„Við erum tilbúin í samstarf“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. apríl 2025 19:47 Þór Pálsson er skólastjóri Rafmenntar. Samsett/Aðsend/Vilhelm Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. Í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins sem birt var síðdegis í dag segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra að Rafmennt hefði hætt við áform sín um að aðstoða við rekstur Kvikmyndaskóla Íslands. „Ég kannast við að Rafmennt hafi ætlað að taka þetta yfir og ég hélt að það væri búið að ganga frá því. Síðan kom í ljós að það var ekki. Þannig ég veit ekki meira en að einhverra hluta vegna hættu þeir við. Hvers vegna veit ég ekki,“ segir Guðmundur Ingi. Rafmennt hefur nú svarað með sinni eigin yfirlýsingu þar sem þeir segjast enn vera tilbúnir í samstarf. „Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi - bæði núna og til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingu Rafmenntar. Forsagan er sú að Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og því lagði mennta- og barnamálaráðuneytið fram þá tillögu að nemendurnir fengju að ljúka námi sínu við Tækniskólann. Samhliða námi þeirra yrði þróuð kvikmyndagerðarbraut við skólann. Nemendur og starfsfólk skólans er ekki ánægt með tillöguna. Í opnu bréfi nemenda til ráðherrans segja þau skólann mikilvæga þekkingarstofnun. „Barátta okkar snýst fyrst og fremst um að tryggja áframhaldandi gæði náms. Samróma vilji okkar er að skólinn haldi áfram í núverandi formi og að auki skuli hlotnast viðurkenning fyrir það nám sem okkur er kennt. Háskólaráðuneyti hefur nú þegar viðurkennt námið sem háskólanám. Við köllum eftir því að þitt ráðuneyti geri það líka,“ segir í bréfi nemendanna. Rafmennt hefur gefið nú út tvær yfirlýsingar þar sem forsvarsmenn lýsa áhuga á að hjálpa við rekstur skólans. „Stjórnin skorar á ráðuneytið að bregðast við án tafar og hefja samtal,“ stóð í fyrri yfirlýsingunni, dagsett 11. apríl. Nú í nýrri yfirlýsingu segjast forsvarsmenn Rafmenntar ítrekað hafa reynt að bjóða fram aðstoð sína. „Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur - hvorki til skemmri tíma né til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingunni. Guðmundur Ingi Kristinsson sagði í viðtali birt á Vísi í gær að hafa fundað með Rafmennt en samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Sjá nánar: „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Viðbrögð Rafmenntar við ummælum menntamálaráðherra Vegna ummæla Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og mennta vill Rafmennt koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Í kjölfar gjaldþrots Kvikmyndaskóla Íslands brást Rafmennt tafarlaust við og bauð fram aðstoð sína – í samstarfi við RSÍ, SART og Félag tæknifólks – með það að markmiði að tryggja órofið nám nemenda og hefja samtal um framtíð kvikmyndamenntunar á Íslandi. Fulltrúar skólans höfðu samband við viðeigandi ráðuneyti og í kjölfarið skiptastjóra og eigendur húsnæðis skólans og lögðu fram tillögur sem miðuðu að því að ljúka önninni og finn farsæla leið fram á við. Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur – hvorki til skemmri tíma né til framtíðar. Námið skyldi fara til Tækniskólans og ekki yrði unnið að öðrum möguleikum. Það er mikilvægt að ráðherra fái réttar upplýsingar. Við höfum frá upphafi boðið fram samstarf, stuðning og fjármögnun – ekki til að „taka yfir einkaskóla“, heldur til að bregðast við stöðu sem upp var komin af ábyrgð og fagmennsku. Rafmennt er ekki einkaaðili með sérhagsmuni í þessu máli. Við erum viðurkenndur menntaaðili með rekstrarleyfi frá ráðuneytinu sjálfu, og að baki okkur standa hagsmunasamtök launafólks og atvinnulífs. Okkar eina markmið hefur verið að tryggja hagsmuni nemenda og að byggja upp framtíðarmenntun í kvikmyndagerð í takt við þarfir greinarinnar. Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi – bæði núna og til framtíðar. Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins sem birt var síðdegis í dag segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra að Rafmennt hefði hætt við áform sín um að aðstoða við rekstur Kvikmyndaskóla Íslands. „Ég kannast við að Rafmennt hafi ætlað að taka þetta yfir og ég hélt að það væri búið að ganga frá því. Síðan kom í ljós að það var ekki. Þannig ég veit ekki meira en að einhverra hluta vegna hættu þeir við. Hvers vegna veit ég ekki,“ segir Guðmundur Ingi. Rafmennt hefur nú svarað með sinni eigin yfirlýsingu þar sem þeir segjast enn vera tilbúnir í samstarf. „Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi - bæði núna og til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingu Rafmenntar. Forsagan er sú að Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og því lagði mennta- og barnamálaráðuneytið fram þá tillögu að nemendurnir fengju að ljúka námi sínu við Tækniskólann. Samhliða námi þeirra yrði þróuð kvikmyndagerðarbraut við skólann. Nemendur og starfsfólk skólans er ekki ánægt með tillöguna. Í opnu bréfi nemenda til ráðherrans segja þau skólann mikilvæga þekkingarstofnun. „Barátta okkar snýst fyrst og fremst um að tryggja áframhaldandi gæði náms. Samróma vilji okkar er að skólinn haldi áfram í núverandi formi og að auki skuli hlotnast viðurkenning fyrir það nám sem okkur er kennt. Háskólaráðuneyti hefur nú þegar viðurkennt námið sem háskólanám. Við köllum eftir því að þitt ráðuneyti geri það líka,“ segir í bréfi nemendanna. Rafmennt hefur gefið nú út tvær yfirlýsingar þar sem forsvarsmenn lýsa áhuga á að hjálpa við rekstur skólans. „Stjórnin skorar á ráðuneytið að bregðast við án tafar og hefja samtal,“ stóð í fyrri yfirlýsingunni, dagsett 11. apríl. Nú í nýrri yfirlýsingu segjast forsvarsmenn Rafmenntar ítrekað hafa reynt að bjóða fram aðstoð sína. „Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur - hvorki til skemmri tíma né til framtíðar,“ stendur í yfirlýsingunni. Guðmundur Ingi Kristinsson sagði í viðtali birt á Vísi í gær að hafa fundað með Rafmennt en samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Sjá nánar: „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Viðbrögð Rafmenntar við ummælum menntamálaráðherra Vegna ummæla Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og mennta vill Rafmennt koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Í kjölfar gjaldþrots Kvikmyndaskóla Íslands brást Rafmennt tafarlaust við og bauð fram aðstoð sína – í samstarfi við RSÍ, SART og Félag tæknifólks – með það að markmiði að tryggja órofið nám nemenda og hefja samtal um framtíð kvikmyndamenntunar á Íslandi. Fulltrúar skólans höfðu samband við viðeigandi ráðuneyti og í kjölfarið skiptastjóra og eigendur húsnæðis skólans og lögðu fram tillögur sem miðuðu að því að ljúka önninni og finn farsæla leið fram á við. Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur – hvorki til skemmri tíma né til framtíðar. Námið skyldi fara til Tækniskólans og ekki yrði unnið að öðrum möguleikum. Það er mikilvægt að ráðherra fái réttar upplýsingar. Við höfum frá upphafi boðið fram samstarf, stuðning og fjármögnun – ekki til að „taka yfir einkaskóla“, heldur til að bregðast við stöðu sem upp var komin af ábyrgð og fagmennsku. Rafmennt er ekki einkaaðili með sérhagsmuni í þessu máli. Við erum viðurkenndur menntaaðili með rekstrarleyfi frá ráðuneytinu sjálfu, og að baki okkur standa hagsmunasamtök launafólks og atvinnulífs. Okkar eina markmið hefur verið að tryggja hagsmuni nemenda og að byggja upp framtíðarmenntun í kvikmyndagerð í takt við þarfir greinarinnar. Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi – bæði núna og til framtíðar.
Viðbrögð Rafmenntar við ummælum menntamálaráðherra Vegna ummæla Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og mennta vill Rafmennt koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Í kjölfar gjaldþrots Kvikmyndaskóla Íslands brást Rafmennt tafarlaust við og bauð fram aðstoð sína – í samstarfi við RSÍ, SART og Félag tæknifólks – með það að markmiði að tryggja órofið nám nemenda og hefja samtal um framtíð kvikmyndamenntunar á Íslandi. Fulltrúar skólans höfðu samband við viðeigandi ráðuneyti og í kjölfarið skiptastjóra og eigendur húsnæðis skólans og lögðu fram tillögur sem miðuðu að því að ljúka önninni og finn farsæla leið fram á við. Eftir ítrekaðar tilraunir fengum við loks stuttan fund með embættismönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Rafmennt að lausn fyrir nemendur – hvorki til skemmri tíma né til framtíðar. Námið skyldi fara til Tækniskólans og ekki yrði unnið að öðrum möguleikum. Það er mikilvægt að ráðherra fái réttar upplýsingar. Við höfum frá upphafi boðið fram samstarf, stuðning og fjármögnun – ekki til að „taka yfir einkaskóla“, heldur til að bregðast við stöðu sem upp var komin af ábyrgð og fagmennsku. Rafmennt er ekki einkaaðili með sérhagsmuni í þessu máli. Við erum viðurkenndur menntaaðili með rekstrarleyfi frá ráðuneytinu sjálfu, og að baki okkur standa hagsmunasamtök launafólks og atvinnulífs. Okkar eina markmið hefur verið að tryggja hagsmuni nemenda og að byggja upp framtíðarmenntun í kvikmyndagerð í takt við þarfir greinarinnar. Við erum enn tilbúin í samstarf. En það krefst þess að vilji til samtals sé fyrir hendi – bæði núna og til framtíðar.
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira