Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2025 08:00 Jón Halldórsson, formaður HSÍ Vísir/Sigurjón Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, segir að það sé flókið verkefni og gæti verið erfitt að rétta af krefjandi fjárhagsstöðu sambandsins. Það sé verk þeirra sem standi að sambandinu að sjá til þess að það verði ekki gjaldþrota. Jón var sjálfkjörinn í embætti formanns á ársþingi HSÍ um nýliðna helgi og tekur við á krefjandi tímapunkti er við kemur fjárhag sambandsins en samanlagt tap á rekstri þess síðustu tvö ár nemur 130 milljónum króna. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins. Við erum með okkar fyrsta formlega fund tengt þessu á morgun. Við setjumst niður og skipum þessa klassísku nefnd til þess að kryfja allt það sem hefur verið í gangi. Ekki það að við séum með efasemdir um að eitthvað hafi verið gert rangt eða að það hafi verið vitlaust farið að með þessa hluti. Við ætlum að kryfja til þess að skilja og setja upp ítarlega aðgerðaráætlun varðandi það hvernig við ætlum að rétta við fjárhaginn. Það er ekki auðvelt verk, alveg klárlega ekki. Með svona fjárhag þá eru bara tvær leiðir. Það er að afla tekna eða að skera niður. Þetta verður flókið, gæti líka orðið erfitt.“ Jón hefur kynnt sér hlutina vel undanfarnar vikur. „Þegar að ég var búinn að taka þessa ákvörðun um að bjóða mig fram þá setti ég þetta upp sem þrjú box. Í fyrsta boxið setti ég niður með mér hvernig ég héldi að þetta væri. Undanfarnar vikur hef ég svo verið að ræða við fólkið í hreyfingunni og inn á skrifstofu HSÍ til að fá upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru. Þar er bara margt mjög gott búið að koma í ljós, fullt af góðum hlutum sem hafa verið unnir í sambandinu undanfarin ár. Hlutir sem ég jafnvel áttaði mig ekki á en var samt á kafi inn í sambandinu. Svo er það bara okkar hlutverk að búa til þriðja boxið sem snýr að því hvert við erum að fara með þetta.“ En maður spyr sig í svona stöðu, þegar að tapið er svona mikið. Getur HSÍ orðið gjaldþrota? „Það er bara okkar hlutverk að sjá til þess að svo verði ekki. Og aftur kem ég að því að þetta snýr ekki bara að handknattleikssambandinu, þetta snýr að þeim fjármunum sem við þurfum að fá inn í íþróttahreyfinguna. Það eru bara öll sérsambönd á Íslandi að berjast við að reyna reka sig. Við erum með eina af stærstu sjálfboðaliðahreyfingum landsins og þetta er gríðarlega mikið starf sem er unnið. Öll sérsamböndin þurfa að standa saman og fara að vinna að því að fá auknar tekjur, bæði frá ríki og bæ og finna leiðir til að auka tekjumöguleika inn í íþróttahreyfingunni.“ HSÍ Handbolti Tengdar fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32 Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Jón var sjálfkjörinn í embætti formanns á ársþingi HSÍ um nýliðna helgi og tekur við á krefjandi tímapunkti er við kemur fjárhag sambandsins en samanlagt tap á rekstri þess síðustu tvö ár nemur 130 milljónum króna. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins. Við erum með okkar fyrsta formlega fund tengt þessu á morgun. Við setjumst niður og skipum þessa klassísku nefnd til þess að kryfja allt það sem hefur verið í gangi. Ekki það að við séum með efasemdir um að eitthvað hafi verið gert rangt eða að það hafi verið vitlaust farið að með þessa hluti. Við ætlum að kryfja til þess að skilja og setja upp ítarlega aðgerðaráætlun varðandi það hvernig við ætlum að rétta við fjárhaginn. Það er ekki auðvelt verk, alveg klárlega ekki. Með svona fjárhag þá eru bara tvær leiðir. Það er að afla tekna eða að skera niður. Þetta verður flókið, gæti líka orðið erfitt.“ Jón hefur kynnt sér hlutina vel undanfarnar vikur. „Þegar að ég var búinn að taka þessa ákvörðun um að bjóða mig fram þá setti ég þetta upp sem þrjú box. Í fyrsta boxið setti ég niður með mér hvernig ég héldi að þetta væri. Undanfarnar vikur hef ég svo verið að ræða við fólkið í hreyfingunni og inn á skrifstofu HSÍ til að fá upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru. Þar er bara margt mjög gott búið að koma í ljós, fullt af góðum hlutum sem hafa verið unnir í sambandinu undanfarin ár. Hlutir sem ég jafnvel áttaði mig ekki á en var samt á kafi inn í sambandinu. Svo er það bara okkar hlutverk að búa til þriðja boxið sem snýr að því hvert við erum að fara með þetta.“ En maður spyr sig í svona stöðu, þegar að tapið er svona mikið. Getur HSÍ orðið gjaldþrota? „Það er bara okkar hlutverk að sjá til þess að svo verði ekki. Og aftur kem ég að því að þetta snýr ekki bara að handknattleikssambandinu, þetta snýr að þeim fjármunum sem við þurfum að fá inn í íþróttahreyfinguna. Það eru bara öll sérsambönd á Íslandi að berjast við að reyna reka sig. Við erum með eina af stærstu sjálfboðaliðahreyfingum landsins og þetta er gríðarlega mikið starf sem er unnið. Öll sérsamböndin þurfa að standa saman og fara að vinna að því að fá auknar tekjur, bæði frá ríki og bæ og finna leiðir til að auka tekjumöguleika inn í íþróttahreyfingunni.“
HSÍ Handbolti Tengdar fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32 Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Í beinni: Þrír ökuþórar keppast um heimsmeistaratitilinn Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32