Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2025 07:30 Raphinha fagnar markinu með Pau Cubarsi, Fermin Lopez og Jules Kounde. Cubarsi tók því ekki illa að Raphinha stal markinu hans. Getty/David Ramos Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. Brasilíski framherjinn Raphinha stal markinu hans Cubarsí með því að sparka boltanum í markið á marklínunni þegar boltinn var á leiðinni í markið. RAPHINHA GETS THE FINAL TOUCH ON CUBARSÍ'S SHOT TO OPEN THE SCORING FOR BARCA 🔥 pic.twitter.com/9rJnUwt58A— ESPN FC (@ESPNFC) April 9, 2025 Raphinha lagði síðan upp mörk fyrir bæði Robert Lewandowski og Lamine Yamal. Raphinha var næstum því rangstæður í markinu og það hefði verið ansi súrt ef markið hefði verið dæmt af vegna markagræðgi hans. Svo fór nú ekki. „Ég hafði áhyggjur af því í fyrsta markinu að ég hefði verið rangstæður. Það var eins gott að svo var ekki,“ sagði Raphinha. „Ég bað Cubarsí afsökunar. Hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur af þessu því hann fengi stoðsendinguna. Ég hélt að boltinn væri að fara fram hjá markinu og þetta voru ósjálfráð viðbrögð hjá mér,“ sagði Raphinha. Þetta var tólft mark Raphinha í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og enginn hefur skorað fleiri. Hann hefur líka lagt upp sjö mörk og er því búinn að koma með beinum hætti að nítján mörkum. Með þessu jafnaði hann besta árangur Lionel Messi á einu Meistaradeildartímabili og eiga þeir nú Barcelona metið saman. 12 + 7 - Barcelona's Raphinha is the first player in UEFA Champions League history to record both more than 10 goals and more than five assists in a single campaign (12 goals, 7 assists). Pioneer. pic.twitter.com/rtdryzWArl— OptaJoe (@OptaJoe) April 9, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
Brasilíski framherjinn Raphinha stal markinu hans Cubarsí með því að sparka boltanum í markið á marklínunni þegar boltinn var á leiðinni í markið. RAPHINHA GETS THE FINAL TOUCH ON CUBARSÍ'S SHOT TO OPEN THE SCORING FOR BARCA 🔥 pic.twitter.com/9rJnUwt58A— ESPN FC (@ESPNFC) April 9, 2025 Raphinha lagði síðan upp mörk fyrir bæði Robert Lewandowski og Lamine Yamal. Raphinha var næstum því rangstæður í markinu og það hefði verið ansi súrt ef markið hefði verið dæmt af vegna markagræðgi hans. Svo fór nú ekki. „Ég hafði áhyggjur af því í fyrsta markinu að ég hefði verið rangstæður. Það var eins gott að svo var ekki,“ sagði Raphinha. „Ég bað Cubarsí afsökunar. Hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur af þessu því hann fengi stoðsendinguna. Ég hélt að boltinn væri að fara fram hjá markinu og þetta voru ósjálfráð viðbrögð hjá mér,“ sagði Raphinha. Þetta var tólft mark Raphinha í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og enginn hefur skorað fleiri. Hann hefur líka lagt upp sjö mörk og er því búinn að koma með beinum hætti að nítján mörkum. Með þessu jafnaði hann besta árangur Lionel Messi á einu Meistaradeildartímabili og eiga þeir nú Barcelona metið saman. 12 + 7 - Barcelona's Raphinha is the first player in UEFA Champions League history to record both more than 10 goals and more than five assists in a single campaign (12 goals, 7 assists). Pioneer. pic.twitter.com/rtdryzWArl— OptaJoe (@OptaJoe) April 9, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira