Bílastæðin fullbókuð um páskana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2025 15:45 Íslendingar á leið til útlanda og eru vanir að geyma bíla sína á vellinum þurfa að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að því að koma sér á Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Farþegar sem ætla að leggja bíl sínum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að flest bílastæði við flugvöllinn eru nú fullbókuð yfir hátíðarnar, enda eru páskarnir ein stærsta ferðhelgi Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Ekki sé hægt að ganga að því vísu að hægt sé að bóka Almenn eða Betri stæði - þ.e. stæði á P1 og P3 - yfir alla páskana. Þá er fullbókað í Premium bílastæðaþjónustuna á KEF. Ekki er hægt að koma á bíl á völlinn núna og fá bílastæði nema að það hafi verið bókað fyrir fram. Takist ferðalöngum ekki að bóka stæði á þeim tíma sem þeir þurfa um páskana eru þeir hvattir til að kynna sér aðra samgöngumáta til og frá KEF. Má þar nefna ferðir með leigubílum, rútum eða strætisvögnum. Hér má finna upplýsingar um allar samgönguleiðir til og frá KEF. Hér má finna kort af bílastæðum við KEF og upplýsingar um samgönguþjónustu við flugstöðina. Farþegar eru hvattir til að mæta snemma í flug þar sem töluverð umferð er um Keflavíkurflugvöll nú um páskana. Farþegar eru einnig hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00. Forðast óþarfa aukakostnað Bílastæðakerfi KEF er með aðgangsstýringu sem les bílnúmer á bílum þegar ekið er inn á þau og út af þeim. Það á við bæði ef lagt er í einhverja daga eða þegar ekið er inn á stæðin um leið og farþegar eru sóttir eða þeim skutlað í flug. Gjaldfrjálst er á P1 stæðin í 15 mínútur en á P2 í hálftíma. Boðið er upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir með bílastæðaforritum. Hægt er að greiða með Autopay og einnig með bílastæðaappinu Parka, auk þess sem sjálfsalar eru til staðar inni í flugstöðinni. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bíleiganda. Farþegum er þó bent á að ef sú leið er valinn bætist 1.490 króna þjónustugjald ofan á bílastæðagjaldið og er fólki því bent á að forðast þennan aukakostnað með því að nýta aðrar þær greiðsluleiðir sem eru í boði. Hægt er að greiða á vef Autopay allt að tveimur sólahringum eftir að bílastæðið er yfirgefið og komast þannig hjá óþarfa kostnaði. Ef ökumaður er ekki fullviss um að gjaldskylda hafi skapast er hægt að slá inn bílnúmer á vef Autopay til að sjá hvort dvalið hafi verið fram yfir gjaldfrjálsan tíma á bílastæði þegar t.d. farþegi var sóttur. Þar kæmi þá fram rukkun og hve lengi var dvalið á bílastæðinu. Fimm mínútur í rennunni Þá minnir Isavia á gjaldtöku í svokallaðri rennu við brottfararinngang flugstöðvarinnar sem hófst í byrjun mars. „Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva bíl sinn þar í stutta stund til að hleypa út farþegum og losa farangur. Gjaldfrjálst er að stoppa þar í allt að fimm mínútur, en almenn nýting farþega á rennunni er undir þeim tímamörkum. Þurfi farþegar eða fólk sem er að sækja þá lengri tíma er bent á að hægt er að leggja gjaldfrjálst á P2 bílastæðunum komu megin við flugstöðina í hálftíma,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Isavia Bílastæði Páskar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Ekki sé hægt að ganga að því vísu að hægt sé að bóka Almenn eða Betri stæði - þ.e. stæði á P1 og P3 - yfir alla páskana. Þá er fullbókað í Premium bílastæðaþjónustuna á KEF. Ekki er hægt að koma á bíl á völlinn núna og fá bílastæði nema að það hafi verið bókað fyrir fram. Takist ferðalöngum ekki að bóka stæði á þeim tíma sem þeir þurfa um páskana eru þeir hvattir til að kynna sér aðra samgöngumáta til og frá KEF. Má þar nefna ferðir með leigubílum, rútum eða strætisvögnum. Hér má finna upplýsingar um allar samgönguleiðir til og frá KEF. Hér má finna kort af bílastæðum við KEF og upplýsingar um samgönguþjónustu við flugstöðina. Farþegar eru hvattir til að mæta snemma í flug þar sem töluverð umferð er um Keflavíkurflugvöll nú um páskana. Farþegar eru einnig hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00. Forðast óþarfa aukakostnað Bílastæðakerfi KEF er með aðgangsstýringu sem les bílnúmer á bílum þegar ekið er inn á þau og út af þeim. Það á við bæði ef lagt er í einhverja daga eða þegar ekið er inn á stæðin um leið og farþegar eru sóttir eða þeim skutlað í flug. Gjaldfrjálst er á P1 stæðin í 15 mínútur en á P2 í hálftíma. Boðið er upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir með bílastæðaforritum. Hægt er að greiða með Autopay og einnig með bílastæðaappinu Parka, auk þess sem sjálfsalar eru til staðar inni í flugstöðinni. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bíleiganda. Farþegum er þó bent á að ef sú leið er valinn bætist 1.490 króna þjónustugjald ofan á bílastæðagjaldið og er fólki því bent á að forðast þennan aukakostnað með því að nýta aðrar þær greiðsluleiðir sem eru í boði. Hægt er að greiða á vef Autopay allt að tveimur sólahringum eftir að bílastæðið er yfirgefið og komast þannig hjá óþarfa kostnaði. Ef ökumaður er ekki fullviss um að gjaldskylda hafi skapast er hægt að slá inn bílnúmer á vef Autopay til að sjá hvort dvalið hafi verið fram yfir gjaldfrjálsan tíma á bílastæði þegar t.d. farþegi var sóttur. Þar kæmi þá fram rukkun og hve lengi var dvalið á bílastæðinu. Fimm mínútur í rennunni Þá minnir Isavia á gjaldtöku í svokallaðri rennu við brottfararinngang flugstöðvarinnar sem hófst í byrjun mars. „Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva bíl sinn þar í stutta stund til að hleypa út farþegum og losa farangur. Gjaldfrjálst er að stoppa þar í allt að fimm mínútur, en almenn nýting farþega á rennunni er undir þeim tímamörkum. Þurfi farþegar eða fólk sem er að sækja þá lengri tíma er bent á að hægt er að leggja gjaldfrjálst á P2 bílastæðunum komu megin við flugstöðina í hálftíma,“ segir í tilkynningu frá Isavia.
Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Isavia Bílastæði Páskar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira