Andriy Shevchenko á leið til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 09:32 Andrei Shevchenko var leikmaður ítalska félagsins AC Milan þegar hann fékk Gullknöttinn fyrir árið 2004. Getty/New Press Knattspyrnusamband Íslands fær góðan gest í heimsókn til landsins í næsta mánuði en þar er á ferðinni einn besti knattspyrnumaður heims á sínum tíma. Andriy Shevchenko, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Úkraínu, verður sérstakur gestur á Norrænu knattspyrnuráðstefnunni (Nordic Football Research Conference 2025). Shevchenko er núverandi formaður knattspyrnusambands Úkraínu. Ráðstefnan fer í Háskólanum í Reykjavík (HR) dagana 21.-22. maí næstkomandi í samstarfi KSÍ og HR. Þetta er í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin, en knattspyrnusambönd á Norðurlöndum skiptast á að halda þessa ráðstefnu í samstarfi við háskóla í sínu landi. Shevchenko átti glæstan feril sem leikmaður og hlaut meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Gullknöttinn, Ballon d´Or, árið 2004, sem eru veitt besta leikmanni fótboltans á hverju ári. Úkraínumaðurinn lék með Dynamo Kiev í heimalandinu, ítalska liðinu AC Milan og enska liðinu Chelsea, auk þess að leika 111 leiki og skora 48 mörk fyrir A landslið þjóðar sinnar. Hann þjálfaði síðan úkraínska landsliðið á árunum 2016 til 2021, auk þess að vera þjálfari Genoa í ítölsku deildinni um skeið tímabilið 2021-2022. Í janúar 2024 var hann kjörinn forseti Knattspyrnusambands Úkraínu. Shevchenko var í framboði til framkvæmdastjórnar UEFA fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum frambjóðendum sem kepptu um tvö sæti, en náði ekki kjöri. Ráðstefnan fer fram dagana 21.til 22. maí en kvöldið áður, þann 20. maí kl. 19:00-21:00 verður haldinn sérstakur opnunarviðburður í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð). Þetta verður spurt og svarað viðburður (Q&A) með Andriy Shevchenko þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Einungis þau sem hafa keypt sér miða á ráðstefnuna geta sótt þann viðburð. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar á sviði þjálfunar, frammistöðu, greininga og sálfræði fyrir knattspyrnu. Markmiðið er að hjálpa knattspyrnusamböndum, félögum og þjálfurum að ná árangri á vellinum með hagnýtingu þessara fræða. Þjálfarar með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi fá 15 endurmenntunarstig fyrir að sitja ráðstefnuna. Samkvæmt reglum UEFA um þjálfaramenntun þá þurfa þjálfarar að sækja 15 endurmenntunarstig yfir þriggja ára tímabil, til að endurnýja þjálfararéttindi. KSÍ Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar „Lið mega varla komast inn í teig án þess að skora“ Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Sjá meira
Andriy Shevchenko, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Úkraínu, verður sérstakur gestur á Norrænu knattspyrnuráðstefnunni (Nordic Football Research Conference 2025). Shevchenko er núverandi formaður knattspyrnusambands Úkraínu. Ráðstefnan fer í Háskólanum í Reykjavík (HR) dagana 21.-22. maí næstkomandi í samstarfi KSÍ og HR. Þetta er í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin, en knattspyrnusambönd á Norðurlöndum skiptast á að halda þessa ráðstefnu í samstarfi við háskóla í sínu landi. Shevchenko átti glæstan feril sem leikmaður og hlaut meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Gullknöttinn, Ballon d´Or, árið 2004, sem eru veitt besta leikmanni fótboltans á hverju ári. Úkraínumaðurinn lék með Dynamo Kiev í heimalandinu, ítalska liðinu AC Milan og enska liðinu Chelsea, auk þess að leika 111 leiki og skora 48 mörk fyrir A landslið þjóðar sinnar. Hann þjálfaði síðan úkraínska landsliðið á árunum 2016 til 2021, auk þess að vera þjálfari Genoa í ítölsku deildinni um skeið tímabilið 2021-2022. Í janúar 2024 var hann kjörinn forseti Knattspyrnusambands Úkraínu. Shevchenko var í framboði til framkvæmdastjórnar UEFA fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum frambjóðendum sem kepptu um tvö sæti, en náði ekki kjöri. Ráðstefnan fer fram dagana 21.til 22. maí en kvöldið áður, þann 20. maí kl. 19:00-21:00 verður haldinn sérstakur opnunarviðburður í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð). Þetta verður spurt og svarað viðburður (Q&A) með Andriy Shevchenko þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Einungis þau sem hafa keypt sér miða á ráðstefnuna geta sótt þann viðburð. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar á sviði þjálfunar, frammistöðu, greininga og sálfræði fyrir knattspyrnu. Markmiðið er að hjálpa knattspyrnusamböndum, félögum og þjálfurum að ná árangri á vellinum með hagnýtingu þessara fræða. Þjálfarar með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi fá 15 endurmenntunarstig fyrir að sitja ráðstefnuna. Samkvæmt reglum UEFA um þjálfaramenntun þá þurfa þjálfarar að sækja 15 endurmenntunarstig yfir þriggja ára tímabil, til að endurnýja þjálfararéttindi.
KSÍ Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar „Lið mega varla komast inn í teig án þess að skora“ Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Sjá meira