Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2025 11:00 Per-Mathias Högmo og hans menn voru teknir í bakaríið af Sandefjord með Stefán Inga Sigurðarson fremstan í flokki. Samsett/Getty/Sandefjord Eftir að Stefán Ingi Sigurðarson hafði farið illa með lið Molde í fyrradag sá þjálfari Molde, Per-Mathias Högmo, sig tilneyddan til að greiða kröfu frá ósáttum stuðningsmanni. Stefán Ingi skoraði tvö fyrstu mörk Sandefjord sem vann frábæran 3-0 sigur gegn Molde á sunnudaginn, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mörkin hans og fleiri hápunkta úr leiknum má sjá hér að neðan. Eftir leikinn var einn aðdáanda Molde sem ferðast hafði á leikinn svo ósáttur að hann krafði Högmo um 3.000 norskar krónur, eða hátt í 40 þúsund íslenskar krónur. Þá kröfu kveðst þjálfarinn hafa greitt, eftir að hafa ráðfært sig við konuna sína. „Já, það passar. Þegar ég kom heim hafði ég fengið skilaboð frá stuðningsmanni sem var á leiknum, sem var allt annað en sáttur. Hann sendi mér greiðslukröfu á Vipps og þá sagði Hilde konan mín: „Þetta finnst mér að þú ættir að borga!““ sagði Högmo við TV 2 í Noregi. Eftir greiðsluna fylgdu strax fleiri kröfur en Högmo lét nægja að borga í þetta eina sinn. „Það komu þrjár kröfur í viðbót. En þetta var sú eina sem ég greiddi,“ sagði Högmo og hló. Högmo hafði meðal annars verið orðaður við íslenska landsliðið í vetur, án þess þó að KSÍ boðaði hann nokkru sinni í viðtal, áður en hann var ráðinn til Molde. Eftir að hafa komist í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og fallið þar naumlega úr keppni í mars hefur Molde nú tapað fyrstu tveimur deildarleikjunum undir hans stjórn og það án þess að skora mark. Norski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Stefán Ingi skoraði tvö fyrstu mörk Sandefjord sem vann frábæran 3-0 sigur gegn Molde á sunnudaginn, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mörkin hans og fleiri hápunkta úr leiknum má sjá hér að neðan. Eftir leikinn var einn aðdáanda Molde sem ferðast hafði á leikinn svo ósáttur að hann krafði Högmo um 3.000 norskar krónur, eða hátt í 40 þúsund íslenskar krónur. Þá kröfu kveðst þjálfarinn hafa greitt, eftir að hafa ráðfært sig við konuna sína. „Já, það passar. Þegar ég kom heim hafði ég fengið skilaboð frá stuðningsmanni sem var á leiknum, sem var allt annað en sáttur. Hann sendi mér greiðslukröfu á Vipps og þá sagði Hilde konan mín: „Þetta finnst mér að þú ættir að borga!““ sagði Högmo við TV 2 í Noregi. Eftir greiðsluna fylgdu strax fleiri kröfur en Högmo lét nægja að borga í þetta eina sinn. „Það komu þrjár kröfur í viðbót. En þetta var sú eina sem ég greiddi,“ sagði Högmo og hló. Högmo hafði meðal annars verið orðaður við íslenska landsliðið í vetur, án þess þó að KSÍ boðaði hann nokkru sinni í viðtal, áður en hann var ráðinn til Molde. Eftir að hafa komist í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og fallið þar naumlega úr keppni í mars hefur Molde nú tapað fyrstu tveimur deildarleikjunum undir hans stjórn og það án þess að skora mark.
Norski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira