sáttur með hvernig við vorum á boltanum í dag, mér fannst við eiga of mikið af skítugum sendingum sem við þurfum að hreinsa betur til í. Annars er ég bara sáttur með stigið sem við sóttum hér í dag,“ sagði Davíð Smári við Vísi eftir leik. En má ekki segja að þetta hafi verið sterkt stig í þessari fallbaráttu sem ykkur er spáð í? „Menn geta svo sem horft á það þannig en ég hef auðvitað mjög mikla trú á þessu liði mínu og á auðvitað stóran þátt í að setja það saman. Við erum með mikið af leikmönnum sem ætla að gera mikið við sýna ferla sem myndar ákveðið samband inn í þetta lið. Ég hef mikla trú á þessu liði þó svo að aðrir hafi hana ekki, þannig að það er bara mitt svar við þessu.“ Spurður út í markið sem Vestri skoraði í dag segist Davíð ekki getað eignað sér það og segir að það hafi verið ákveðinn heppni yfir þessu stigi í dag. Heppni getur vissulega verið sköpuð og það má segja að Vestri hafi gert það í dag. Davíð Smári segir sínum mönnum til.Vísir/Anton „Ég ætla ekki að eigna mér það að við höfum skorað þetta mark. Við ætluðum okkur auðvitað að byrja seinni hálfleikinn af krafti og halda aðeins betur í boltann. Svo skorum við þetta mark á hálfgerðri tombólu. Þetta var ákveðinn heppni og það var heppni með okkur í dag, það er alveg klárt en stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi.“ Daði Berg Jónsson byrjaði í dag fyrir Vestra og var sprækur, hann þurfti aftur á móti að fara meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka. Davíð segir að það hafi ekki verið alvarlegt og hrósar Daða fyrir sinn leik í dag. „Ég held að hann hafi bara fengið smá krampa en ekkert alvarlegt. Hann var gríðarlega duglegur og flottur í leiknum.“ Glugginn enn opinn, eru þið að leita eftir nýjum leikmönnum áður en hann lokar? „Við erum alltaf opnir fyrir því að fá inn góða leikmenn. Það verða líka að vera leikmenn sem passa inn í það sem við erum að gera, ekki bara gæðalega heldur líka andlega. Við þurfum ákveðnar týpur af leikmönnum og ég er með fullan hóp af þannig týpum, þannig að ef við ætlum að fá okkur nýja leikmenn þurfa þeir að passa eins og flís við rass við það sem við erum að gera.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira