Brann steinlá 3-0 í fyrsta leik sínum undir stjórn Freys Alexanderssonar en hefur nú svarað því með tveimur góðum sigrum.
Brann vann 2-1 heimsigur á móti Strömsgodset í kvöld. Liðið hoppaði fyrir vikið upp í fimmta sætið.
Íslenski landsliðsmaðurinn Logi Tómasson spilar með Strömsgodset en byrjaði á bekknum í þessum leik. Logi kom inn á völlinn á 57. mínútu í stöðunni 1-1.
Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann en var tekinn af velli á 71. mínútu.
Mínútu áður hafði Felix Horn Myhre skorað sigurmarkið.
Niklas Castro kom Brann í 1-0 með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks en Marko Lawk Farji jafnaði fyrir Strömsgodset á 50. mínútu.
Viking vann 3-1 sigur á Kristiansund í hinum leiknum en Hilmir Mikaelsson kom inn á sem varamaður hjá Viking á 77. mínútu.