Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2025 23:05 Astrid prinsessa og Lorenz prins til vinstri, og Laurent prins og Klara prinsessa til hægri, á þjóðhátíðardegi Belga í hitteðfyrra. EPA Laurent Belgaprins, yngri bróðir Filippusar Belgakonungs, tapaði í dag dómsmáli gegn belgíska ríkinu, sem hann stefndi fyrir að hafna beiðni hans um að fá greiddar almannatryggingar. Prinsinn fékk 388 þúsund evrur, eða rúmar 56 milljónir króna, í framfærslueyri frá belgíska ríkinu í fyrra. Auk opinberra starfa hans sem prins hefur hann rekið dýraverndarsamtök síðastliðinn áratug. Hann stefndi belgíska ríkinu í fyrra fyrir að hafa hafnað beiðni hans um almannatryggingar, sem hann sagðist eiga rétt á vegna þess að hann væri að hluta til sjálfstætt starfandi. Hann þyrfti á bótunum að halda meðal annars vegna sjúkrakostnaðar og til að tryggja fjárhag fjölskyldu hans eftir að hann fellur frá. Þá sagðist hann reka málið af prinsippástæðum, frekar en peninganna vegna. Dómstóll í Belgíu féllst ekki á þennan málflutning Laurents, og sagði hann hvorki teljast sjálfstætt starfandi né launþegi. Konunglegar skyldur hans teldust mun frekar til opinberra starfa. Kenndur við vandræði Olivier Rijckaert lögmaður Laurent segist íhuga áfrýjun. Í samtali við belgíska miðilinn Le Soir segir hann stærstan hluta framfærslueyrisins fara í að borga aðstoðarmanni Laurents og tilfallandi ferðakostnað. Að því frátöldu standi einungis um fimm þúsund evrur eftir á mánuði til ráðstöfunar. Hann eigi lögvarinn rétt á almannatryggingum sem hann fær ekki. Í frétt BBC segir að málið sé ekki fyrsta ágreiningsmál Laurent, og hann sé iðulega kallaður „hinn bölvaði prins“ meðal Belga. Árið 2018 samþykkti belgíska þingið að skera niður framfærslueyri til hans í heilt ár eftir að hann mætti í veislu í kínverska sendiráðið klæddur í einkennisbúning sjóhermanna, án leyfis ríkisstjórnarinnar. Þá hefur hann nokkrum sinnum verið sektaður fyrir of hraðan akstur. Hann sætti einnig gagnrýni fyrir opinberar heimsóknir sínar til Líbíu í valdatíð Muammar Gaddafi. Belgía Kóngafólk Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Prinsinn fékk 388 þúsund evrur, eða rúmar 56 milljónir króna, í framfærslueyri frá belgíska ríkinu í fyrra. Auk opinberra starfa hans sem prins hefur hann rekið dýraverndarsamtök síðastliðinn áratug. Hann stefndi belgíska ríkinu í fyrra fyrir að hafa hafnað beiðni hans um almannatryggingar, sem hann sagðist eiga rétt á vegna þess að hann væri að hluta til sjálfstætt starfandi. Hann þyrfti á bótunum að halda meðal annars vegna sjúkrakostnaðar og til að tryggja fjárhag fjölskyldu hans eftir að hann fellur frá. Þá sagðist hann reka málið af prinsippástæðum, frekar en peninganna vegna. Dómstóll í Belgíu féllst ekki á þennan málflutning Laurents, og sagði hann hvorki teljast sjálfstætt starfandi né launþegi. Konunglegar skyldur hans teldust mun frekar til opinberra starfa. Kenndur við vandræði Olivier Rijckaert lögmaður Laurent segist íhuga áfrýjun. Í samtali við belgíska miðilinn Le Soir segir hann stærstan hluta framfærslueyrisins fara í að borga aðstoðarmanni Laurents og tilfallandi ferðakostnað. Að því frátöldu standi einungis um fimm þúsund evrur eftir á mánuði til ráðstöfunar. Hann eigi lögvarinn rétt á almannatryggingum sem hann fær ekki. Í frétt BBC segir að málið sé ekki fyrsta ágreiningsmál Laurent, og hann sé iðulega kallaður „hinn bölvaði prins“ meðal Belga. Árið 2018 samþykkti belgíska þingið að skera niður framfærslueyri til hans í heilt ár eftir að hann mætti í veislu í kínverska sendiráðið klæddur í einkennisbúning sjóhermanna, án leyfis ríkisstjórnarinnar. Þá hefur hann nokkrum sinnum verið sektaður fyrir of hraðan akstur. Hann sætti einnig gagnrýni fyrir opinberar heimsóknir sínar til Líbíu í valdatíð Muammar Gaddafi.
Belgía Kóngafólk Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira