Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar 7. apríl 2025 11:02 Ég velti fyrir mér hvort hjá þessu væri nokkuð komist, þessi þrón hefur átt sér stað um allan heim og við þessu var varað. Það að það séu börn að bera inn stórhættuleg efni hingað til lands er ekki nýtt því það hafa verið líka íslensk ungmenni sem hafa verið að bera efni innan annarra landa. Er í því samhengi hægt að nefna lönd eins og Brasilíu og Tékkland, og voru bæði þessi mál fræg hér á landi því þær náðust og fengu dóma og þurftu að sitja inni í mun verri vistarverum en þessar stúlkur sem voru teknar með 20.000 töflur af gervi-morfíni sem eru 1000 sinnum sterkari en venjulegt morfín. Í báðum þeim tilfellum var um varnarlausar ungar stelpur að ræða. Við skulum ekki gleyma því að þarna að baki standa líka varnarlausar fjölskyldur sem eru fórnarlömb aðstæðna. Burðardýr Þetta eru langt frá því að vera einu dæmin því þau eru fjölmörg og bara fyrir nokkrum mánuðum var atvik þar sem íslenskur einstaklingur átti að vera þvingaður til að bera efni milli landa innan Evrópu, þessum einstaklingi var gerð upp skuld í fíkniefnaheiminum og hann átti að vera frjáls allra mála en ef hann færi ekki myndi hann verða fyrir óbætanlegu líkamstjóni vegna ofbeldis. Eins veit ég að ungmennum hefur verið fjarstýrt hér á landi af erlendum aðilum bæði úti í hinum stóra heimi, hvort heldur þegar kemur að peningaþvætti eða að bera fíkniefni á milli landa, einmitt vegna skulda og þar sem er haft í líflátshótunum. Við þessu var varað En við þessu var varað á sínum tíma, að hingað myndu leita skipulagðir glæpahópar og hvað hefur gerst, jú akkúrat það. Ofbeldið hefur harðnað og þessi heimur er allt annar í dag og menn hika ekki við að senda börn með stórhættuleg fíkniefni hingað til lands, sem mun hafa hryllilegar afleiðingar í för með sér á öllum stigum samfélagsins. Ég er ansi hræddur um að þessi slagur sé tapaður og þeir séu komnir til að vera og það að fjölga lögreglumönnum um 50 sé hvergi nærri nóg, því miður. Ég óttast að þessi heimur eigi eftir að harðna til muna með árunum og staðan sé nú þegar orðin ansi svört. Það er ekki nóg að herða löggæsluna og landamærin, það þarf líka að laga innviðina, meðferðarkerfin og skólana, íslenskukennslu fyrir nýbúana og ef áhersla verður ekki lögð á hana munum við skapa jarðveg til stéttskiptingar, og það er það sem hefur gerst í Svíþjóð og víðar og mér sýnist við vera að stefna í sömu leið hér á landi. Eða eins og lögreglan sagði við okkur Bjössa þegar við unnum í útideildinni þegar við fórum að kynna okkur samstarf félagsmálayfirvalda og lögreglu á Norðurlöndum 1995. Það er ekki bara nóg að herða á landamærum, því ef þú nærð ekki að tilheyra og þér finnst þú vera út undan á þá leitar þú að þínum líkum og það er sá markhópur sem þessar erlendu glæpaklíkur leita að, utangátarkrökkum sem eru ekki að fóta sig í þessum veruleika og þau fá vettvang til að tilheyra á hæpnum forsendum. Er stríðið tapað Það er staðreyndin og það hefur nú þegar gerst því það var komið á samband milli manna á Norðurlöndunum við íslenska aðila, sem hefði hæglega getað haft alvarlegar afleiðingar hér á landi, og var stöðvað af yfirvöldum. En fólk skal ekki halda að það sé nóg að gera það í eitt skipti því það finnast bara aðrar leiðir til samskipta og það er mikið eftir að slægjast hér á landi því fíkniefnamarkaðurinn er stór og efnin eru dýr. Staðreyndin er þessi, það er ekki hægt að sofna á verðinum og þetta er ekki lengur þannig að það séu undirheimahöfingjar hér á landi sem stjórni öllu heldur er þessu fjarstýrt annars staðar frá eins og ég nefndi hér að framan. Eins og þau ungmenni sem eru að fara héðan út í heim að bera efni á milli landa til að standa í skilum á fíkniefnaskuldum því fíkniefnaheimurinn er ekki eitt markaðssvæði og þar gilda engin landamæri innan hans og menn svífast einskis og harkan á bara eftir að aukast eins og lögreglan benti okkur á 1995 í Kaupmannahöfn eða eins og þeir orðuðu það, bíðið bara, þetta kemur! Við sjáum og heyrum brotabrot Ég held að það sem beri fyrir augu almennings og eyru sé svo lítið brotabrot af því sem er að gerast í þessum heimi og fólk geti engan veginn gert sér í hugarlund hvað þetta er ljótur heimur. Fyrir komu Facebook og Messanger hafa jafnvel fullorðnir fangar úr fangelsum landsins verið að fjarstýra og sér í lagi ungum, illa áttuðum stúlkum, hérna út á götu sem hafði í för með sér hræðilegar afleiðingar fyrir sumar af þessum stúlkum og fjölskyldum þeirra. Eins og er sagt hér að framan, það sem ber fyrir augu almennings er bara brotabrot af ljótleika þessa heims og það verður að taka honum alvarlega og svarið er ekki að byggja 25 milljarða fangelsi heldur miklu frekar að styrkja forvarnir og menntakerfið og sér í lagi fyrir einstaklinga sem eru ekki að ná tökum á lífinu. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég velti fyrir mér hvort hjá þessu væri nokkuð komist, þessi þrón hefur átt sér stað um allan heim og við þessu var varað. Það að það séu börn að bera inn stórhættuleg efni hingað til lands er ekki nýtt því það hafa verið líka íslensk ungmenni sem hafa verið að bera efni innan annarra landa. Er í því samhengi hægt að nefna lönd eins og Brasilíu og Tékkland, og voru bæði þessi mál fræg hér á landi því þær náðust og fengu dóma og þurftu að sitja inni í mun verri vistarverum en þessar stúlkur sem voru teknar með 20.000 töflur af gervi-morfíni sem eru 1000 sinnum sterkari en venjulegt morfín. Í báðum þeim tilfellum var um varnarlausar ungar stelpur að ræða. Við skulum ekki gleyma því að þarna að baki standa líka varnarlausar fjölskyldur sem eru fórnarlömb aðstæðna. Burðardýr Þetta eru langt frá því að vera einu dæmin því þau eru fjölmörg og bara fyrir nokkrum mánuðum var atvik þar sem íslenskur einstaklingur átti að vera þvingaður til að bera efni milli landa innan Evrópu, þessum einstaklingi var gerð upp skuld í fíkniefnaheiminum og hann átti að vera frjáls allra mála en ef hann færi ekki myndi hann verða fyrir óbætanlegu líkamstjóni vegna ofbeldis. Eins veit ég að ungmennum hefur verið fjarstýrt hér á landi af erlendum aðilum bæði úti í hinum stóra heimi, hvort heldur þegar kemur að peningaþvætti eða að bera fíkniefni á milli landa, einmitt vegna skulda og þar sem er haft í líflátshótunum. Við þessu var varað En við þessu var varað á sínum tíma, að hingað myndu leita skipulagðir glæpahópar og hvað hefur gerst, jú akkúrat það. Ofbeldið hefur harðnað og þessi heimur er allt annar í dag og menn hika ekki við að senda börn með stórhættuleg fíkniefni hingað til lands, sem mun hafa hryllilegar afleiðingar í för með sér á öllum stigum samfélagsins. Ég er ansi hræddur um að þessi slagur sé tapaður og þeir séu komnir til að vera og það að fjölga lögreglumönnum um 50 sé hvergi nærri nóg, því miður. Ég óttast að þessi heimur eigi eftir að harðna til muna með árunum og staðan sé nú þegar orðin ansi svört. Það er ekki nóg að herða löggæsluna og landamærin, það þarf líka að laga innviðina, meðferðarkerfin og skólana, íslenskukennslu fyrir nýbúana og ef áhersla verður ekki lögð á hana munum við skapa jarðveg til stéttskiptingar, og það er það sem hefur gerst í Svíþjóð og víðar og mér sýnist við vera að stefna í sömu leið hér á landi. Eða eins og lögreglan sagði við okkur Bjössa þegar við unnum í útideildinni þegar við fórum að kynna okkur samstarf félagsmálayfirvalda og lögreglu á Norðurlöndum 1995. Það er ekki bara nóg að herða á landamærum, því ef þú nærð ekki að tilheyra og þér finnst þú vera út undan á þá leitar þú að þínum líkum og það er sá markhópur sem þessar erlendu glæpaklíkur leita að, utangátarkrökkum sem eru ekki að fóta sig í þessum veruleika og þau fá vettvang til að tilheyra á hæpnum forsendum. Er stríðið tapað Það er staðreyndin og það hefur nú þegar gerst því það var komið á samband milli manna á Norðurlöndunum við íslenska aðila, sem hefði hæglega getað haft alvarlegar afleiðingar hér á landi, og var stöðvað af yfirvöldum. En fólk skal ekki halda að það sé nóg að gera það í eitt skipti því það finnast bara aðrar leiðir til samskipta og það er mikið eftir að slægjast hér á landi því fíkniefnamarkaðurinn er stór og efnin eru dýr. Staðreyndin er þessi, það er ekki hægt að sofna á verðinum og þetta er ekki lengur þannig að það séu undirheimahöfingjar hér á landi sem stjórni öllu heldur er þessu fjarstýrt annars staðar frá eins og ég nefndi hér að framan. Eins og þau ungmenni sem eru að fara héðan út í heim að bera efni á milli landa til að standa í skilum á fíkniefnaskuldum því fíkniefnaheimurinn er ekki eitt markaðssvæði og þar gilda engin landamæri innan hans og menn svífast einskis og harkan á bara eftir að aukast eins og lögreglan benti okkur á 1995 í Kaupmannahöfn eða eins og þeir orðuðu það, bíðið bara, þetta kemur! Við sjáum og heyrum brotabrot Ég held að það sem beri fyrir augu almennings og eyru sé svo lítið brotabrot af því sem er að gerast í þessum heimi og fólk geti engan veginn gert sér í hugarlund hvað þetta er ljótur heimur. Fyrir komu Facebook og Messanger hafa jafnvel fullorðnir fangar úr fangelsum landsins verið að fjarstýra og sér í lagi ungum, illa áttuðum stúlkum, hérna út á götu sem hafði í för með sér hræðilegar afleiðingar fyrir sumar af þessum stúlkum og fjölskyldum þeirra. Eins og er sagt hér að framan, það sem ber fyrir augu almennings er bara brotabrot af ljótleika þessa heims og það verður að taka honum alvarlega og svarið er ekki að byggja 25 milljarða fangelsi heldur miklu frekar að styrkja forvarnir og menntakerfið og sér í lagi fyrir einstaklinga sem eru ekki að ná tökum á lífinu. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun