„Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Kári Mímisson skrifar 6. apríl 2025 16:45 Davíð Smári fylgist íbygginn með af hliðarlínunni. Vísir/Anton Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sáttur með leik sinna mann í dag gegn Val á Hlíðarenda. Vestri sótt þar gott stig á erfiðum útivelli. „Ég er gríðarlega sáttur með karakter liðsins hér í dag. Varnarlega fannst mér við vera frábærir, fórnuðum okkur í alla bolta og sýndum mikla liðsheild. Ég er aftur á móti ekkert rosalega sáttur með hvernig við vorum á boltanum í dag, mér fannst við eiga of mikið af skítugum sendingum sem við þurfum að hreinsa betur til í. Annars er ég bara sáttur með stigið sem við sóttum hér í dag,“ sagði Davíð Smári við Vísi eftir leik. En má ekki segja að þetta hafi verið sterkt stig í þessari fallbaráttu sem ykkur er spáð í? „Menn geta svo sem horft á það þannig en ég hef auðvitað mjög mikla trú á þessu liði mínu og á auðvitað stóran þátt í að setja það saman. Við erum með mikið af leikmönnum sem ætla að gera mikið við sýna ferla sem myndar ákveðið samband inn í þetta lið. Ég hef mikla trú á þessu liði þó svo að aðrir hafi hana ekki, þannig að það er bara mitt svar við þessu.“ Spurður út í markið sem Vestri skoraði í dag segist Davíð ekki getað eignað sér það og segir að það hafi verið ákveðinn heppni yfir þessu stigi í dag. Heppni getur vissulega verið sköpuð og það má segja að Vestri hafi gert það í dag. Davíð Smári segir sínum mönnum til.Vísir/Anton „Ég ætla ekki að eigna mér það að við höfum skorað þetta mark. Við ætluðum okkur auðvitað að byrja seinni hálfleikinn af krafti og halda aðeins betur í boltann. Svo skorum við þetta mark á hálfgerðri tombólu. Þetta var ákveðinn heppni og það var heppni með okkur í dag, það er alveg klárt en stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi.“ Daði Berg Jónsson byrjaði í dag fyrir Vestra og var sprækur, hann þurfti aftur á móti að fara meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka. Davíð segir að það hafi ekki verið alvarlegt og hrósar Daða fyrir sinn leik í dag. „Ég held að hann hafi bara fengið smá krampa en ekkert alvarlegt. Hann var gríðarlega duglegur og flottur í leiknum.“ Glugginn enn opinn, eru þið að leita eftir nýjum leikmönnum áður en hann lokar? „Við erum alltaf opnir fyrir því að fá inn góða leikmenn. Það verða líka að vera leikmenn sem passa inn í það sem við erum að gera, ekki bara gæðalega heldur líka andlega. Við þurfum ákveðnar týpur af leikmönnum og ég er með fullan hóp af þannig týpum, þannig að ef við ætlum að fá okkur nýja leikmenn þurfa þeir að passa eins og flís við rass við það sem við erum að gera.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur með karakter liðsins hér í dag. Varnarlega fannst mér við vera frábærir, fórnuðum okkur í alla bolta og sýndum mikla liðsheild. Ég er aftur á móti ekkert rosalega sáttur með hvernig við vorum á boltanum í dag, mér fannst við eiga of mikið af skítugum sendingum sem við þurfum að hreinsa betur til í. Annars er ég bara sáttur með stigið sem við sóttum hér í dag,“ sagði Davíð Smári við Vísi eftir leik. En má ekki segja að þetta hafi verið sterkt stig í þessari fallbaráttu sem ykkur er spáð í? „Menn geta svo sem horft á það þannig en ég hef auðvitað mjög mikla trú á þessu liði mínu og á auðvitað stóran þátt í að setja það saman. Við erum með mikið af leikmönnum sem ætla að gera mikið við sýna ferla sem myndar ákveðið samband inn í þetta lið. Ég hef mikla trú á þessu liði þó svo að aðrir hafi hana ekki, þannig að það er bara mitt svar við þessu.“ Spurður út í markið sem Vestri skoraði í dag segist Davíð ekki getað eignað sér það og segir að það hafi verið ákveðinn heppni yfir þessu stigi í dag. Heppni getur vissulega verið sköpuð og það má segja að Vestri hafi gert það í dag. Davíð Smári segir sínum mönnum til.Vísir/Anton „Ég ætla ekki að eigna mér það að við höfum skorað þetta mark. Við ætluðum okkur auðvitað að byrja seinni hálfleikinn af krafti og halda aðeins betur í boltann. Svo skorum við þetta mark á hálfgerðri tombólu. Þetta var ákveðinn heppni og það var heppni með okkur í dag, það er alveg klárt en stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi.“ Daði Berg Jónsson byrjaði í dag fyrir Vestra og var sprækur, hann þurfti aftur á móti að fara meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka. Davíð segir að það hafi ekki verið alvarlegt og hrósar Daða fyrir sinn leik í dag. „Ég held að hann hafi bara fengið smá krampa en ekkert alvarlegt. Hann var gríðarlega duglegur og flottur í leiknum.“ Glugginn enn opinn, eru þið að leita eftir nýjum leikmönnum áður en hann lokar? „Við erum alltaf opnir fyrir því að fá inn góða leikmenn. Það verða líka að vera leikmenn sem passa inn í það sem við erum að gera, ekki bara gæðalega heldur líka andlega. Við þurfum ákveðnar týpur af leikmönnum og ég er með fullan hóp af þannig týpum, þannig að ef við ætlum að fá okkur nýja leikmenn þurfa þeir að passa eins og flís við rass við það sem við erum að gera.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira