„Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 17:17 Stuðningsmenn Dallas Mavericks tóku Luka Doncic fagnandi þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll og fór á kostum í búningi LA Lakers. Getty/Sam Hodde Luka Doncic og dramatísk endurkoma hans til Dallas í síðustu viku er á meðal þess sem menn munu ræða um í sérstökum uppgjörsþætti af Lögmálum leiksins í kvöld. Í þættinum í kvöld verður deildarkeppni NBA-deildarinnar gerð upp, nú þegar úrslitakeppnin er að taka við, og helstu hetjur heiðraðar. En menn fara einnig yfir það helsta frá síðustu dögum og meðal annars þegar tárvotur Doncic fór gjörsamlega á kostum og skoraði 45 stig fyrir LA Lakers gegn Dallas Mavericks, fyrir framan gömlu stuðningsmennina sína eftir brotthvarfið óvænta í febrúar. Brotthvarf sem skrifast alfarið á stjórnendur Dallas. „Ég er búinn að sjá mörg viðtöl og stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta. Vitið þið hvað hann gerði daginn fyrir leik? Þá fer hann á barnaspítala í Dallas. Hann er frábær gaur,“ segir Leifur Steinn Árnason í Lögmálum leiksins en brot úr þætti kvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um tárvotan Luka Doncic Máté Dalmay bendir á að Doncic eigi sér í raun enga óvini og sé nánast alls staðar vel metinn. Leifur er ekki alveg sammála því og segir: „Hans „haters“ eru meirihlutinn af körfuboltafjölmiðlamönnum í Bandaríkjunum.“ „Er það samt?“ skýtur Kjartan inn í en Leifur heldur áfram: „Þeir hafa talað mjög illa um hann frá því að hann byrjaði. Það eina gáfulega kannski sem komið hefur frá Mark Cuban í svolítið langan tíma er að þeir skilja ekki muninn á Balkan-leikmönnunum [og þeim bandarísku]. Hjá bandarísku leikmönnunum er ofuráhersla á að vera í toppformi á meðan að ofuráherslan hjá Luka og Jokic er að vera toppkörfuboltamenn. Nico Harrison [framkvæmdastjóri Dallas Mavericks] að segja að Luka sé ekki í topp líkamlegu formi skiptir kannski ekki eins miklu máli og þeir voru að setja áherslu á. Að segja að Luka sé feitur sem hann er alls ekki. Hann er í frábæru körfuboltaformi,“ segir Leifur. Þátturinn í kvöld fer í loftið klukkan 20, á Stöð 2 Sport 2. NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Í þættinum í kvöld verður deildarkeppni NBA-deildarinnar gerð upp, nú þegar úrslitakeppnin er að taka við, og helstu hetjur heiðraðar. En menn fara einnig yfir það helsta frá síðustu dögum og meðal annars þegar tárvotur Doncic fór gjörsamlega á kostum og skoraði 45 stig fyrir LA Lakers gegn Dallas Mavericks, fyrir framan gömlu stuðningsmennina sína eftir brotthvarfið óvænta í febrúar. Brotthvarf sem skrifast alfarið á stjórnendur Dallas. „Ég er búinn að sjá mörg viðtöl og stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta. Vitið þið hvað hann gerði daginn fyrir leik? Þá fer hann á barnaspítala í Dallas. Hann er frábær gaur,“ segir Leifur Steinn Árnason í Lögmálum leiksins en brot úr þætti kvöldsins má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um tárvotan Luka Doncic Máté Dalmay bendir á að Doncic eigi sér í raun enga óvini og sé nánast alls staðar vel metinn. Leifur er ekki alveg sammála því og segir: „Hans „haters“ eru meirihlutinn af körfuboltafjölmiðlamönnum í Bandaríkjunum.“ „Er það samt?“ skýtur Kjartan inn í en Leifur heldur áfram: „Þeir hafa talað mjög illa um hann frá því að hann byrjaði. Það eina gáfulega kannski sem komið hefur frá Mark Cuban í svolítið langan tíma er að þeir skilja ekki muninn á Balkan-leikmönnunum [og þeim bandarísku]. Hjá bandarísku leikmönnunum er ofuráhersla á að vera í toppformi á meðan að ofuráherslan hjá Luka og Jokic er að vera toppkörfuboltamenn. Nico Harrison [framkvæmdastjóri Dallas Mavericks] að segja að Luka sé ekki í topp líkamlegu formi skiptir kannski ekki eins miklu máli og þeir voru að setja áherslu á. Að segja að Luka sé feitur sem hann er alls ekki. Hann er í frábæru körfuboltaformi,“ segir Leifur. Þátturinn í kvöld fer í loftið klukkan 20, á Stöð 2 Sport 2.
NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Luka Doncic gat ekki haldið aftur af tárunum fyrir endurkomu sína til Dallas. Hann var þó fljótur að núllstilla sig og skoraði 45 stig þegar Los Angeles Lakers vann gamla liðið hans, 97-112, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 10. apríl 2025 10:33
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti