Lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag. Holstebro vann þá tólf marka sigur á Ringsted, 39-27. Holstebro endaði í 7. sæti deildarinnar en efstu átta liðin fara í úrslitakeppnina. Þeim er skipt niður í tvo riðla þar sem liðin mætast heima og að heiman.
Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia unnu Skanderborg, 27-32. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia sem endaði í 3. sæti.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Skanderborg sem lauk keppni í 5. sæti.
Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði eitt mark fyrir Bjerringbro/Silkeborg sem tapaði fyrir Grindsted, 30-33.
Ribe-Esbjerg steinlá fyrir Skjern, 39-29. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Ribe-Esbjerg sem endaði í 12. sæti og fer í umspil um að halda sér í úrvalsdeildinni. Ágúst Elí Björgvinsson varði fimm skot í marki Ribe-Esbjerg.