„Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2025 22:08 Arnar Pétursson er á leiðinni með íslenska liðið á lokakeppni HM. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í handbolta inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi seinna á þessu ári. Íslenska liðið tryggði sér þátttökurétt á HM með því að leggja Ísrael að velli en Arnar segir leikmenn sína hafa setið undir svívirðrilegum og einkar ósanngjörnum ásökunum í aðdraganda leiksins. „Fyrst og fremst líður mér bara svakalega vel að hafa geirneglt það að tryggja okkur þátttökurétt í lokakeppni HM. Það er merkilegur áfangi að vera á leiðinni á stórmót í þriðja skiptið í röð og því ber að fagna vel og innilega,“ sagði Arnar Pétursson hrærður að leik loknum en hann stýrði liðinu á lokakeppni HM og EM og fær nú annað tækifæri til þess að vera á hliðarlínunni á heimsmeistaramóti. „Við höfum gefið það út að við viljum komast á þann stað að vera reglulega á stórmótum og nú erum við að nálgast það markmið okkar. Það er gleðilegt að íslenskur kvennahandbolti sé að færast framar á alþjóðlegum vettvangi. Með því að spila á móti bestu þjóðum heims aukum við möguleikann á því að geta tekið annað skref í átt að því að færast nær sterkustu liðum heimsins sem við viljum bera okkur saman við og geta mætt á samkeppnisgrundvelli,“ sagði Arnar enn fremur. Leikurinn í gær litaðist tölvuert af því að fyrir utan Ásvelli létu mótmælendur sem veittu Palestínu stuðning í striði þeirra við Ísrael vel í sér heyra. Arnar segir leikmenn sína hafa þurft að þola margt í vikunni fyrir leikina tvo og kveðst stoltur af því hvernig þær höndluðu málin bæði innan vallar sem utan. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar um vikuna sem leið. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði hann og var augljóslega mikið niðri fyrir. Arnar Pétursson sáttur við sína leikmenn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „En að ætlast til þess að leikmenn mínir mæti ekki til leiks sem myndi verða til þess að Ísrael myndi sjálfkrafa fara á lokakeppni HM þar sem þær myndu þá halda áfram að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar þykir mér fyrir neðan allar hellur. Við leggjum okkar lóð á vogarskálina með því að fordæma þetta stríð opinberlega og mæta til leiks á íþróttavöll og leggja Ísrael að velli þar. Nú er þessari tilfinningaþrnngnu viku blessunarlega búin og við getum farið að einbeita okkur að því að búa liðið undir spennandi verkefni á lokakeppni HM þar sem liðið á svo sannarlega heima. “ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
„Fyrst og fremst líður mér bara svakalega vel að hafa geirneglt það að tryggja okkur þátttökurétt í lokakeppni HM. Það er merkilegur áfangi að vera á leiðinni á stórmót í þriðja skiptið í röð og því ber að fagna vel og innilega,“ sagði Arnar Pétursson hrærður að leik loknum en hann stýrði liðinu á lokakeppni HM og EM og fær nú annað tækifæri til þess að vera á hliðarlínunni á heimsmeistaramóti. „Við höfum gefið það út að við viljum komast á þann stað að vera reglulega á stórmótum og nú erum við að nálgast það markmið okkar. Það er gleðilegt að íslenskur kvennahandbolti sé að færast framar á alþjóðlegum vettvangi. Með því að spila á móti bestu þjóðum heims aukum við möguleikann á því að geta tekið annað skref í átt að því að færast nær sterkustu liðum heimsins sem við viljum bera okkur saman við og geta mætt á samkeppnisgrundvelli,“ sagði Arnar enn fremur. Leikurinn í gær litaðist tölvuert af því að fyrir utan Ásvelli létu mótmælendur sem veittu Palestínu stuðning í striði þeirra við Ísrael vel í sér heyra. Arnar segir leikmenn sína hafa þurft að þola margt í vikunni fyrir leikina tvo og kveðst stoltur af því hvernig þær höndluðu málin bæði innan vallar sem utan. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar um vikuna sem leið. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði hann og var augljóslega mikið niðri fyrir. Arnar Pétursson sáttur við sína leikmenn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „En að ætlast til þess að leikmenn mínir mæti ekki til leiks sem myndi verða til þess að Ísrael myndi sjálfkrafa fara á lokakeppni HM þar sem þær myndu þá halda áfram að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar þykir mér fyrir neðan allar hellur. Við leggjum okkar lóð á vogarskálina með því að fordæma þetta stríð opinberlega og mæta til leiks á íþróttavöll og leggja Ísrael að velli þar. Nú er þessari tilfinningaþrnngnu viku blessunarlega búin og við getum farið að einbeita okkur að því að búa liðið undir spennandi verkefni á lokakeppni HM þar sem liðið á svo sannarlega heima. “
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira