Veður

Hiti gæti náð á­tján stigum fyrir norðan og austan

Atli Ísleifsson skrifar
Líkt og síðustu daga verður sunnan gola eða kaldi.
Líkt og síðustu daga verður sunnan gola eða kaldi. Vísir/Vilhelm

Líkt og síðustu daga verður sunnan gola eða kaldi, en strekkings vindur við suðvestur- og vesturströndina.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði skýjað og smávæta öðru hverju, en lengst af bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi.

„Fremur hlýtt og hiti gæti náð 15 til 18 stigum fyrir norðan og austan í dag þegar best lætur. Svalara fyrir norðan á morgun en annars svipað veður.

Á miðvikudag og fimmtudag er síðan spáð rigningu víðast hvar, þó síst á Austurlandi og eftir þá er útlit fyrir kólnandi veður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðaustan 3-8 m/s, en 8-13 suðvestantil. Bjartviðri norðaustan- og austanlands, annars skýjað og dálítil súld við suður- og vesturströndina. Hiti 4 til 13 stig.

Á miðvikudag: Sunnan 8-15 og rigning, en þurrt austanlands fram eftir degi. Heldur hlýrra austanlands, annars svipaður hiti.

Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt og súld eða rigning með köflum. Hiti 5 til 12 stig.

Á föstudag: Suðvestanátt og skúrir eða él, en léttir til á Austurlandi. Kólnandi veður.

Á laugardag: Suðlæg eða breytileg átt og víða skúrir eða él. Hiti 1 til 5 stig að deginum.

Á sunnudag (pálmasunnudagur): Útlit fyrir norðaustanátt með éljum fyrir norðan og vægt frost, en léttskýjað suðvestantil og hiti að 5 stigum að deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×