Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2025 14:49 Merz tekur hér í höndina á Saskia Esken, einum leiðtoga Sósíaldemókrata. Með þeim á myndinni eru Lars Klingbeil og Markus Soeder. AP/Ebrahim Noroozi Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. Stjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Þar sagði Merz, sem verður kanslari Þýskalands, að sáttmáli stjórnarflokkanna sendi „sterk og skýr skilaboð“ til Þjóðverja og Evrópusambandsins um að ný stjórn sé „sterk og fær um aðgerðir,“ líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá. Nokkur pressa hefur verið á stjórnarflokkunum um að mynda stjórn frá því kosningarnar fóru fram þann 23. febrúar, en það ekki gengið hraðar en raun ber vitni. Efnahagsástandið í Þýskalandi er ekki með stöðugasta móti, og hafa tollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Evrópusambandsþjóðir ekki bætt úr skák. Kristilegir demókratar og íhaldsmenn, sem Merz fór fyrir í kosningunum, voru hlutskarpastir í febrúar og fengu 208 þingsæti af 630. Sósíaldemókratar fengu 120 sæti, og mynda flokkarnir saman meirihluta með 328 þingsæti. Skoðanakönnun sem gerð var í upphafi mánaðar bendir þó til þess að nú hafi jaðarhægriflokkurinn AfD aukið við fylgi sitt, og mælist hann stærri en flokkur Merz. Aðrar þjóðir geti stólað á Þýskaland Þegar stjórnarsamstarfið var kynnt í dag sagði Merz að síðustu vikur hefðu aðilar að stjórnarsáttmálanum unnið baki brotnu, en fram undan væri „rammgerð áætlun um að koma landinu í fremstu röð að nýju“. Hann lofaði því að ríkisstjórnin myndi byggja upp Þýskaland og ná þar jafnvægi, auk þess sem aðrar Evrópuþjóðir myndu geta treyst Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa ekki myndað ríkisstjórni tóku flokkarnir, sem nú hafa náð lendingu, höndum saman um að koma ákveðnum málum í gegnum þingið. Í síðasta mánuði samþykktu þeir að slaka á reglum um nýjar skuldir ríkisins, með það fyrir augum að geta aukið við fjárútlát til varnarmála, og til að geta komið á fót innviðasjóði. Í kosningabaráttunni hafði flokkur Merz talað gegn því að ríkið stofnaði til nýrra skulda. Verður kanslari í næsta mánuði Meðal þess sem var kynnt í dag var að ríkisstjórnin myndi grípa til ýmissa aðgerða til þess að „stjórna og að miklu leyti binda endi á óreglulega fólksflutninga til landsins“, en innflytjendamál voru eitt stærsta kosningamálið í febrúar. Merz sagðist þess fullvis að báðir flokkar myndu samþykkja stjórnarsáttmálann, og að ný ríkisstjórn gæti hafist handa í næsta mánuði, en Merz mun þurfa að bíða þar til þá með að hljóta kjör þingsins í embætti kanslara. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Stjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Þar sagði Merz, sem verður kanslari Þýskalands, að sáttmáli stjórnarflokkanna sendi „sterk og skýr skilaboð“ til Þjóðverja og Evrópusambandsins um að ný stjórn sé „sterk og fær um aðgerðir,“ líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá. Nokkur pressa hefur verið á stjórnarflokkunum um að mynda stjórn frá því kosningarnar fóru fram þann 23. febrúar, en það ekki gengið hraðar en raun ber vitni. Efnahagsástandið í Þýskalandi er ekki með stöðugasta móti, og hafa tollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Evrópusambandsþjóðir ekki bætt úr skák. Kristilegir demókratar og íhaldsmenn, sem Merz fór fyrir í kosningunum, voru hlutskarpastir í febrúar og fengu 208 þingsæti af 630. Sósíaldemókratar fengu 120 sæti, og mynda flokkarnir saman meirihluta með 328 þingsæti. Skoðanakönnun sem gerð var í upphafi mánaðar bendir þó til þess að nú hafi jaðarhægriflokkurinn AfD aukið við fylgi sitt, og mælist hann stærri en flokkur Merz. Aðrar þjóðir geti stólað á Þýskaland Þegar stjórnarsamstarfið var kynnt í dag sagði Merz að síðustu vikur hefðu aðilar að stjórnarsáttmálanum unnið baki brotnu, en fram undan væri „rammgerð áætlun um að koma landinu í fremstu röð að nýju“. Hann lofaði því að ríkisstjórnin myndi byggja upp Þýskaland og ná þar jafnvægi, auk þess sem aðrar Evrópuþjóðir myndu geta treyst Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa ekki myndað ríkisstjórni tóku flokkarnir, sem nú hafa náð lendingu, höndum saman um að koma ákveðnum málum í gegnum þingið. Í síðasta mánuði samþykktu þeir að slaka á reglum um nýjar skuldir ríkisins, með það fyrir augum að geta aukið við fjárútlát til varnarmála, og til að geta komið á fót innviðasjóði. Í kosningabaráttunni hafði flokkur Merz talað gegn því að ríkið stofnaði til nýrra skulda. Verður kanslari í næsta mánuði Meðal þess sem var kynnt í dag var að ríkisstjórnin myndi grípa til ýmissa aðgerða til þess að „stjórna og að miklu leyti binda endi á óreglulega fólksflutninga til landsins“, en innflytjendamál voru eitt stærsta kosningamálið í febrúar. Merz sagðist þess fullvis að báðir flokkar myndu samþykkja stjórnarsáttmálann, og að ný ríkisstjórn gæti hafist handa í næsta mánuði, en Merz mun þurfa að bíða þar til þá með að hljóta kjör þingsins í embætti kanslara.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira