„Við erum tilbúin í samstarf“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. apríl 2025 19:47 Þór Pálsson er skólastjóri Rafmenntar. Samsett/Aðsend/Vilhelm Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. Í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins sem birt var síðdegis í dag segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra að Rafmennt hefði hætt við áform sín um að aðstoða við rekstur Kvikmyndaskóla Íslands. „Ég kannast við að Rafmennt hafi ætlað að taka þetta yfir og ég hélt að það væri búið að ganga frá því. Síðan kom í ljós að það var ekki. Þannig ég veit ekki meira en að einhverra hluta vegna hættu þeir við. Hvers vegna veit ég ekki,“ segir Guðmundur Ingi. Rafmennt hefur nú svarað með sinni eigin yfirlýsingu þar sem þeir segjast enn vera tilbúnir í samstarf. „Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi - bæði núna og til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingu Rafmenntar. Forsagan er sú að Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og því lagði mennta- og barnamálaráðuneytið fram þá tillögu að nemendurnir fengju að ljúka námi sínu við Tækniskólann. Samhliða námi þeirra yrði þróuð kvikmyndagerðarbraut við skólann. Nemendur og starfsfólk skólans er ekki ánægt með tillöguna. Í opnu bréfi nemenda til ráðherrans segja þau skólann mikilvæga þekkingarstofnun. „Barátta okkar snýst fyrst og fremst um að tryggja áframhaldandi gæði náms. Samróma vilji okkar er að skólinn haldi áfram í núverandi formi og að auki skuli hlotnast viðurkenning fyrir það nám sem okkur er kennt. Háskólaráðuneyti hefur nú þegar viðurkennt námið sem háskólanám. Við köllum eftir því að þitt ráðuneyti geri það líka,“ segir í bréfi nemendanna. Rafmennt hefur gefið nú út tvær yfirlýsingar þar sem forsvarsmenn lýsa áhuga á að hjálpa við rekstur skólans. „Stjórnin skorar á ráðuneytið að bregðast við án tafar og hefja samtal,“ stóð í fyrri yfirlýsingunni, dagsett 11. apríl. Nú í nýrri yfirlýsingu segjast forsvarsmenn Rafmenntar ítrekað hafa reynt að bjóða fram aðstoð sína. „Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur - hvorki til skemmri tíma né til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingunni. Guðmundur Ingi Kristinsson sagði í viðtali birt á Vísi í gær að hafa fundað með Rafmennt en samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Sjá nánar: „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Viðbrögð Rafmenntar við ummælum menntamálaráðherra Vegna ummæla Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og mennta vill Rafmennt koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Í kjölfar gjaldþrots Kvikmyndaskóla Íslands brást Rafmennt tafarlaust við og bauð fram aðstoð sína – í samstarfi við RSÍ, SART og Félag tæknifólks – með það að markmiði að tryggja órofið nám nemenda og hefja samtal um framtíð kvikmyndamenntunar á Íslandi. Fulltrúar skólans höfðu samband við viðeigandi ráðuneyti og í kjölfarið skiptastjóra og eigendur húsnæðis skólans og lögðu fram tillögur sem miðuðu að því að ljúka önninni og finn farsæla leið fram á við. Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur – hvorki til skemmri tíma né til framtíðar. Námið skyldi fara til Tækniskólans og ekki yrði unnið að öðrum möguleikum. Það er mikilvægt að ráðherra fái réttar upplýsingar. Við höfum frá upphafi boðið fram samstarf, stuðning og fjármögnun – ekki til að „taka yfir einkaskóla“, heldur til að bregðast við stöðu sem upp var komin af ábyrgð og fagmennsku. Rafmennt er ekki einkaaðili með sérhagsmuni í þessu máli. Við erum viðurkenndur menntaaðili með rekstrarleyfi frá ráðuneytinu sjálfu, og að baki okkur standa hagsmunasamtök launafólks og atvinnulífs. Okkar eina markmið hefur verið að tryggja hagsmuni nemenda og að byggja upp framtíðarmenntun í kvikmyndagerð í takt við þarfir greinarinnar. Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi – bæði núna og til framtíðar. Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
Í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins sem birt var síðdegis í dag segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra að Rafmennt hefði hætt við áform sín um að aðstoða við rekstur Kvikmyndaskóla Íslands. „Ég kannast við að Rafmennt hafi ætlað að taka þetta yfir og ég hélt að það væri búið að ganga frá því. Síðan kom í ljós að það var ekki. Þannig ég veit ekki meira en að einhverra hluta vegna hættu þeir við. Hvers vegna veit ég ekki,“ segir Guðmundur Ingi. Rafmennt hefur nú svarað með sinni eigin yfirlýsingu þar sem þeir segjast enn vera tilbúnir í samstarf. „Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi - bæði núna og til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingu Rafmenntar. Forsagan er sú að Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og því lagði mennta- og barnamálaráðuneytið fram þá tillögu að nemendurnir fengju að ljúka námi sínu við Tækniskólann. Samhliða námi þeirra yrði þróuð kvikmyndagerðarbraut við skólann. Nemendur og starfsfólk skólans er ekki ánægt með tillöguna. Í opnu bréfi nemenda til ráðherrans segja þau skólann mikilvæga þekkingarstofnun. „Barátta okkar snýst fyrst og fremst um að tryggja áframhaldandi gæði náms. Samróma vilji okkar er að skólinn haldi áfram í núverandi formi og að auki skuli hlotnast viðurkenning fyrir það nám sem okkur er kennt. Háskólaráðuneyti hefur nú þegar viðurkennt námið sem háskólanám. Við köllum eftir því að þitt ráðuneyti geri það líka,“ segir í bréfi nemendanna. Rafmennt hefur gefið nú út tvær yfirlýsingar þar sem forsvarsmenn lýsa áhuga á að hjálpa við rekstur skólans. „Stjórnin skorar á ráðuneytið að bregðast við án tafar og hefja samtal,“ stóð í fyrri yfirlýsingunni, dagsett 11. apríl. Nú í nýrri yfirlýsingu segjast forsvarsmenn Rafmenntar ítrekað hafa reynt að bjóða fram aðstoð sína. „Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur - hvorki til skemmri tíma né til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingunni. Guðmundur Ingi Kristinsson sagði í viðtali birt á Vísi í gær að hafa fundað með Rafmennt en samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Sjá nánar: „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Viðbrögð Rafmenntar við ummælum menntamálaráðherra Vegna ummæla Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og mennta vill Rafmennt koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Í kjölfar gjaldþrots Kvikmyndaskóla Íslands brást Rafmennt tafarlaust við og bauð fram aðstoð sína – í samstarfi við RSÍ, SART og Félag tæknifólks – með það að markmiði að tryggja órofið nám nemenda og hefja samtal um framtíð kvikmyndamenntunar á Íslandi. Fulltrúar skólans höfðu samband við viðeigandi ráðuneyti og í kjölfarið skiptastjóra og eigendur húsnæðis skólans og lögðu fram tillögur sem miðuðu að því að ljúka önninni og finn farsæla leið fram á við. Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur – hvorki til skemmri tíma né til framtíðar. Námið skyldi fara til Tækniskólans og ekki yrði unnið að öðrum möguleikum. Það er mikilvægt að ráðherra fái réttar upplýsingar. Við höfum frá upphafi boðið fram samstarf, stuðning og fjármögnun – ekki til að „taka yfir einkaskóla“, heldur til að bregðast við stöðu sem upp var komin af ábyrgð og fagmennsku. Rafmennt er ekki einkaaðili með sérhagsmuni í þessu máli. Við erum viðurkenndur menntaaðili með rekstrarleyfi frá ráðuneytinu sjálfu, og að baki okkur standa hagsmunasamtök launafólks og atvinnulífs. Okkar eina markmið hefur verið að tryggja hagsmuni nemenda og að byggja upp framtíðarmenntun í kvikmyndagerð í takt við þarfir greinarinnar. Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi – bæði núna og til framtíðar.
Viðbrögð Rafmenntar við ummælum menntamálaráðherra Vegna ummæla Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og mennta vill Rafmennt koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Í kjölfar gjaldþrots Kvikmyndaskóla Íslands brást Rafmennt tafarlaust við og bauð fram aðstoð sína – í samstarfi við RSÍ, SART og Félag tæknifólks – með það að markmiði að tryggja órofið nám nemenda og hefja samtal um framtíð kvikmyndamenntunar á Íslandi. Fulltrúar skólans höfðu samband við viðeigandi ráðuneyti og í kjölfarið skiptastjóra og eigendur húsnæðis skólans og lögðu fram tillögur sem miðuðu að því að ljúka önninni og finn farsæla leið fram á við. Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur – hvorki til skemmri tíma né til framtíðar. Námið skyldi fara til Tækniskólans og ekki yrði unnið að öðrum möguleikum. Það er mikilvægt að ráðherra fái réttar upplýsingar. Við höfum frá upphafi boðið fram samstarf, stuðning og fjármögnun – ekki til að „taka yfir einkaskóla“, heldur til að bregðast við stöðu sem upp var komin af ábyrgð og fagmennsku. Rafmennt er ekki einkaaðili með sérhagsmuni í þessu máli. Við erum viðurkenndur menntaaðili með rekstrarleyfi frá ráðuneytinu sjálfu, og að baki okkur standa hagsmunasamtök launafólks og atvinnulífs. Okkar eina markmið hefur verið að tryggja hagsmuni nemenda og að byggja upp framtíðarmenntun í kvikmyndagerð í takt við þarfir greinarinnar. Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi – bæði núna og til framtíðar.
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira