Menendez bræðurnir nær frelsinu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2025 13:40 Erik vinstri) og Lyle Menendez (Hægri). AP/Fangelsismálastofnun Kaliforníu Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum samþykkti í gær að halda í næstu viku réttarhöld um það hvort breyta eigi dómi Menendez bræðranna. Lyle og Erik Menendez gætu því mögulega gengið lausir á næstunni. Bræðurnir afplána nú lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 en eiga ekki möguleika á því að vera sleppt á skilorði, eins og saksóknari hefur lagt til. Dómarinn Michael Jesic tók á móti lögmönnum bræðranna og saksóknurum í dómsal í gær. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Nathan Hochman, nýr héraðssaksóknari Los Angeles, reynt að stöðva tillögu George Gascón, forvera síns, um að breyta dómi Menendez-bræðranna. Gascón sagði þegar hann lagði tillöguna fram að hann teldi bræðurna hafa greitt skuld sína til samfélagsins. Grimmilegt morð Lyle og Erik Menendez á foreldrum þeirra vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Lyle var þá 21 árs og Erik átján, þegar þeir ruddust inn til foreldra sinna með haglabyssur og skutu þau til bana þar sem þau borðuðu ís yfir James Bond mynd. Fyrstu réttarhöldin gegn þeim urðu ómerk árið 1993 þar sem kviðdómendur gátu ekki komist að niðurstöðu. Í seinni réttarhöldunum takmarkaði dómari vitnisburð um kynferðislegt ofbeldi sem bræðurnir sögðust hafa verið beittir af föður þeirra og bannaði hann einnig myndavélar í dómsalnum. Þá voru bræðurnir sakfelldir árið 1996. Áhuginn á máli þeirra hefur kviknað aftur á undanförnum árum og að miklu leyti vegna vinsælla heimildarþátta á Netflix. Ríkisstjóri einnig með niðurfellingu til skoðunar Lyle er nú 57 ára og Erik 54 ára og hafa lítið sem ekkert afplánað í sama fangelsinu í Bandaríkjunum. Það gerðist fyrst árið 2018. Starfsmenn Hochman ítrekuðu í dómsal í gær að Menendez bræðurnir hefðu logið í upphaflegu réttarhöldunum og sýndu myndir frá vettvangi morðanna. Vildu þeir þannig fá dómarann til að neita að taka tillögu Gascón frekar til skoðunar. Jesic neitaði að verða við þeirri kröfu í gær en samþykkti að ræða málið betur í dómsal í næstu viku. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er þar að auki sagður vera með til skoðunar að fella niður dóm þeirra og stendur til að ræða það á fundum í júní. Það er þó ótengt réttarhöldum næstu viku um hvort þeim gæti verið sleppt á reynslulausn. Mark Geragos, lögmaður Menendez bræðranna.AP/Damian Dovarganes Hrósað af fangavörðum, sálfræðingum og föngum Undanfarna mánuði hafa blaðamenn vestanhafs tekið feril bræðranna í fangelsi til skoðunar. Í stuttu máli sagt bendir saga þeirra til þess að bræðurnir hafi hagað sér vel og hefur þeim verið lýst sem „fyrirmyndarföngum“, eins og fram kemur ítarlegri grein New York Times. Eins og áður segir afplánuðu þeir fyrst í sama fangelsinu árið 2018 en þá voru þeir í Richard J. Donovan fangelsinu, nærri San Diego í Kaliforníu. Það er sérstakt fangelsi fyrir fanga sem leggja stund á menntun og reyna að betrumbæta sig. Bæði Lyle og Erik hafa orðið sér út um háskólapróf í fangelsi og eru sagðir hafa aðstoðað aðra fanga við að snúa við blaðinu. Opinberar skrár um bræðurna eru sagðar fullar af hrósi og jákvæðum umsögnum frá starfsmönnum fangelsa sem þeir hafa afplánað dóm sinn í, sálfræðingum og öðrum föngum. Einn starfsmaður fangelsisins nærri San Diego skrifaði til dæmis um Lyle að „einstaklega sjaldgæft“ væri að finna fanga sem hefði verið dæmdur til lífstíðarfangelsis án þess að eiga séns á reynslulausn einbeita sér að því að betrumbæta sig, aðra fanga og umhverfi þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Bræðurnir afplána nú lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 en eiga ekki möguleika á því að vera sleppt á skilorði, eins og saksóknari hefur lagt til. Dómarinn Michael Jesic tók á móti lögmönnum bræðranna og saksóknurum í dómsal í gær. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Nathan Hochman, nýr héraðssaksóknari Los Angeles, reynt að stöðva tillögu George Gascón, forvera síns, um að breyta dómi Menendez-bræðranna. Gascón sagði þegar hann lagði tillöguna fram að hann teldi bræðurna hafa greitt skuld sína til samfélagsins. Grimmilegt morð Lyle og Erik Menendez á foreldrum þeirra vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Lyle var þá 21 árs og Erik átján, þegar þeir ruddust inn til foreldra sinna með haglabyssur og skutu þau til bana þar sem þau borðuðu ís yfir James Bond mynd. Fyrstu réttarhöldin gegn þeim urðu ómerk árið 1993 þar sem kviðdómendur gátu ekki komist að niðurstöðu. Í seinni réttarhöldunum takmarkaði dómari vitnisburð um kynferðislegt ofbeldi sem bræðurnir sögðust hafa verið beittir af föður þeirra og bannaði hann einnig myndavélar í dómsalnum. Þá voru bræðurnir sakfelldir árið 1996. Áhuginn á máli þeirra hefur kviknað aftur á undanförnum árum og að miklu leyti vegna vinsælla heimildarþátta á Netflix. Ríkisstjóri einnig með niðurfellingu til skoðunar Lyle er nú 57 ára og Erik 54 ára og hafa lítið sem ekkert afplánað í sama fangelsinu í Bandaríkjunum. Það gerðist fyrst árið 2018. Starfsmenn Hochman ítrekuðu í dómsal í gær að Menendez bræðurnir hefðu logið í upphaflegu réttarhöldunum og sýndu myndir frá vettvangi morðanna. Vildu þeir þannig fá dómarann til að neita að taka tillögu Gascón frekar til skoðunar. Jesic neitaði að verða við þeirri kröfu í gær en samþykkti að ræða málið betur í dómsal í næstu viku. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er þar að auki sagður vera með til skoðunar að fella niður dóm þeirra og stendur til að ræða það á fundum í júní. Það er þó ótengt réttarhöldum næstu viku um hvort þeim gæti verið sleppt á reynslulausn. Mark Geragos, lögmaður Menendez bræðranna.AP/Damian Dovarganes Hrósað af fangavörðum, sálfræðingum og föngum Undanfarna mánuði hafa blaðamenn vestanhafs tekið feril bræðranna í fangelsi til skoðunar. Í stuttu máli sagt bendir saga þeirra til þess að bræðurnir hafi hagað sér vel og hefur þeim verið lýst sem „fyrirmyndarföngum“, eins og fram kemur ítarlegri grein New York Times. Eins og áður segir afplánuðu þeir fyrst í sama fangelsinu árið 2018 en þá voru þeir í Richard J. Donovan fangelsinu, nærri San Diego í Kaliforníu. Það er sérstakt fangelsi fyrir fanga sem leggja stund á menntun og reyna að betrumbæta sig. Bæði Lyle og Erik hafa orðið sér út um háskólapróf í fangelsi og eru sagðir hafa aðstoðað aðra fanga við að snúa við blaðinu. Opinberar skrár um bræðurna eru sagðar fullar af hrósi og jákvæðum umsögnum frá starfsmönnum fangelsa sem þeir hafa afplánað dóm sinn í, sálfræðingum og öðrum föngum. Einn starfsmaður fangelsisins nærri San Diego skrifaði til dæmis um Lyle að „einstaklega sjaldgæft“ væri að finna fanga sem hefði verið dæmdur til lífstíðarfangelsis án þess að eiga séns á reynslulausn einbeita sér að því að betrumbæta sig, aðra fanga og umhverfi þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira