Þetta var annar sigur Düsseldorf í röð og þriðji sigurinn í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 47 stig, fimm stigum frá toppliði Hamburg.
Ísak Bergmann Jóhannesson lék ekki með Düsseldorf í dag vegna veikinda en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu.
Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði sem fremsti maður hjá Preussen Münster sem gerði 1-1 jafntefli við Karlsruher í þýsku B-deildinni.
Hólmbert og félagar eru í 16. sæti deildarinnar af átján liðum. Þeir hafa aðeins unnið sex af 29 deildarleikjum sínum á tímabilinu.
Þá kom Andri Lucas Guðjohnsen inn á sem varamaður og lék síðustu sjö mínúturnar í 0-1 útisigri Gent á Antwerp í belgísku úrvalsdeildinni. Gent er í 5. sæti úrslitakeppninnar með 26 stig.