Sindri Sindrason skoðaði þakíbúð á Orkureitnum í Íslandi í dag í vikunni. Rut Káradóttir sá um að hanna alla innanhúsinnréttingu en Helgi Mar Magnússon er arkitekt byggingarinnar.
„Í þessari íbúð er stór hjónasvíta með baðherbergi og fataherbergi. Síðan er gestabaðherbergi og auka svefnherbergi sem er aðeins frá hjónasvítunni svo það sé aðeins meira prævasí þar á milli,“ segir Helgi.
En íbúðin sem um ræðir kostar yfir 270 milljónir króna.
„Nú er ég ekki fasteignasali, heldur arkitekt. En við það að fara í nýtt hús þá áttu að vera laus við viðhald næstu árin. Svo oft þegar þú ert að kaupa íbúð fylgir oft á tíðum sameign, bílakjallari og annað slíkt og þú ert kannski með einhver gæði sem þú varst ekki með í gamla húsinu þínu.“
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.