Fótbolti

Hin­rik skoraði sitt fyrsta mark í ó­væntu bikartapi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hinrik Harðarson var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og þakkaði traustið með góðu marki.
Hinrik Harðarson var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og þakkaði traustið með góðu marki. odd

Hinrik Harðarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Odd í óvæntu 3-2 tapi gegn Flint í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnar.

Hinrik gekk til liðs við Odd fyrir um mánuði síðan og hefur komið inn af bekknum í tveimur deildarleikjum en spilaði allan leikinn í dag.

Hann þakkaði fyrir traustið með góðu marki, skoti af stuttu færi, en það var ekki meira en klór í bakkann fyrir Odd sem tapaði leiknum 3-2. Tapið verður að teljast nokkuð óvænt þar sem Odd spilar í næstefstu deild Noregs en Flint í þriðju efstu deild.

Hilmir Rafn Mikaelsson var einnig á skotskónum og setti tvö mörk í öruggum 0-6 sigri Viking gegn Hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×